Jafnréttisáætlun Háskóla Íslands 2024-2026 Samþykkt í háskólaráði 11. janúar 2024 I. Inngangur Show Grunngildi Jafnrétti er eitt þriggja grunngilda Háskóla Íslands, og fjölbreytileiki er ein af fjórum áherslum í stefnu skólans (HÍ26). Endurspeglast þessar áherslur í grunngildum Háskóla Íslands um jafnrétti, fagmennsku og akademískt frelsi (HÍ26, Stefna Háskóla Íslands 2021-2026). Í þessum grunngildum felst að mismunun á grundvelli kyns, kyngervis, uppruna, litarháttar, fötlunar, kynhneigðar, kynvitundar, kynþáttar, holdafars, aldurs, heilsufars, trúarbragða, skoðana, búsetu, efnahags, þjóðernis eða menningar er óheimil innan Háskóla Íslands. Áhersla er lögð á jafnrétti í víðum skilningi, ásamt samtvinnun ólíkra vídda jafnréttis. Mikilvægt er að jafnréttisstarf Háskóla Íslands taki mið af breytingum á íslensku samfélagi. Starf háskólasamfélagsins í tengslum við aukna fjölbreytni er liður í þróun lýðræðissamfélags og er mikilvægt að háskólinn sé frumkvöðull í þeirri vinnu, m.a. með því að leitast við að hafa sem fjölbreyttastan hóp starfsfólks og nemenda, ásamt því að sinna grunnrannsóknum á sviði jafnréttismála og undirbúa nemendur fyrir þátttöku í samfélaginu. Show Áskoranir Áskoranir í háskólasamfélagi nútímans eru af ýmsu tagi. Setja þessar áskoranir sinn svip á líf, nám og starf. Aukin samkeppni í námsumhverfinu og í fjárveitingum mótar starfs-, rannsóknar- og námsumhverfi, og hefur margþætt og djúptæk áhrif á möguleika fólks til að samræma einkalíf og vinnu. Því er mikilvægt að háskólasamfélagið vinni að því að skapa jafnvægi milli einkalífs, náms og starfs. Jafnframt hefur nemendum og starfsfólki af erlendum uppruna fjölgað undanfarin ár og mun sú þróun halda áfram í samræmi við framtíðarsýn Háskóla Íslands. Því þarf í auknum mæli að koma til móts við þarfir þessa hóps sem og annarra jaðarsettra hópa, til dæmis með tilliti til fötlunar og hinseginsjónarhorns í starfi Háskóla Íslands. Er slíkt í samræmi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Heimsmarkmiðin tengjast ekki einungis rannsóknum og kennslu. Þau árétta að umhverfið og háskólasamfélagið taki mið af fjölbreyttum þörfum nemenda og starfsfólks og spegli þær okkur öllum til hagsbóta. Í því sambandi er minnt á að í HÍ26 kemur fram að taka eigi mið af hugmyndafræði algildrar hönnunar við hönnun nýbygginga, endurbætur á eldra húsnæði, og hönnun háskólasvæðisins alls. Show Lög sem liggja til grundvallar Jafnréttisáætlun Háskóla Íslands 2024-2026 leggur stefnu Háskóla Íslands 2021-2026 til grundvallar. Þá grundvallast áætlunin á jafnræðisreglu 65. