Online Learning Agreement – OLA Aðgangur Nemendur skrá sig inn í OLA-kerfið og nota til þess HÍ-netfangið sitt (xxx@hi.is). Ekki nota „Log in with Google“ eða önnur persónuleg netföng. Nemendur þurfa að velja hvers konar skiptinám um er að ræða: Grunn- og meistaranemar á leið í styttri dvöl velja „Blended Mobility with Short-term Physical Mobility“.Doktorsnemar á leið í styttri dvöl velja „Short-term Doctoral Mobility“. Show Skref 1 – STUDENT INFORMATION Hér fylla nemendur inn persónuupplýsingar. Meðal annars: Field of Education / NámsgreinStudy cycle / Námsstig Show Skref 2 – SENDING INSTITUTION INFORMATION Hér koma upplýsingar um HÍ sem er Sending Institution. Sending Responsible Person er alþjóðatengiliður í deild nemanda. Listi yfir tengiliði Hér þarf einnig að setja inn Sending Administrative Contact Person - Alma Ágústsdóttir - shortmobility@hi.is / +354 525 4378 Show Skref 3 – RECEIVING INSTITUTION INFORMATION Hér fylla nemendur inn upplýsingar um gestaskóla. Athugið að nöfn gestaskólanna í fellilistanum eru þeirra lögheiti og geta verið á tungumáli gestalandsins. Receiving Responsible Person er aðilinn í gestaskólanum sem skrifar undir námssamninginn fyrir þeirra hönd. Gestaskólinn gefur upplýsingar um hver þessi aðili er. Við mælum með að nemendur finni upplýsingasíðu fyrir „incoming exchange students“ á vefsíðu gestaskólans en þessar upplýsingar má oft finna þar. Ef nemendur finna engar upplýsingar um tengiliði geta þeir haft samband við gestaskólann. Ef gestaskólinn er með fleiri tengiliði sem annast skiptinám nemenda er hægt að setja þá inn sem Receiving Administrative Contact Person. Show Skref 4 – MOBILITY PROGRAMME Hér koma inn upplýsingar um námskeiðið við gestaskólann og hvernig það verður metið við heimaskólann. Nemendur fylla út: Heiti námskeiðsNámskeiðsnúmer (component code)Hversu margar einingar verða metnar við HÍLýsingu á rafræna hluta námskeiðsins Tungumál sem námskeiðið er kennt áKunnáttu í tungumáli sem kennt er á Show Skref 5 – COMMITMENT Síðasta skrefið er að skrifa undir rafrænt. Kvittið undir með mús, eða fingrum ef þið gerið þetta í síma eða spjaldtölvu. Þegar búið er að skrifa undir rafrænt þá velja nemendur „Sign and send the Online Learning Agreement to the Responsible person at the Sending Institution for review“ en þá sendist samningurinn á deild nemenda. facebooklinkedintwitter