
Hver nemandi ber ábyrgð á námi sínu
Skipulag náms í Háskóla Íslands byggir á skráningu nemenda í námskeið. Nemendur þurfa því að gæta vel að reglum um skráningu og auglýst skráningartímabil sem finna má í kennslualmanaki.
Meistaranemar eru hvattir til að leita sér upplýsinga um framhaldsnám sitt hjá tilheyrandi deildum.
Próf
Próf eru haldin í lok hvers misseris. Nemendur eru hvattir til að kynna sér reglur um sjúkrapróf.
Skráningartímabil í sjúkra- og endurtökupróf eru auglýst sérstaklega og því þurfa nemendur að fylgjast vel með tilkynningum í Uglu. Því betur sem þeir sinna þessum skyldum sínum, þeim mun betri þjónustu geta þeir vænst að fá.
Lokaeinkunnir í námskeiðum eru birtar í lok hvers misseris á Uglunni.
Skráning í námskeið
Nemendur þurfa að skrá sig í námskeið í mars sem taka á að hausti. Þeir þurfa líka að staðfesta áframhaldandi nám þá. Þetta er gert í Uglu. Sé skráningu ekki sinnt er gert ráð fyrir að nemandi muni hætta námi í lok vormisseris.
Athugið að í sumum námsleiðum er mögulegt að taka valgreinar af öðrum námsleiðum en þeirri sem nemandi stundar nám á. Talaðu við þína deildarskrifstofu ef þú hefur áhuga á að taka námskeið af öðrum námsleiðum.
Í kennsluskrá finnur þú upplýsingar um námsframboð við Háskóla Íslands og aðrar hagnýtar upplýsingar er varðar nám við HÍ.
Stundatöflur
Nemendur hafa aðgang að eigin stundatöflu í Uglu. Hver námsleið hefur einnig sína eigin stundatöflu.
Ef nemendur taka námskeið sem kennd eru í annarri deild eru upplýsingar um þau námskeið á stundatöflu viðkomandi deildar.
Bókalistar
Bókalista er að finna í kennlsuáætlun frá kennara sem og hjá Bóksölu stúdenta.
Ritgerðir og lokaverkefni
Nemendur eru hvattir til að kynna sér reglur um ritgerðir, heimildavinnu og fleira því tengt og tileinka sér aðferðafræði sinnar fræðigreinar.
Nemendur sem eru skráðir í lokaverkefni ættu að kynna sér sérstaklega vel reglur um lokaverkefni og sniðmát sem finna má á heimasíðum viðkomandi fræðasviða.
Ritver Háskóla Íslands býður upp á aðstoð við fræðileg skrif fyrir nemendur og starfsfólk frá öllum deildum og sviðum háskólans á bæði íslensku og ensku.
Í Ritveri geta nemendur HÍ pantað viðtalsfund og fengið góð ráð um hvers kyns úrlausnarefni sem tengjast fræðilegum ritgerðum, skýrslum og öðrum skriflegum verkefnum.