Sjálfstyrkingarnámskeið Sálfræðiþjónusta NHÍ býður námsmönnum skólans upp á fimm vikna sjálfstyrkingarnámskeið sem byggir á aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar (HAM). Á námskeiðinu verða kenndar aðferðir til að rjúfa vítahring lágs sjálfsmats með því að vinna með óhjálplegar hugsanir (sjálfsgagnrýni) og óhjálplega hegðun (frestun, forðun og fullkomnunaráráttu). Skoðaðar verða gagnlegar leiðir til að takast á við lágt sjálfsmat og bæta þannig líðan okkar. Leiðbeinendur eru Anna Guðrún Guðmundsdóttir, Hrafnkatla Agnarsdóttir og Rakel Davíðsdóttir, sálfræðingar. Námskeiðsgjald er 6000 kr. Aðeins 12 pláss eru í boði og því er nauðsynlegt að skrá sig. Skráning fer einungis fram á Þjónustuborðinu Háskólatorgi. Vinsamlegast athugið að skráning á námskeið er bindandi. Hægt er að óska eftir endurgreiðslu í síðasta lagi tveimur virkum dögum áður en námskeið hefst. Námskeiðið er haldið einu sinni í viku frá kl. 13:00 - 15:00 Eftirfarandi fimmtudaga: 18. september, 25. september, 2. október, 9. október og 16 október. Eftirfarandi þriðjudaga: 28. október, 4. nóvember, 11. nóvember, 18. nóvember og 25. nóvember. Námskeiðið 18. september er haldið í Setberg, stofa 305 (Suðurberg) og allar hinar dagsetningar í stofu 205 (Miðberg). Fræðsla um Endómetríósu Fræðsla um sjúkdóminn endómetríósu eða endó. Farið verður yfir helstu einkenni, vanda við greiningu, meðferðarleiðir og úrræði. Einnig umfjöllun um sálfræðilega nálgun á því að takast á við langvinna verki. Fyrirlestarinn, Anna Guðrún Guðmundsdóttir sálfræðing, var áður í Endó-teymi Landspítalans. Þriðjudaginn 7. október kl. 14:00 - 15:00 á Teams - Opnað verður fyrir skráningu 23. september. SálFÆÐI - Fræðsla um heilbrigt samband við mat Fimmtudaginn 13. nóvember, kl. 13:00- 14:30 - Opnað verður fyrir skráningu 30. október. Fræðsla sem fer yfir hvað einkennir óheilbrigt samband við mat, hvað ber að varast í þeim efnum og hvernig hægt sé að efla heilbrigði í mataræði og líkamsmynd. Fyrirlesari: Hrafnkatla Agnarsdóttir, sálfræðingur Fyrirlesturinn fer fram á Íslensku. Jólakvíði og bjargráð Fræðsla um kvíða og streitu tengt jólunum. Fjallað verður um ástæður þess að kvíði og streita eykst hjá sumum í aðdraganda jólanna, helstu birtingarmyndir kvíða og streitu og hjálpleg bjargráð. Fyrirlesari: Rakel Davíðsdóttir, sálfræðingur Fyrirlesturinn fer fram á íslensku þriðjudaginn 9.desember, kl.13.30-14.30. Opnað verður fyrir skráningu 26. nóvember. facebooklinkedintwitter