Vísinda- og nýsköpunarsvið ásamt fjármálasviði, bera ábyrgð á og hafa umboð til að framfylgja reglum háskólans um móttöku, meðferð, umsýslu og uppgjör styrkja. Auk þess hefur vísinda- og nýsköpunarsvið ábyrgð og umboð til eftirlits með erlendum rannsóknarverkefnum og að farið sé að reglum styrkveitenda. Sjá einnig Verklagsreglur um skyldur styrkþega rannsóknastyrkja og þjónusta. Verklagsreglurnar eru einnig í Uglu (Erlendir styrkir - skyldur styrkþega og þjónusta) Umsóknir Það er að mörgu að huga þegar sótt er um styrki til að fjármagna rannsóknir. Umsóknir ætti að vinna í samstarfi við rannsóknastjóra fræðasviða til að tryggja að allur kostnaður við verkefnið sé tilgreindur og að allar upplýsingar um Háskólann og fjármál verkefnis, þ.m.t. launatöflur séu réttar. Einnig þarf að tryggja að Háskólinn hafi bolmagn til að framkvæma verkefnið. Láta þarf stoðþjónustu (rannsóknastjóra fræðasviða eða starfsmann í sjóðasókn hjá vísinda- og nýsköpunarsviði) vita af öllum styrkumsóknum sem sendar eru í nafni Háskóla Íslands. Þar sem allar styrkumsóknir skuldbinda skólann að einhverju leyti, hvort sem er í formi mótframlags, tíma starfsmanna eða aðstöðu til tiltekinna verkefna. Styrkir Evrópusambandsins Gæta þarf þess að notað sé rétt einkennisnúmer (e. Participant Identification Code - PIC) Háskóla Íslands (999884246). Starfsmaður skal ekki undir neinum kringumstæðum stofna nýtt PIC númer fyrir Háskólann. Hjá vísinda- og nýsköpunarsviði fást einnig upplýsingar um launakostnaðartölur sem notaðar eru í umsóknum um erlenda styrki. Aðrir evrópskir og norrænir styrkir Ólíkar reglur gilda um styrki sem fást frá t.d. NordForsk, Uppbyggingasjóði EES / EEA Grants, Nordplus og öðrum sjóðum. Aldrei skal sækja um styrki í þessa sjóði í nafni HÍ án þess að hafa samband við stoðþjónustu (rannsóknastjóra eða starfsmann í sjóðasókn hjá vísinda- og nýsköpunarsviði). Vegna umsókna um styrki frá Bandaríkjunum DUNS: Láta þarf stoðþjónustu (rannsóknastjóra fræðasviða eða starfsmann í sjóðasókn hjá vísinda- og nýsköpunarsviði vita af öllum umsóknum um styrki sem sendar eru í nafni Háskóla Íslands. Gæta þarf þess að notað sé rétt einkennisnúmer þegar sótt er um styrki til Bandaríkjanna; svo kallað DUNS númer Háskóla Íslands (565616893). Starfsmaður skal ekki undir neinum kringumstæðum stofna nýtt DUNS númer fyrir Háskólann. Ólíkar kröfur eru gerðar í bandarískum sjóðum, þær upplýsingar sem beðið er um eru til staðar hjá starfsfólki vísinda- og nýsköpunarsviðs, vinsamlega hafið samband við styrkjaskrifstofu grantsoffice@hi.is FCOI (Reglugerð um fjárhagslega hagsmunaárekstra) Samningar Rannsakendur þurfa að kynna sér vel þær skyldur sem samningur um styrk eða samstarf felur í sér, þar sem slíkir samningar eru á ábyrgð og skuldbinda Háskóla Íslands. Alla samninga um styrki eða samstarfs þarf að senda styrkjaskrifstofu vísinda- og nýsköpunarsviðs til yfirlestrar: grantsoffice@hi.is . Rannsakendur skrifa ekki undir samningana, heldur sviðsstjóri vísinda- og nýsköpunarsviðs í umboði rektors. Rekstur og uppgjör Daglegur rekstur rannsóknaverkefna fer fram á fræðasviðum Háskólans. Vísinda- og nýsköpunarsvið veitir starfsfólki fræðasviða og rannsakendum ráðgjöf og ber ábyrgð á eftirliti með verkefnum og að farið sé að reglum styrkveitenda. Vísinda- og nýsköpunarsvið gefur einnig út viðmið er varða útreikning launa starfsfólks í verkefnum, ásamt því að gefa út samræmdan gátlista/handbók vegna reksturs verkefna sem styrkt eru úr H2020 áætlun ESB. Sviðið ber einnig ábyrgð á að halda utan um heildaryfirlit allra rannsóknasamninga Háskóla Íslands og stöðu þeirra á hverjum tíma. Endurskoðun Ytri endurskoðun verkefna er oft hluti af styrksamningi, hvort heldur sem er endurskoðun fjármála eða framvindu. Endurskoðun getur verið í formi vottunar uppgjöra eða afurða, eða formleg endurskoðun af hálfu styrkveitanda. Samkvæmt verklagsreglum um skyldur styrkþega rannsóknastyrkja og þjónustu við þá ber Vísinda- og nýsköpunarsvið ábyrgð á ytri endurskoðun verkefna, samhæfingu viðbragða vegna endurskoðunar og sér um öll samskipti við endurskoðendur. Ef til endurskoðunar kemur vinsamlegast hafið samband við Úlfar (ulfarg@hi.is). Vísinda- og nýsköpunarsvið ásamt fjármálasviði, bera ábyrgð á og hafa umboð til að framfylgja reglum háskólans um móttöku, meðferð, umsýslu og uppgjör styrkja. Tengt efni Vísinda-og nýsköpunarsvið Tilkynning um uppfinningu facebooklinkedintwitter