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33/1944, sbr. lög nr. 97/1995. Jafnréttisáætlun Háskóla Íslands byggist á: lögum nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjannalögum nr. 85/2018 um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisupprunalögum nr. 86/2018 um jafna meðferð á vinnumarkaði og tekur mið af: ákvæðum laga nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfirSáttmála SÞ um réttindi fatlaðs fólkslögum nr. 80/2019 um kynrænt sjálfræði Jafnframt tekur áætlunin mið af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, einkum því fjórða (menntun fyrir öll) og fimmta markmiðið (jafnrétti kynjanna). Háskólinn gætir þess að allt starfsfólk, óháð kyni, fái jöfn laun og njóti sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf (sbr. 6. grein laga nr. 150/2020 og 9. gr. laga nr. 86/2018). Samþætting kynja- og jafnréttissjónarmiða liggur til grundvallar áætluninni og skal gæta kynjasamþættingar við alla stefnumótun og áætlanagerð (sbr. 30. gr. laga nr. 150/2020) og jafnrétti skal fléttað inn í starfsemi skólans. Einnig þarf að sjá til þess að starfsfólk og stjórnendur fái reglulega fræðslu um jafnréttismál (sbr. 30. grein laga nr. 150/2020 og 7. grein laga nr. 86/2018) og er þetta útfært nánar í aðgerðum jafnréttisáætlunar. Í áætluninni er lögð áhersla á að tryggja starfsfólki og nemendum lögboðin réttindi, eftir því sem við á, samkvæmt 6.-7., 12.-15., 28. og 30. gr. laga nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. Einnig byggir jafnréttisáætlun á niðurstöðum skýrslunnar Staða og þróun jafnréttismála við Háskóla Íslands 2017-2021 þar sem lagt er mat á stöðu jafnréttismála við Háskóla Íslands og stöðu þekkingar á jafnréttismálum. Stjórnendur í HÍ skulu tryggja að öll kyn njóti sömu möguleika til endurmenntunar, símenntunar og starfsþjálfunar og til að sækja námskeið sem haldin eru til að auka hæfni í starfi eða til undirbúnings fyrir önnur störf, sbr. 12. gr. laga nr. 150/2020. Eins og fram kemur í sömu grein þá skal sjá til þess að starf sem laust er til umsóknar standi opið jafnt konum, körlum og fólki með hlutlausa skráningu kyns í þjóðskrá, sbr. þó 2. mgr. 16. gr. Jafnframt skulu stjórnendur í HÍ gera nauðsynlegar ráðstafanir til að gera starfsfólki kleift að samræma starfsskyldur sínar og ábyrgð gagnvart fjölskyldu, sbr. 13. gr. laga nr. 150/2020, þ.m.t. að starfsfólki sé auðveldað að koma aftur til starfa eftir fæðingar- og foreldraorlof eða leyfi vegna fjölskylduaðstæðna. Áætlun um samræmingu vinnu og fjölskyldulífs. Show Hlutverk Ábyrgð á jafnrétti í Háskóla Íslands er dreifð og sameiginleg, en endanleg ábyrgð á jafnréttisstarfi skólans hvílir á yfirstjórn hans, þ.e. háskólaráði og rektor. Áætlunin nær til alls starfsfólks og nemenda sem í sameiningu bera ábyrgð á að koma í veg fyrir mismunun og leggja sitt af mörkum til að skapa háskólasamfélag sem einkennist af virðingu, skilningi og umburðarlyndi. Jafnréttisnefnd fer með umsjón jafnréttismála í umboði rektors og háskólaráðs. Ráð um málefni fatlaðs fólks hefur í umboði rektors og háskólaráðs umsjón með málefnum þess og nemenda með sértæka námsörðugleika í Háskóla Íslands. Jafnréttisfulltrúi hefur á vegum stjórnsýslu Háskóla Íslands yfirumsjón með jafnréttismálum í