Námsumhverfi Hallormsstaðaskóla er einstakt og er umhverfið allt mikilvægt kennslurými enda er lögð áhersla á staðbundin hráefni og auðlindir í náminu. Skólinn er staðsettur í miðjum Hallormsstaðaskógi sem er stærstur skóga á Íslandi og hefur að geyma einstakt trjásafn. Í nágrenninu eru jafnframt fjölbreytt útivistasvæði og sögustaðir. Í skólahúsinu ríkir notaleg stemmning og hér hafa nemendur aðgang að hvetjandi og nærandi umhverfi til dvalar og náms. Í Höllinni eru haldnar kvöldvökur, vefstofan hefur mikið aðdráttarafl og tilraunaeldhúsið býður upp á aðstöðu fyrir nýsköpun og vöruþróun í matvælaframleiðslu. Kennslurými og aðstaða Show Höllin - hjarta skólans Höllin er opið rými í miðju skólans þar sem upprunaleg húsgögn og arinn fá að njóta sín. Rýmið rúmar um 60 manns í einfaldri fyrirlestraruppstillingu og er hentugt fyrir fyrirlestra, fundi, námskeið og samkomur. Höllin er friðuð. Show Kennslustofa - fjölnota rými fyrir verklega vinnu og fyrirlestra Kennslustofan tekur 20–30 manns í sæti og er auk þess búin 12 vinnuborðum, sem henta vel fyrir handverkskennslu, hópavinnu og skapandi verkefni. Show Tilraunaeldhús – vottað vinnslueldhús fyrir kennslu og vöruþróun Tilraunaeldhúsið býður upp á 10 verklegar stöðvar og getur tekið á móti fleiri þátttakendum eftir eðli verkefna. Eldhúsið er vel tækjum búið og nýtist jafnt til kennslu og sem vettvangur fyrir frumkvöðla, fræðafólk og smáframleiðendur til rannsókna og vöruþróunar. Show Vefstofa – Baðstofan Í vefstofunni eru vefstólar og fylgihlutir fyrir vefnað. Fyrsta kennaranámið í vefnaði á Íslandi fór fram í vefstofunni undir handleiðslu Sigrúnar P. Blöndal stofnanda skólans. Baðstofan er friðuð. Show Sérhæfð tæki fyrir nýsköpun Í skólahúsinu eru sérhæfð tæki fyrir nýsköpun auk grófvinnurýmis. Aðstaðan býður upp á fjölmarga möguleika fyrir nýsköpun og skapandi tilraunastarfsemi í tengslum við handverk og hönnun. Show Náttúran sem kennslurými Kennslan á Hallormsstað teygir sig út í náttúruna, þar sem skógurinn og umhverfið mynda lifandi kennslurými. Nemendur rækta staðbundin hráefni í matjurtagörðum og nýta útieldhúsið til skapandi matreiðslu undir berum himni. Skógurinn býður einnig upp á vettvang fyrir útinám og vistfræðilegar rannsóknir. Show Aðstaða fyrir staðlotur, vinnustofur og námskeið Hægt er að sækja um afnot af kennslurýmum og aðstöðu á Hallormsstað fyrir staðlotur, vinnustofur og námskeið. Fyrirspurnir skulu sendar á hallormsstadur@hi.is. +6Baðstofan - vefstofa facebooklinkedintwitter