Sameinuðu þjóðirnar hafa skilgreint sautján heimsmarkmið sem lýsa stærstu viðfangsefnum og helstu áskorunum sem þjóðir heims standa nú frammi fyrir. Öll aðildarríki Sameinuðu þjóðanna hafa skuldbundið sig til að innleiða markmiðin sautján bæði á innlendum og erlendum vettvangi út gildistíma þeirra árið 2030. Gríðarlega mikilvægt er að sérfræðiþekking og rannsóknir séu nýttar til að leita lausna á þeim viðamikla vanda sem heimsmarkmiðin lýsa og einfaldi samfélögum að takast á við þær áskoranir sem þeim fylgja. Aðalatriðið er að leita lausna í þágu allra. Háskóli Íslands vill að þekkingarsköpun og rannsóknir við skólann hafi víðtæk áhrif og takist á við þær flóknu áskoranir sem Ísland og heimurinn standa nú frammi fyrir og hrindir því af stað nýrri viðburðaröð sem kallast Háskólinn og heimsmarkmiðin. Eitt heimsmarkmið verður tekið fyrir í hverri viðburðalotu þar sem framúrskarandi fræðimönnum, frá öllum fræðasviðum þegar upp er staðið, verður teflt fram til að kryfja og ræða markmiðin, vandamálin sem þeim tengjast frá sem flestum hliðum. Viðburðaröðin er unnin í samvinnu við Stjórnarráð Íslands. Dagskrá Heimsmarkmið 9 - þriðji opni viðburðurinn Þriðji viðburðurinn var haldinn 21. janúar þegar neðangreind fjölluðu um heimsmarkmið 9 nýsköpun, innviði og uppbyggingu. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra Rögnvaldur Jóhann Sæmundsson, prófessor við iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunardeild Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar Myndir frá viðburðinum. Heimsmarkmið 1 - Annar opni viðburðurinn Annar viðburðurinn var haldinn 19. nóvember 2019 þegar neðangreind fjölluðu um heimsmarkmið 1, engin fátækt. Sigrún Ólafsdóttir, prófessor við Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræði deild, Berglind Rós Magnúsdóttir, dósent við deild menntunar og margbreytileika, Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar og Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri Þetta fyrsta markmið snýr að því að útrýma fátækt í allri sinn mynd alls staðar fyrir 2030. Myndir frá viðburðinum. Heimsmarkmið 3 - Fyrsti opni viðburðurinn Fyrsti opni viðburðurinn var haldinn 17. október 2019 þegar neðangreind fjölluðu um markmið 3 heilsu og vellíðan. Magnús Karl Magnússon, prófessor við Læknadeild Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor í lýðheilsuvísindum Einnig fjallaði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um mikilvægi heimsmarkmiðanna fyrir íslenskt og alþjóðlegt samfélag og Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, sagði hvernig Háskóli Íslands hyggst nýta heimsmarkmiðin í starfi sínu og stefnumótun Myndir frá viðburðinum. Öll markmiðin og vísindamenn sem vinna að þeim Háskólinn og heimsmarkmiðin - vísindamenn Yfirlit yfir heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna facebooklinkedintwitter