samvinnu við jafnréttisnefnd og ráð um málefni fatlaðs fólks. Jafnréttisfulltrúi fylgir eftir jafnréttisáætlun Háskóla Íslands, stuðlar að því að jafnréttismál séu sjálfsagður þáttur í starfi skólans og er til ráðgjafar telji einstaklingar sig ekki njóta jafnréttis eða verða fyrir mismunun. Hvert fræðasviðanna fimm, svo og sameiginleg stjórnsýsla, skulu setja sér aðgerðaáætlun um jafnréttismál sem byggist á jafnréttisáætlun þessari. Forsetar fræðasviða, framkvæmdastjóri og sviðsstjórar sameiginlegrar stjórnsýslu bera ábyrgð á að einstökum ákvæðum jafnréttisáætlunarinnar sé framfylgt innan starfssviðs hvers og eins. Vakin er sérstök athygli á fagráði háskólans og verklagsreglum um viðbrögð gegn kynbundnu ofbeldi, kynbundinni og kynferðislegri áreitni, sem og ofbeldi og einelti, sem finna má á jafnretti.hi.is, og þeirri skyldu háskólaborgara að tilkynna um brot sem viðkomandi telur sig hafa rökstuddan grun eða vitneskju um. Hver sem tekur við kvörtun eða tilkynningu um brot skal umsvifalaust vísa erindinu til fagráðsins til faglegrar meðferðar. Show Tilurð og endurskoðun Fyrsta jafnréttisáætlun Háskóla Íslands var samþykkt af háskólaráði árið 2000 og er þessi jafnréttisáætlun sú áttunda sem skólinn setur sér. Jafnréttisáætlun 2024-2026 var unnin af jafnréttisnefnd undir stjórn formanns nefndarinnar, í samvinnu við jafnréttisfulltrúa. Var boðað til stefnufundar þar sem þátt tóku fulltrúar í jafnréttisnefndum innan skólans, fulltrúar stúdenta, hagaðilar og sérfræðingar innan skólans. Á þeim fundi komu fram tillögur að aðgerðum sem mynduðu grunn að jafnréttisáætlun. Jafnréttisáætlunin gildir í þrjú ár og skal endurskoðuð að þeim tíma liðnum, það er fyrir árslok 2026. Skýrsla um stöðu og þróun jafnréttismála skal unnin á fimm ára fresti og er gert ráð fyrir að næsta skýrsla fjalli um tímabilið 2022-2026 og komi út árið 2027. II. Aðgerðir Show 1. Fjölbreytilegt háskólasamfélag 1.1 Aðgerð: Fræðsluáætlun um jafnrétti, með árlegri fræðslu fyrir allt fastráðið starfsfólk HÍ í formi fræðslumyndbanda, umræðufunda og vinnustofa, m.a. um hinsegin mál, öráreitni, kynferðislega áreitni, fjölmenningarfærni og fleiraÁbyrgð: Jafnréttisfulltrúi í samvinnu við mannauðssvið og jafnréttisnefndÁr: 2024, 2025, 2026 1.2 Aðgerð: Kanna möguleika á að hlutverki umboðsmanns hinsegin fólks verði komið áÁbyrgð: Rektor í samvinnu við jafnréttisfulltrúaÁr: 2025 1.3 Aðgerð: Árlegur fundur formanns jafnréttisnefndar og jafnréttisfulltrúa með rektor, þar sem farið er yfir framkvæmd áætlunar sem hluta af stefnu skólans (HÍ26) og fjármögnun áætlunarÁbyrgð: Jafnréttisnefnd HÍ í samvinnu við rektor og jafnréttisfulltrúaÁr: 2024, 2025, 2026 1.4 Aðgerð: Jafnréttisdagar haldnir árlegaÁbyrgð: Jafnréttisfulltrúi í samvinnu við jafnréttisnefnd, ráð um málefni fatlaðs fólks, fjölmenningarfulltrúa, markaðs- og samskiptasvið og deild stafrænnar kennslu og miðlunarÁr: 2024, 2025, 2026 1.5 Aðgerð: