Opið: Virka daga frá kl. 9:00-16:00 Staðsetning: Aðalbygging, 1. hæð – suður Sími: 525-4302 Netfang: rektor@hi.is Viðtalstímar rektors eru eftir samkomulagi. Dr. Jón Atli Benediktsson er rektor Háskóla Íslands. Rektor er forseti háskólaráðs, yfirmaður stjórnsýslu háskólans og æðsti fulltrúi hans gagnvart mönnum og stofnunum innan skólans og utan. Magnús Diðrik Baldursson er skrifstofustjóri skrifstofu rektors. Netfang: mb@hi.is, sími 525-4206. Hlutverk rektors Samkvæmt lögum um opinbera háskóla nr. 85/2008 er rektor formaður háskólaráðs, yfirmaður stjórnsýslu háskólans og æðsti fulltrúi hans gagnvart mönnum og stofnunum innan skólans og utan. Hann hefur frumkvæði að því að háskólaráð marki heildarstefnu í málefnum háskólans. Rektor ber ábyrgð á og hefur eftirlit með allri starfsemi skólans og á milli funda háskólaráðs fer hann með ákvörðunarvald í öllum málum háskólans. Mennta- og menningarmálaráðherra skipar rektor til fimm ára samkvæmt tilnefningu háskólaráðs að undangengnum almennum kosningum í háskólanum. Hlutverk og starfsemi skrifstofu rektors Starfsemi skrifstofu rektors helgast af því að framfylgja lögskipuðu hlutverki háskólarektors, gæta heildarhagsmuna Háskóla Íslands og greiða fyrir því að Stefna Háskóla Íslands 2021-2026 nái fram að ganga. Skrifstofa rektors hefur umsjón með stefnumótun og þróunarmálum Háskóla Íslands. Skjalasafn Háskóla Íslands heyrir undir rektorsskrifstofu. Skrifstofa rektors hefur umsjón með málefnum sameiginlegrar stjórnsýslu háskólans, háskólaþingi, fundum háskólaráðs, ársfundi háskólans og fundum rektors með forsetum fræðasviða. Einnig hefur rektorsskrifstofa með höndum samskipti rektors við fulltrúa stjórnvalda, atvinnulífs, innlendra og erlendra háskóla- og rannsóknastofnana og samtaka þeirra, fulltrúa erlendra ríkja og fyrirtækja og stofnana háskólans. Náin samvinna er við aðstoðarrektor kennslu og þróunar, aðstoðarrektor vísinda, framkvæmdastjóra sameiginlegrar stjórnsýslu, forseta fræðasviða, deildarforseta, forstöðumenn stofnana og sviðsstjóra sameiginlegrar stjórnsýslu. Á rektorsskrifstofu fer enn fremur fram margvísleg önnur starfsemi, svo sem móttaka og afgreiðsla erinda sem berast háskólanum, afgreiðsla viðtala eftir pöntun, miðlun upplýsinga til starfsmanna og stúdenta, umsjón með nefndum og starfshópum á vegum rektors og háskólaráðs, útgáfa Árbókar Háskóla Íslands, umsjón með úthlutunum úr Háskólasjóði, brautskráningu kandídata, veitingu viðurkenninga til starfsmanna, málþingum, ráðstefnum, fyrirlestrum, boðum og samkomum á vegum rektors. Starfsfólk skrifstofu rektors Abigail Charlotte CooperVerkefnisstjóri5254054acc [hjá] hi.is Anna Diljá SigurðardóttirUpplýsingastjóriannadilja [hjá] hi.is Arnar GíslasonJafnréttisfulltrúi5254095arnarg [hjá] hi.is Ástríður Elín JónsdóttirVerkefnisstjóriastridurelin [hjá] hi.is Fanney KarlsdóttirVerkefnisstjóri5254366fanneyk [hjá] hi.is Halla HallsdóttirVerkefnisstjóri5254498hallah [hjá] hi.is Inga Rán ArnarsdóttirLögfræðingur5254080iarnarsdottir [hjá] hi.is Ingibjörg GunnarsdóttirAðstoðarrektor vísinda8259374ingigun [hjá] hi.is Joanna MarcinkowskaVerkefnisstjórijoannam [hjá] hi.is Jón Atli BenediktssonRektor5254302benedikt [hjá] hi.is Jórunn Íris SindradóttirVerkefnisstjóri5254302jorunnsi [hjá] hi.is Katrín Regína FrímannsdóttirGæðastjórikfrimannsdottir [hjá] hi.is Kristjana EyjólfsdóttirUpplýsingastjórikristjanaey [hjá] hi.is Magnús Diðrik BaldurssonSkrifstofustjóri5254206mb [hjá] hi.is Magnús Jökull SigurjónssonLögfræðingur5254052mjs [hjá] hi.is María Theódóra ÓlafsdóttirForstöðumaður8970971mariatholaf [hjá] hi.is Pétur ÁstvaldssonVerkefnisstjóri5254303petura [hjá] hi.is Rebekka Silvía RagnarsdóttirVerkefnisstjórirebekkasilvia [hjá] hi.is Sigríður PálsdóttirVerkefnisstjórisigrpals [hjá] hi.is Sonja Freydís ÁgústsdóttirVerkefnisstjóri5255421sonjaf [hjá] hi.is Steinunn GestsdóttirAðstoðarrektor kennslu og þróunar5254047steinuge [hjá] hi.is Sveinn GuðmundssonJafnréttisfulltrúi5254193sveinng [hjá] hi.is Þórður KristinssonRáðgjafi5254360thordkri [hjá] hi.is Rit um stjórnskipulag og stjórnsýslu Háskóla Íslands Stjórnskipulag og stjórnsýsla Háskóla Íslands Aðalhöfundur er Ómar H. Kristmundsson og meðhöfundur Ásta Möller. Áslaug J. Marinósdóttir aðstoðaði við ritstjórn. Fylgirit höfunda: vegna kafla 2 vegna kafla 3 vegna kafla 4 vegna kafla 5 vegna kafla 6 vegna kafla 7 facebooklinkedintwitter