Stjórnmálafræðideild býður upp á þrjár námsleiðir í fjarnámi. Skilgreining á fjarnámi Framhaldsnám í fjarnámi Stjórnmálafræðideild býður upp á fjarnám í hagnýtri jafnréttisfræði, kynjafræði, og opinberri stjórnsýslu. Fjölmiðla- og boðskiptafræði er hægt að taka að verulegu leyti í fjarnámi. Framkvæmdin er tiltölulega einföld: Nemendur skrá sig á Uglunni í fjarnám í þeim námskeiðum sem boðið er uppá í fjarnámi hverju sinni. Fyrirkomulag á fjarnámi getur verið ólíkt hvort tveggja á milli námsleiða og innan einstakra námsleiða. Í fjarnámi við Stjórnmálafræðideild er stuðst við þrenns þrenns konar fyrirkomulag, allt eftir því hvað hentar í einstaka námsleiðum og námskeiðum. Kennsla í námskeiði er eingöngu rafræn. Kennsla í námskeiði er rafræn en boðið er upp á staðlotur Kennsla í námskeiði fer fram í kennslustofu á háskólasvæðinu en fyrirlestrar eru teknir upp og settir á heimasvæði námskeiðs eftir að tímanum lýkur. Því miður er ekki hægt að taka upp umræður sem verða í staðtímum, aðeins svör kennarans. Fjarnemum er einnig velkomið að mæta í staðtíma þegar þeir hafa tök á. Ef próf er haldið í húsnæði HÍ, þá taka nemendur sem búsettir eru utan höfuðborgarsvæðisins þau á símenntunarmiðstöðvum út um land. Sækja þarf um það sérstaklega. Sjá nánar undir ,,fjarpróf". Nemendur sem taka fjarpróf erlendis þurfa að greiða fyrir þá þjónustu. Fjarnám í kynjafræði Flest skyldunámskeið kynjafræðinnar eru kennd í staðbundnu námi og fjarnámi og möguleiki að taka stóran hluta námsins í fjarnámi. Diplóma í hagnýtri jafnréttisfræði er í sumum tilvikum hægt að taka alveg í fjarnámi, ef valnámskeið nemenda eru einnig fjarkennd. Kynjafræði er fræðigrein margbreytileikans, hún miðar að auknu lýðræði og leitast við að auka hlutdeild og þátttöku allra í samfélaginu óháð kyngervi, kynvitund, kynhneigð, þjóðernisuppruna, aldri, fötlun, búsetu og öðrum félagslegum áhrifaþáttum. Því er mjög nærtækt og eðlilegt að boðið sé upp á kynjafræði í fjarnámi þannig að fólk á landsbyggðinni eigi möguleika á að stunda námið sem og fólk sem af öðrum ástæðum getur ekki sótt skipulagðar kennslustundir. Kennarar setja kennsluáætlun, leslista, glærur og annað efni inn á námskeiðsvefinn. Nemendur geta hlustað á fyrirlestrana og stundað námið utan hefðbundins kennslutíma. Próf eru tekin í símenntunarmiðstöðvum í heimabyggð nemenda. Umsjón með fjarnáminu hefur Gyða Margrét Pétursdóttir, prófessor í kynjafræði. Námskeið sem kennd eru í fjarnámi eru í kennsluskránni auðkennd með bláum hnetti, . Fjarnám í opinberri stjórnsýslu Nemendur skrá sig á Uglunni í fjarnám í þeim námskeiðum sem boðið er uppá í fjarnámi hverju sinni. Fyrirkomulag á fjarnámi getur verið ólíkt hvort tveggja á milli námsleiða og innan einstakra námsleiða. Í fjarnámi við Stjórnmálafræðideild er stuðst við þrenns þrenns konar fyrirkomulag, allt eftir því hvað hentar einstaka námsleiðum og námskeiðum. Kennsla í námskeiði er eingöngu rafræn. Kennsla í námskeiði er rafræn en boðið er upp á staðlotur Kennsla í námskeiði fer fram í kennslustofu á háskólasvæðinu en fyrirlestrar eru teknir upp og settir á heimasvæði námskeiðs eftir að tímanum lýkur. Því miður er ekki hægt að taka upp umræður sem verða í staðtímum, aðeins svör kennarans. Fjarnemum er einnig velkomið að mæta í staðtíma þegar þeir hafa tök á. Ef próf eru haldið í húsnæði HÍ, þá taka nemendur sem búsettir eru utan höfuðborgarsvæðisins þau á símenntunarmiðstöðvum út um land. Sækja þarf um það sérstaklega. Sjá nánar undir ,,fjarpróf". Nemendur sem taka fjarpróf erlendis þurfa að greiða fyrir þá þjónustu. Haustið 2003 hófst fjarnám í diplómanámi í opinberri stjórnsýslu í tilraunaskyni. Var sú tilraun ekki síst gerð vegna áskorana fólks sem búsett var á landsbyggðinni og hafði því takmarkaða möguleika til háskólanáms á meistarastigi. Nú er gert ráð fyrir að hægt sé að ljúka meistaraprófi í opinberri stjórnsýslu eingöngu í fjarnámi ef námskeið eru öll innan námsleiðar í opinberri stjórnsýslu.Í þeim tilfellum sem námskeið innan sérhæfingar eru kennd í öðrum námsleiðum stjórnmálafræðideildar eða öðrum deildum þá er ekki hægt að tryggja að námskeið séu kennd í fjarnámi. Námskeið sem kennd eru í fjarnámi eru í kennsluskránni auðkennd með bláum hnetti, . Þeir sem nú stunda námið eru búsettir víðs vegar um landið og starfa hjá margs konar stofnunum hins opinbera og sveitarfélögum. Námið er að verulegu leyti skipulagt sem sjálfsnám, en nemendur hafa þó umtalsvert samband sín í milli, og vinna m.a. að hópverkefnum saman. Nánari upplýsingar um fjarnámið veitir Margrét S. Björnsdóttir sem jafnframt hefur umsjón með náminu í síma 525 4254 eða í tölvupósti: msb@hi.is. Fjarnám í fjölmiðla- og boðskiptafræði Flest fræðileg námskeið í skyldu og bundnu vali eru boðin bæði sem stað- og fjarnámskeið. Þau eru kennd við annað hvort HÍ eða HA, en umtalsverð reynsla er af fjarnámi í báðum skólum. Mögulegt er fyrir nemendur utan höfuðborgarsvæðis eða Akureyrar að nýta sér fjarnám til að ljúka diplómanámi alfarið í fjarnámi. Námskeið sem kennd eru í fjarnámi eru í kennsluskránni auðkennd með bláum hnetti, . Frekari upplýsingar um fjarnám við Háskóla Íslands má finna hér. facebooklinkedintwitter