Tryggja aðkomu nemenda að jafnréttisstarfi HÍ, með árlegum samráðsfundi jafnréttisfulltrúa, Stúdentaráð Háskóla Íslands og hagsmunafélögum nemenda í jafnréttismálumÁbyrgð: Jafnréttisfulltrúi í samvinnu við stúdentaráð, og í samráði við femínistafélag HÍ og Q - félag hinsegin stúdentaÁr: 2024, 2025, 2026 1.6 Aðgerð: Gera tillögur að mentorakerfi fyrir nemendur með innflytjendabakgrunn í námi við HÍÁbyrgð: Fjölmenningarfulltrúi í samvinnu við jafnréttisfulltrúaÁr: 2026 1.7 Aðgerð: Stuðla að góðu samstarfi innlendra háskóla í jafnréttismálum, með þátttöku í samráðsvettvangi jafnréttisfulltrúa háskólanna (tveir samráðsfundir árlega og samstarf um Jafnréttisdaga)Ábyrgð: JafnréttisfulltrúiÁr: 2024, 2025, 2026 1.8 Aðgerð: Reglulegir fræðslumolar um jafnréttismál kynntir á skjám bygginga HÍÁbyrgð: JafnréttisnefndÁr: 2024, 2025, 2026 1.9 Aðgerð: Jafnréttisnefnd stingur upp á 3-6 verkefnum fyrir nemendur í námskeiði um hagnýtingu jafnréttisfræða til að vinna um starfsemi á fræðasviðum, deildum og sameiginlegri stjórnsýsluÁbyrgð: Jafnréttisnefnd í samvinnu við umsjónarkennara kynjafræðináms og jafnréttisfulltrúaÁr: 2024, 2025, 2026 1.10 Aðgerð: Skapa skýra umgjörð fyrir tölulegar upplýsingar um innflytjendur í háskólanámiÁbyrgð: Forseti Hugvísindasviðs, í samvinnu við jafnréttisfulltrúa og gæðastjóraÁr: 2024 1.11 Aðgerð: Tryggja eftirfylgni með jafnréttisáætlun HÍ á fræðasviðum með því að jafnréttisnefndir fræðasviða geri aðgerðaáætlun sem tekur mið af jafnréttisáætlun HÍ og leggi fyrir sviðsforseta/-stjórn til afgreiðslu. Jafnréttisnefnd fræðasviðs fundar a.m.k. árlega með sviðsstjórn þar sem gerð er grein fyrir starfinu og rætt um þörf á aðkomu og stuðningi stjórnenda við einstakar aðgerðirÁbyrgð: Jafnréttisnefndir fræðasviðaÁr: 2024, 2025, 2026 1.12 Aðgerð: Tryggja eftirfylgni með jafnréttisáætlun HÍ í sameiginlegri stjórnsýslu, með því að jafnréttisnefnd sameiginlegrar stjórnsýslu geri aðgerðaáætlun sem tekur mið af jafnréttisáætlun HÍ, og leggi fyrir framkvæmdastjóra stjórnsýslu. Jafnréttisnefnd stjórnsýslu fundar a.m.k. árlega með framkvæmdastjóra stjórnsýslu, þar sem gerð er grein fyrir starfinu og rætt um þörf á aðkomu og stuðning stjórnenda við einstakar aðgerðirÁbyrgð: Jafnréttisnefnd sameiginlegrar stjórnsýsluÁr: 2024, 2025, 2026 Show 2. Farsælt háskólasvæði 2.1 Aðgerð: Aðgengi á háskólasvæðinu – bæði innan bygginga og við byggingar – sett í forgang með úrbótum í samræmi við aðgengisúttektir. Á tímabilinu verði haldið áfram að gera aðgengisúttektir á byggingum og miðað við tvær á áriÁbyrgð: Framkvæmda- og tæknisviðÁr: 2024 (Oddi og VR II), 2025 (Askja og Eirberg), 2026 (VR I og Tæknigarður) 2.2 Aðgerð: Aðgengi að ókyngreindum salernum tryggt, með úrbótum á þeim byggingum þar sem þau er ekki til staðar. Aðgengi er í flestum byggingum, en eftir standa (Árnagarður, Háskólabíó, Saga, Tæknigarður og VR I)Ábyrgð: Framkvæmda- og tæknisvið í samvinnu við