Möguleikar á skiptinámi við Hjúkrunarfræðideild hafa aukist undanfarin ár. Skiptinám gefur nemendum tækifæri til að stunda klínískt nám við erlenda háskóla í nokkrar vikur og einnig hafa nemendur fengið tækifæri til að taka þátt í hraðnámskeiðum sem boðið hefur verið upp á í Nordplus samstarfsnetum. Algengast er að nemendur við Hjúkrunarfræðideild fari í skiptinám til háskóla á Norðurlöndum. Nemendur við deildina hafa einnig farið til útlanda á eigin vegum og tekið þátt í starfsnámi og þróunarvinnu, t.d. í Afríku og Mið-Ameríku. Erlendir skiptinemar hafa sótt mjög í að stunda klínískt nám á Íslandi. Nám erlendis býður upp á ýmis tækifæri, víkkar sjóndeildarhringinn og eykur þekkingu. Nemendur læra annað tungumál, kynnast siðum og venjum annarra þjóða, öðlast reynslu af nýju skólakerfi/heilbrigðiskerfi, innsýn gefst í framhaldsnám og aðra möguleika sem bjóðast erlendis. Þessi reynsla er einnig umtalsverður kostur þegar komið er út á vinnumarkaðinn. Show Skiptinám - BS nemar Skiptinám BS-nema i byggist fyrst og fremst á því að nemendur taki verklega hluta ákveðinna námskeiða í erlendum háskólum og sjúkrahúsum. Nemendur vinna engu að síður verkefni tengd verknáminu í nánu samstarfi við kennara sinn á Íslandi. Hægt er að taka fleiri en eitt verklegt námskeið og er því dvalarlengd íslenskra skiptinema frá einni upp í sex vikur að jafnaði. Hjúkrunarfræðideild er í eftirfarandi Nordplus samstarfsnetum er tilheyra grunnnámi (BS): Norlys ásamt eftirfarandi skólum: Karolinska Institutet (Svíþjóð)Oslo Met - Oslo Metropolitan University (NO-OsloMet) (Noregur)Novia University of Applied Sciences (Finland)Riga Medical College of the University of Latvia (Lettland)South-Eastern Finland University of Applied Sciences (Finnland)Tallin Health Care College (Eistland)Turku University of Applied Sciences (Finnland)Uppsala Universitet (Svíþjóð)VIA University College (Danmörk) Medico ásamt eftirfarandi skólum: University College Nord-Jylland (Danmörk)Tartu Health Care College (Eistland)Háskólinn á Akureyri (Ísland)Turku University of Applied Sciences (Finnland)Saimaa University of Applied Sciences (Finnland)Acarda (Finnland)Lapland University of Applied Sciences (Finnland)Nord University Mo i Rana (Noregur)NTNU Norwegian University of Science and Technology (Noregur)University of Gävle (Svíþjóð)Åland University of Applied Sciences (Álandseyjar) Umsóknareyðublöð og almennar upplýsingar eru að finna hjá Alþjóðasviði. Show Skiptinám - Framhaldsnemar Framhaldsnemar eiga kost á því að sækja um Nordplus og/eða Erasmus styrk til að sækja sérhæfð námskeið sem standa ekki til boða við deildina. Til að sækja um Erasmus styrk er lágmarksdvöl erlendis 12 vikur. Hjúkrunarfræðideild er í tvíhliða Erasmus samningi við Lund University í Svíþjóð. Einnig er Hjúkrunarfræðideildin m.a. í samstarfsnetinu Nordsne ásamt eftirfarandi skólum: Oslo Met - Oslo Metropolitan University (NO-OsloMet) (Noregur)Western Norway University of Applied Sciences (Noregur)Lund University (Svíþjóð)University of Gothenburg, Institute of Health and Care Sciences (Svíþjóð)Karlstad University (Svíþjóð)Riga Stradins University (Lettland) Ef nemandi hefur áhuga á að taka heila önn við aðra skóla erlendis, má skoða möguleikann á því að stofna til tvíhliða Erasmus samninga við umrædda skóla. Umsóknareyðublöð og almennar upplýsingar eru að finna hjá Alþjóðasviði. Tengt efni Alþjóðasvið HÍ facebooklinkedintwitter