Núvituð samkennd í eigin garð Samkennd í eigin garð (Mindful Self Compassion, MSC) er sex vikna námskeið sem eflir sjálfstraust, kjark og tilfinningalega þrautseigju. Á námskeiðinu eru kenndar aðferðir til að mæta sér á erfiðum augnablikum með mildi, umhyggju og skilningi. Áherslur á námskeiðinu eru: - að sýna sér meiri skilning og mildi. - að mæta betur erfiðum tilfinningum. - að hvetja sig áfram með samkennd frekar en gangrýni. - að þekkja betur sitt innra landslag og sitja betur í sér. - að læra betur inn á eigin þarfir og mæta þeim af umhyggju. Námskeiðið er byggt á gagnreyndum aðferðum Dr. Kristin Neff, prófessors við Háskólans í Austin Texas og Dr. Christopher Germer, sérfræðings og kennara við Harvard. Rannsóknarniðurstöður sýna að samkennd í eigin garð eflir núvitund, bætir skilning á sameiginlegri mennsku og eykur góðvild í eigin garð. Núvitund hjálpar okkur að vera meðvituð um líðandi stund og gangast við því sem er. Sameiginleg mennska hjálpar okkur að vakna til vitundar um hvernig við tengjumst og erum öll á sama báti. Góðvild í eigin garð hjálpar okkur að mæta erfiðleikum og okkur sjálfum út frá því sem við raunverulega þurfum á að halda. Sterk tengsl eru á milli samkenndar í eigin garð og vellíðunnar. Samkenndin eflir einnig heilbrigðar lífsvenjur, styrkir tengsl okkar við okkur sjálf og aðra og dregur úr kvíða, þunglyndi og streitu. Leiðbeinandi er: Eygló Sigmundsdóttir, sálfræðingur, félagsráðgjafi og núvitundarleiðbeinandi. Námskeiðið er á vegum Núvitundarsetursins. Námskeiðið er á þriðjudögum frá 3. febrúar til 10. mars, kl. 16:30 - 18:00 í Odda 206. Námskeiðsgjald er 4000 kr. Skráning fer einungis fram á Þjónustuborðinu, Háskólatorgi. Sjálfstyrkingarnámskeið Sálfræðiþjónusta NHÍ býður námsmönnum skólans upp á fimm vikna sjálfstyrkingarnámskeið sem byggir á aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar (HAM). Á námskeiðinu verða kenndar aðferðir til að rjúfa vítahring lágs sjálfsmats með því að vinna með óhjálplegar hugsanir (sjálfsgagnrýni) og óhjálplega hegðun (frestun, forðun og fullkomnunaráráttu). Skoðaðar verða gagnlegar leiðir til að takast á við lágt sjálfsmat og bæta þannig líðan okkar. Leiðbeinendur eru Anna Guðrún Guðmundsdóttir, Camilla Ann Stacey, Hrafnkatla Agnarsdóttir og Rakel Davíðsdóttir, sálfræðingar. Námskeiðsgjald er 6000 kr. Aðeins 12 pláss eru í boði og því er nauðsynlegt að skrá sig. Skráning fer einungis fram á Þjónustuborðinu Háskólatorgi. Vinsamlegast athugið að skráning á námskeið er bindandi. Hægt er að óska eftir endurgreiðslu í síðasta lagi tveimur virkum dögum áður en námskeið hefst. Námskeiðið er haldið einu sinni í viku frá kl. 13:00 - 15:00 eftirfarandi fimmtudaga frá 12. febrúar til 12. mars. Námskeiðið 12. og 19. febrúar er haldið í Setberg, stofa 305 (Suðurberg) og allar hinar dagsetningar í stofu 205 (Miðberg). Prófkvíðanámskeið Nemendaráðgjöf HÍ býður upp á fjögurra vikna prófkvíðanámskeið á vormisseri 2026. Kennt verður á mánudögum frá kl. 13:30 - 15:30 frá 23. febrúar til 16. mars. Markmið námskeiðisins er að nemendur fái fræðslu um hvaða þættir hafi áhrif á tilurð og mótun prófkvíða og læri aðferðir til að takast á við prófkvíða á uppbyggilegan hátt. Námskeiðsgjald er 5000 kr. Skráning fer einungis fram á Þjónustuborðinu, Háskólatorgi. Örfyrirlestrar Sálfræðingar hafa haldið örfyrirlestra á haust og vor önn í örfyrirlestraröð Nemendaráðgjafar. Fyrirlestrarnir eru um 30 mín og hafa ýmist verið haldnir á TEAMS eða í persónu. Fjallað hefur verið um heilbrigt samband við