jafnréttisfulltrúa og samráði við Q - félag hinsegin stúdentaÁr: 2024 (Saga), 2025 (Tæknigarður og Háskólabíó), 2026 (VR I og Árnagarður) 2.3 Aðgerð: Hvíldarherbergi verði útbúin á Háskólatorgi og í Sögu þar sem fatlað fólk og önnur sem á þurfa að halda, getur komist í róÁbyrgð: Ráð um málefni fatlaðs fólks í samvinnu við framkvæmda- og tæknisvið og nemendaráðgjöfÁr: 2025 2.4 Aðgerð: Árlegur samráðsfundur jafnréttisnefndar, framkvæmda- og tæknisviðs og ráðs um málefni fatlaðs fólks til að stuðla að áherslu um algilda hönnun fyrir háskólasvæðið. Fyrsti fundur verður fræðslufundurÁbyrgð: Jafnréttisnefnd í samvinnu við framkvæmda- og tæknisviðs og ráð um málefni fatlaðs fólksÁr: 2024, 2025, 2026 2.5 Aðgerð: Gera tillögur að rafrænu leiðarkerfi á háskólasvæðinu, innan bygginga HÍ og utanhússÁbyrgð: Framkvæmda- og tæknisviðÁr: 2025 2.6 Aðgerð: Gera úttekt á útirýmum háskólasvæðisins sem eru óaðgengileg, óörugg eða illa upplýst og skila til Framkvæmda- og tæknisviðsÁbyrgð: Jafnréttisfulltrúar í samvinnu við fjölmenningarfulltrúa og ráð um málefni fatlaðs fólks og í samráði við hagsmunafélög nemendaÁr: 2025 2.7 Aðgerð: Gera úrbætur samkvæmt tillögum á útirýmum háskólasvæðisins sem eru óaðgengileg, óörugg eða illa upp lýst samkvæmt tillögumÁbyrgð: Framkvæmda- og tæknisviðÁr: 2025 2.8 Aðgerð: Uppfæra kort af byggingum HÍ með aðgengisupplýsingum á vefsíðum byggingaÁbyrgð: Framkvæmda- og tæknisvið í samvinnu við jafnréttisfulltrúaÁr: 2025 2.9 Aðgerð: Kortleggja hindranir í ferlum bókunarkerfis á stofum með aðgengisþarfir nemenda í hugaÁbyrgð: Nemendaráðgjöf í samvinnu við kennslusvið, upplýsingatæknisvið, framkvæmda- og tæknisvið og kennslustjóra fræðasviðaÁr: 2024 2.10 Aðgerð: Leiðarlínur verði lagðar á 3. hæð á Háskólatorgi þar sem stoðþjónustu fyrir nemendur er að finnaÁbyrgð: Framkvæmda- og tæknisviðÁr: 2025 2.11 Aðgerð: Áætlun um lagningu leiðarlína í öðrum byggingum HÍÁbyrgð: Framkvæmda- og tæknisviðÁr: 2024 (Áætlun tilbúin), 2026 Leiðarlínur lagðar í amk 5 byggingar Show 3. Mannauður og starfsgleði 3.1 Aðgerð: Námskeið fyrir stjórnendur um hvernig takast eigi við kynferðislega áreitni á vinnustað á 3ja ára fresti. Einnig fléttað inn í fræðslu fyrir nýja stjórnendurÁbyrgð: MannauðssviðÁr: 2025 3.2 Aðgerð: Tíðavörur fyrir nemendur og starfsfólk í byggingum HÍÁbyrgð: Rekstur fasteigna í samvinnu við jafnréttisfulltrúa, stúdentaráð, femínistafélag HÍ og Q - félag hinsegin stúdentaÁr: 2024 (fyrstu 10 byggingar), 2025 (mat lagt á þörf í öðrum byggingum og úrbætur gerðar ef þörf er á) 3.3 Aðgerð: Fræðsla fyrir starfsfólk í stoðþjónustu um menningarnæmi, inngildingu og fjölbreytta menningarheimaÁbyrgð: Fræðsluteymi MannauðssviðsÁr: 2026 3.4 Aðgerð: Starfshópur tekur saman tillögur um leiðir til að tryggja fjölbreyttari ráðningar, bæði í akademískum störfum og stjórnsýslu. Í starfshópi sitji jafnréttisfulltrúi ásamt fulltrúum frá mannauðssviði, vísinda- og