Hugvísindasvið Háskóla Íslands býður upp á afar fjölbreytt nám um mannlegt samfélag, tungumál, málvísindi, trúarbrögð, listir, bókmenntir, fornleifafræði, sögu, heimspeki og fleira.
Sviðinu er skipt í fjórar deildir sem hver hefur sérstöðu en nemendur geta tengt saman aðalgrein og aukagrein úr ólíkum deildum, t.d. sagnfræði og íslensku, tungumál og heimspeki eða bókmenntir og guðfræði. Einnig er hægt að taka aukagrein eða einstök námskeið á öðrum fræðasviðum Háskóla Íslands með námi í hugvísindum, t.d. listfræði og safnafræði, sagnfræði og stjórnmálafræði, íslensku og þjóðfræði, guðfræði og tómstundafræði, tungumál og viðskiptafræði eða ferðamálafræði, svo eitthvað sé nefnt.
Hugvísindasvið lagar námsframboð sitt að nýjum kröfum og bryddar reglulega upp á nýjum og spennandi námsleiðum. Sem dæmi má nefna Mið-Austurlandafræði, Austur-Asíufræði, ritlist og þýðingafræði. Sviðið leggur jafnframt áherslu á að rækta hinn klassíska menningararf með framboði greina sem dýpka skilning okkar á liðnum tíma og erindi þeirra við samtímann.
Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um einstaka námsleiðir í Kennsluskrá og í upptalningu hér að neðan:
Deild heimspeki, sagnfræði og fornleifafræði
- Fornleifafræði (BA og MA)
- Hagnýt menningarmiðlun (MA)
- Hagnýt siðfræði (MA)
- Hagnýt skjalfræði (viðbótardiplóma)
- Heimspeki (BA og MA)
- Heimspekikennsla (MA og MT)
- Hugmynda- og vísindasaga (MA)
- Klassísk fræði (aukagrein í BA)
- Miðaldafræði (MA)
- Sagnfræði (BA og MA)
- Sögukennsla (MA og MT)
- Stafræn miðlun og nýsköpun (diplóma)
Guðfræði- og trúarbragðafræðideild
- Djáknafræði (MA)
- Guðfræði (BA, MA og Mag. theol)
Íslensku- og menningardeild
- Almenn bókmenntafræði (BA og MA)
- Almenn málvísindi (BA og MA)
- Annarsmálsfræði (MA)
- Hagnýt ritstjórn og útgáfa (MA)
- Hagnýtt nám í þýðingum (MA)
- Íslensk fræði (MA)
- Íslensk málfræði (MA)
- Íslensk miðaldafræði (MA)
- Íslenska (BA)
- Íslenska sem annað mál (BA og grunndiplóma)
- Íslenskar bókmenntir (MA)
- Íslenskukennsla (MA og MT)
- Kvikmyndafræði (BA og MA)
- Listfræði (BA og MA)
- Máltækni (MA)
- Menningarfræði (MA)
- Nytjaþýðingar (diplóma og MA)
- Ritlist (BA aukagrein og MA)
- Samfélagstúlkun (grunndiplóma)
- Sýningargerð, miðlun og sýningarstjórnun (MA)
- Talmeinafræði (undirbúningsnám)
- Táknmálsfræði (BA)
- Þýðingafræði (aukagrein í BA og MA)
Mála- og menningardeild
- Akademísk enska (diplóma)
- Ameríkufræði (MA)
- Austur-Asíufræði (aukagrein í BA)
- Bókmenntir, menning og miðlun (MA)
- Danska (BA, MA og diplóma)
- Dönskukennsla (MA)
- Enska (BA, MA)
- Enskukennsla (MA)
- Frönsk fræði (BA, MA og diplóma)
- Frönskukennsla (MA)
- Ítalska (BA)
- Hagnýt ameríkufræði (MA)
- Hagnýt þýska í ferðaþjónustu og miðlun (MA)
- Japanskt mál og menning (BA og diplóma)
- Kínversk fræði (BA og diplóma)
- Klassísk mál (BA og diplóma)
- Kóresk fræði (aukagrein í BA og diplóma)
- Mið-Austurlandafræði og arabíska (aukagrein í BA og diplóma)
- Norðurlandafræði (MA)
- Rússneska (BA og diplóma)
- Spænska (BA, MA og diplóma)
- Spænskukennsla (MA)
- Sænska (diplóma)
- Tungumálakennsla (MT)
- Þýska (BA, MA og diplóma)
- Þýskukennsla (MA)