Skip to main content

Hagnýt skjalfræði - Örnám

Hagnýt skjalfræði - Örnám

Hugvísindasvið

Hagnýt skjalfræði

Örnám á framhaldstigi – 30 einingar

Örnám í hagnýtri skjalfræði er hagnýtt 30 eininga nám fyrir þau sem lokið hafa bakkalárprófi óháð námsleið. Námið er ætlað nemendum sem hafa áhuga á að vinna við skjalavörslu og skjalastjórn, hvort sem er hjá opinberri stofnun, opinberu skjalasafni eða fyrirtæki. Fjarnám.

Skipulag náms

X

Opinber skjalavarsla og skjalastjórn í fortíð og nútíð (SAG103M)

Í þessu námskeiði er farið yfir hlutverk opinberra skjalasafna og skjalavörslu og skjalastjórn í fortíð og nútíð. Farið verður yfir upprunaregluna og þýðingu hennar fyrir sagnfræðirannsóknir og ágrip af stjórnsýslusögu. Þá verður fjallað um lagaumhverfi opinberrar skjalavörslu og skjalastjórnar á Íslandi og eftirlitshlutverk opinberra skjalasafna. Farið verður yfir skilgreiningu á afhendingarskyldum aðilum og skyldum þeirra samkvæmt lögum. Jafnframt verður fjallað um þróun skjalavörslu og skjalastjórnar á 20. og 21. öld og skjalasöfn og skráning þeirra skoðuð. Þá verður fjallað um uppbyggingu nútíma skjalasafna með tilliti til reglna sem um þau gilda. Helstu verkefni skjalastjóra verða skoðuð. Gestakennarar eru m.a. sérfræðingar í Þjóðskjalasafni Íslands og munu þeir fara yfir helstu verkþætti í skjalavörslu og skjalastjórn afhendingarskyldra aðila.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Emil Gunnlaugsson
Kolbrún Fjóla Rúnarsdóttir
Emil Gunnlaugsson
Skjalfræði aukagrein

Ég tók skjalfræði sem aukagrein samhliða BA námi í sagnfræði og reyndist það heillaspor. Námið gaf mér góða innsýn inní heim skjalasafna og er afar praktískt, sérstaklega fyrir sagnfræðinema en líka aðra því námið er góður leiðarvísir til þess að skilja hlutverk, uppbyggingu og nýtingarmöguleika skjalasafna. Ég myndi mæla með skjalfræði fyrir aðra sagnfræðinema en það ætti einnig að nýtast sem góð viðbót við margar aðrar greinar.

Hafðu samband

Þjónustuborð Hugvísindasviðs
s.525 4400 hug@hi.is.
Opið virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.

3. hæð Aðalbyggingar.
Sæmundargötu 2, 102 Reykjavík.

Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér þjónustuborð á Háskólatorgi.

Fylgstu með Hugvísindasviði

 Instagram   Youtube 
 Facebook

Aðalbygging Háskóla Íslands

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.