nýsköpunarsviði og mannauðsstjórum tveggja fræðasviðaÁbyrgð: Mannauðssvið skipar starfshópÁr: 2025 tillögum skilað 3.5 Aðgerð: Áframhaldandi fræðsla um jafnréttismál fléttuð inn í fræðsludagskrá Mannauðssviðs, 1-2 erindi á áriÁbyrgð: MannauðssviðÁr: 2024, 2025, 2026 3.6 Aðgerð: Íslenskt dagatal á Uglu fyrir erlent starfsfólk og nemendur sem birtir lögbundna frídaga og hátíðisdaga með örskýringumÁbyrgð: Markaðs- og samskiptasvið í samvinnu við upplýsingatæknisviðÁr: 2025 3.7 Aðgerð: Fylgja jafnlaunastefnu og viðhalda jafnlaunavottun. Árleg greining, stjórnendarýni og áætlun samþykktÁbyrgð: MannauðssviðÁr: 2024, 2025, 2026 3.8 Aðgerð: Samræma á uppgjör kennslu milli deilda og fræðasviða innan Háskóla ÍslandsÁbyrgð: RektorÁr: 2026 Show 4. Notendamiðuð þjónusta 4.1 Aðgerð: Gera tillögu um farveg fyrir kvartanir um öráreitni, rasisma, ableisma og hinseginfordómaÁbyrgð: Jafnréttisfulltrúar í samvinnu við aðstoðarrektor vísinda, og fagráð HÍÁr: 2025 4.2 Aðgerð: Gera skráningu persónufornafna að sjálfsögðum þætti í starfi HÍ, með því að kynna og leiðbeina um notkun þeirra í Uglu/símaskrá, Canvas, í undirskrift tölvupósta og á nafnspjöldumÁbyrgð: Markaðs- og samskiptasvið í samvinnu við mannauðssvið, upplýsingatæknisvið, jafnréttisfulltrúa, og þjónustumiðjuÁr: 2024 4.3 Aðgerð: Úttekt gerð á Þjónustumiðju HÍ til að sjá til þess að hún þjóni öllum hópum m.a. með tilliti til aðgengisþarfaÁbyrgð: ÞjónustumiðjaÁr: 2025 4.4 Aðgerð: Myndband fyrir erlenda nemendur um hagnýt atriði fyrir búsetu á ÍslandiÁbyrgð: Jafnréttisfulltrúi í samvinnu við fjölmenningarfulltrúa, stúdentaráð og deild stafrænnar kennslu og miðlunarÁr: 2024 4.5 Aðgerð: Tillögur um aukinn stuðning við nemendur með innflytjendabakgrunn lagðar fram á grundvelli verkefnis undir Samstarf háskóla, m.a. þróun stuðningsúrræða og móttökuáætlunÁbyrgð: Jafnréttisfulltrúar í samvinnu við fjölmenningarfulltrúa og nemendaráðgjöfÁr: 2026 4.6 Aðgerð: Skoða hvort hægt sé að hafa allar kvörtunarleiðir á einum, handhægum staðÁbyrgð: Þjónustumiðja í samvinnu við jafnréttisfulltrúa og mannauðssviðÁr: 2024 Show 5. Gæði náms í fyrirrúmi 5.1 Aðgerð: Einingabært skyldunámskeið í öllum deildum Menntavísindasviðs í kynja- og jafnréttisfræðumÁbyrgð: Deildarforsetar á MenntavísindasviðiÁr: 2024 (námskeiðslýsingar samþykktar), 2025 (námskeið hefjast) 5.2 Aðgerð: Kannaðar leiðir til að gera jafnréttis- og kynjafræði hluta af námi í öllum deildum á Félagsvísindasviði, Hugvísindasviði og Verkfræði- og náttúruvísindasviðiÁbyrgð: Jafnréttisnefnd í samvinnu við jafnréttisfulltrúa og jafnréttisnefndir viðkomandi fræðasviða Ár: 2025 (Fundir með sviðsforsetum og deildarforsetum) 5.3 Aðgerð: Rafræn fræðsla um jafnréttismál fyrir stundakennaraÁbyrgð: Jafnréttisfulltrúar í samvinnu við mannauðssviðÁr: 2024 5.4 Aðgerð: Kannaðar leiðir til að fylgja eftir skýrslu um Staðalímyndir í háskólum (2023), m.a. um vinnu gegn kynbundum staðalímyndum, sveigjanlegt