
Félagsvísindasvið
Nám í félagsvísindum er frábær undirbúningur fyrir fjölbreytt störf í samfélaginu. Kennarar sviðsins eru í hópi færustu fræðimanna landsins í sínu fagi og fjalla um viðfangsefni félagsvísindanna á frjóan og gagnrýninn hátt. Fjöldi nemenda sem útskrifast hefur af sviðinu hefur fengið inngöngu í framhaldsnám í framúrskarandi skóla erlendis.

Fjölbreytt störf að loknu námi
Eftirspurnin eftir fólki með menntun í félagsvísindum eykst sífellt. Nám í félagsvísindum undirbýr stúdenta undir afar fjölbreytt störf, t.d. í fjölmiðlum, í opinbera geiranum, í alþjóðasamskiptum, bönkum og fjármálafyrirtækjum, lögfræðistofum og ráðgjafarfyrirtækjum, svo fátt eitt sé nefnt.

Miklar kröfur til nemenda og kennara
Kennarar við Félagsvísindasvið eru í hópi færustu fræðimanna í sínu fagi og miklar kröfur eru gerðar til bæði kennara og nemenda. Í náminu er fjallað um viðfangsefni félagsvísindanna á frjóan og gagnrýninn hátt þar sem krafist er virkrar þátttöku nemenda.
Hafðu samband
Nemenda- og kennsluþjónusta Félagsvísindasviðs er á
Þjónustutorgi í Gimli
Netfang: nemFVS@hi.is
Bóka viðtal við nemendaþjónustu Félagsvísindasviðs
Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík
Opið virka daga frá 9 - 15
Sími: 525 4500
