
Nemendur í BS námi í umhverfis- og byggingarverkfræðideild reka nemendafélagið Naglana sem heldur uppi öflugu félagslífi og gætir hagsmuna nemenda. Félagið stendur meðal annars fyrir vísindaferðum til fyrirtækja og blaðaútgáfu. Blaðið inniheldur fjölbreytt og fræðandi efni. Greinar eru skrifaðar bæði af nemendum og kennurum deildarinnar ásamt sérfróðu fólki úr atvinnulífinu.
Nemendur á 3ja ári hafa tekið sig saman undanfarin ár og skipulagt útskriftarferð erlendis. Til að fjármagna ferðina hafa þau meðal annars rekið sjoppu í VR-II í samstarfi við nemendur annarra verkfræðideilda sviðsins.
Mikið samstarf er á milli nemendafélaga verkfræði- og tölvunarfræðinema og saman standa þau að fjölmörgum atburðum yfir veturinn, má þar nefna árshátíð, almenn böll, teiti og ferðalög.
Framhaldsnemar í umhverfis- og byggingarverkfræði sameinast um nemendafélagið Heron ásamt framhaldsnemum annarra verkfræði- og tölvunarfræðigreina sviðsins.
Arkímedes,er félag doktorsnema Verkfræði- og náttúruvísindasviðs.