námskerfi og stuðning við jaðarsetta hópa og aðgengi þeirra að háskólamenntunÁbyrgð: Jafnréttisnefnd í samvinnu við jafnréttisfulltrúa og fjölmenningarfulltrúaÁr: 2025 5.5 Aðgerð: Auka aðgengi kennara að þekkingu um jafnrétti í kennslu með árlegri vinnustofu um leiðir til að flétta jafnrétti við kennslu og sköpun námsumhverfis sem stuðlar að samvinnu í fjölbreyttum nemendahópiÁbyrgð: KennslumiðstöðÁr: 2024, 2025, 2026 5.6 Aðgerð: Fyrirliggjandi jafnréttisgátlisti í kennslu uppfærður (á íslensku og ensku) og kynntur kennurum og þeim sem sinna kennsluÁbyrgð: Jafnréttisfulltrúi í samvinnu við kennslumiðstöð, jafnréttisnefnd og nemendaráðgjöfÁr: 2024 5.7 Aðgerð: Útbúa tillögur að leiðum til þess að bæta kennslukannanir, t.d. auka þátttöku, koma í veg fyrir áreitni í kennslukönnunumÁbyrgð: Kennslusvið í samvinnu við jafnréttisfulltrúaÁr: 2025 5.8 Aðgerð: Fræðsla fyrir kennara um aðgengilega kennsluhætti og algilda hönnunÁbyrgð: Jafnréttisfulltrúar í samvinnu við kennslumiðstöð og úrræðateymiÁr: 2025 5.9 Aðgerð: Könnun á hvort einstakir námsþættir séu hindrun í námi m.t.t. aðgengis og þarfa fjölbreytts nemendahóps (t.d. vettvangsferðir)Ábyrgð: Kennslustjórar fræðasviða í samvinnu við ráð um málefni fatlaðs fólksÁr: 2026 Show 6. Vandað framhaldsnám og framúrskarandi vísindi 6.1 Aðgerð: Fræðsla um kynferðislega áreitni og ofbeldi innan akademíu fyrir doktorsnema og leiðbeinendur ásamt námskeiði fyrir leiðbeinendur doktorsnema þar sem farið er yfir skyldur og ábyrgð í tengslum við leiðbeiningu. Þjálfun leiðbeinenda feli m.a. í sér leiðbeiningar um a) samskipti og valdajafnvægi milli leiðbeinanda og doktorsnema; b) hvernig leiðbeinandi skapar inngildandi (e. inclusive) umhverfi; c) hvert sé hægt að leita með mál (m.a. til umboðsmanns, fagráðs, mannauðssviðs, stéttarfélags, Miðstöðvar framhaldsnáms og Félag doktorsnema og nýdoktoraÁbyrgð: Miðstöð framhaldsnáms í samvinnu við mannauðssvið og umboðsmann doktorsnemaÁr: 2025, 2026, Árlega eftir það 6.2 Aðgerð: Skapa vettvang fyrir samstarf á milli doktorsnema og nýdoktora á mismunandi fræðasviðum sem eru með viðfangsefni sem snerta jafnréttismál. Málþing á tveggja ára frestiÁbyrgð: Félag doktorsnema og nýdoktora í samvinnu við jafnréttisnefnd og jafnréttisfulltrúaÁr: 2024, 2026 6.3 Aðgerð: Kanna möguleika á hækkun starfshlutfalls umboðsmanns doktorsnemaÁbyrgð: Rektor í samvinnu við aðstoðarrektor vísindaÁr: 2025 6.4 Aðgerð: Vinnustofa um hönnun rannsókna m.t.t. kynjasjónarmiðaÁbyrgð: Vísinda- og nýsköpunarsvið í samvinnu við jafnréttisfulltrúa og rannsóknarstjóra fræðasviðaÁr: 2024 Tengt efni Jafnréttisáætlun Háskóla Íslands 2024-2026 (Prentvæn útgáfa) HÍ26, Stefna Háskóla Íslands 2021-2026 Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands Lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna Lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir Jafnréttismál í HÍ facebooklinkedintwitter