Félagsráðgjöf fyrir háskólanema er veitt af nemendum í MA námi til starfsréttinda í félagsráðgjöf. Ráðgjöfin er tilraunaverkefni sem hófst haustið 2022. Nemendur sem veita ráðgjöfina vinna undir öflugri handleiðslu reyndra/klínískra félagsráðgjafa og beita gagnreyndum aðferðum við greiningu, mat og úrræði. Þjónustan er veitt á Aragötu 9. Show Fyrsta viðtal Í fyrsta viðtali er farið yfir hver ástæða komu er og lagt mat á hvaða leiðir eigi að veita í ráðgjöfinni. Show Þjónusta/Ráðgjöf Ráðgjöf sem nemendur veita er til dæmis FjölskylduráðgjöfFjármálaráðgjöfRáðgjöf vegna samþættingar náms og fjölskyldulífsRáðgjöf um réttindiSamskiptaráðgjöfUppeldisleg ráðgjöf Fjöldi viðtala fer eftir eðli og umfangi hverju sinni. Show Hvað kostar þjónustan Þjónustan er gjaldfrjáls. Show Hvernig kemst ég að? Sótt er um á öruggu svæði hér Show Staðsetning Aragata 9. Gengið er meðfram húsinu og þarf að fara niður nokkur þrep til þess að komast inn. Þau sem eiga erfitt með aðgengi munu fá ráðgjöf annars staðar þar sem aðgengi er betra. Show Hafa samband Hægt er að hafa samband í gegnum netfangið felradgjof@hi.is Ábyrgðaraðili er Selma Björk Hauksdóttir, selmabh@hi.is , s. 525-5453 facebooklinkedintwitter