mat, streitu, þunglyndi og jólakvíða. Sjá má hvaða örfyrirlestrar eru á döfinni hér. Geðveiku dagar Mánudagur 2.febúar kl.11:30-13:00, Háskólatorg. Kynningar á Háskólatorgi frá Nemendaráðgjöf HÍ, Sálfræðiráðgjöf háskólanema, Einhugar – hópar fyrir háskólanemendur á einhverfurófi. (Bergið Headspace, Píeta, Geðhjálp) Þriðjudagur 3.febrúar kl.11:30, Háskólatorg Pallborð um geðheilbrigðismál. Alma Möller, heilbrigðisráðherra Íslands Pétur Maack, formaður Sálfræðingafélag Íslands Grétar Björnsson, stjórnarmeðlimur Hugarafls Eiríkur Kúld, Fulltrúi stúdenta Kynnir (í vinnslu) Miðvikudagur 4.febrúar kl.11:30 til 13:00, Litla Torg. Kl. 09:40 José M. Tirado, forsprakki Hugleiðsluhóp Háskóla Íslands, leiðir hugleiðslu í morgunsárið. Kl.11:30-12:00 Titill: Betri Svefn – betri líðan í skammdeginu Fyrirlesari: Dr. Erla Björnsdóttir sálfræðingur. Í þessu erindi fjallar Dr. Erla Björnsdóttir, svefnsérfræðingur og stofnandi Betri svefns, um hvernig skammdegið og klukkan á Íslandi hafa áhrif á líkamsklukkuna, svefn og líðan. Rætt verður um breytingar á klukkunni, hvað þær þýða fyrir heilsu okkar og hvers vegna margir upplifa syfju, svefnvanda og orkuleysi yfir vetrarmánuðina. Einnig verða kynnt hagnýt ráð til að bæta svefn, stilla líkamsklukkuna og líða betur í myrkrinu. Kl.12:00-12:30 Titill: Má bara ræða þetta? Undirtitill: Er umræða um sjálfsvíg skaðleg eða hættuleg? Fyrilesari: Dr. Tómas Kristjánsson, sálfræðingur. Umsögn: Dr. Tómas Kristjánsson, sálfræðingur, fjallar um umræðu um sjálfsvíg, bæði í fjölmiðlum, samfélagsumræðu og í samtölum á milli einstaklinga. Hvað má og hvað má ekki? Hvað er satt og hvað eru mýtur? Hvernig getum við notað vísindi til þess að leiða umræðuna á þann stað að hún geti stutt og hjálpað þeim sem glíma við sjálfsvígshugsanir? Kl.12:30-13:00 Titill: ADHD hjá stúlkum og konum: hormónasveiflur og ADHD einkenni Fyrirlesari: Unnur Jakobsdóttir Smári, sálfræðingur. Umsögn: Hormónasveiflur sem tengjast tíðahring kvenna, meðgöngu og breytingaskeiðinu geta haft töluverð áhrif á ADHD einkenni og meðferð við ADHD. Farið verður yfir stöðu núverandi þekkingar í þessum efnum. Fimmtudagur 5.febrúar, kl.11:30-13:00, Litla Torg. Kl.11:30-12:00 Titill: Nærumst og njótum Undirtitill: Hvernig nærum við okkur á heilbrigðan hátt? Fyrirlesari: Ingunn Erla Ingvarsdóttir, klínískur næringarfræðingur Umsögn: Í þessu erindi fer Ingunn Erla Invarsdóttir, klínískur næringarfræðingur, yfir hvernig hægt sé að næra sig og efla heilsu á heilbrigðan hátt. Þá verður einnig farið yfir hvernig óheilbrigt samband við mat getur haft áhrif á ákvarðanatöku í kringum næringu og leiðir til að rjúfa það. Kl.12:00-12:30 Titill: Hvernig hreyfi ég mig í takt við brenglaðar væntingar? Fyrirlesari: Einar Hansberg Árnason, íþróttafræðingur og þjálfari Umsögn: Í þessum fyrirlestri fer Einar Hansberg Árnason, íþróttafræðingur og þjálfari, yfir mikilvægi hreyfingar í tengslum við geðheilbrigði. Farið verður yfir hvernig hafa brenglaðar væntingar geta haft áhrif á hreyfingu okkar, hvaða væntingar við gerum til sjálfra okkar og hvað gerist ef við stöndum ekki undir þeim. Kl.12:30-13:00 Titill: Að byrja saman 101 Fyrirlesari: Áslaug Kristjánsdóttir, kynfræðingur Umsögn: Í þessu erindi fjallar Áslaug Kristjánsdóttir kynfræðingur um leiðir til að hefja samband, „bleika skýjið“, hvað gerist í líkamanum og tilfinningar og hugsanir sem takast. Þá verður rætt um frammistöðukvíða, höfnun og hjálpleg ráð. Kl.20:00 Pub-quiz á Stúdentakjallaranum í umsjón Animu, nemendafélag sálfræðinema. facebooklinkedintwitter