![](https://hi.is/sites/default/files/styles/mynd___kassa_svi_/public/martagodadottir/kri_herferd22_elias_kristinn_211012_009.jpg?itok=kAPzF-be)
Menntavísindasvið
Menntavísindasvið gegnir mikilvægu samfélagslegu hlutverki með menntun leik-, grunn- og framhaldsskólakennara, þroskaþjálfa, tómstundafræðinga, íþrótta- og heilsufræðinga og uppeldis- og menntunarfræðinga. Jafnframt er boðið upp á alþjóðlegt nám í menntunarfræði og diplómanám fyrir fólk með þroskahömlun.
![""](https://hi.is/sites/default/files/styles/mynd___kassa/public/ingunney/kri_menntavisindasvid_191126_001_1.jpg?itok=x14OnDGQ)
Hagnýtt og sveigjanlegt nám
Hlutverk okkar er að undirbúa fagfólk til starfa í menntakerfinu og að standa fyrir öflugum rannsóknum.
Rík áhersla er lögð á tengsl við væntanlegan starfsvettvang og flestir nemendur fara í starfsþjálfun þar sem ómetanlegt tækifæri gefst á að láta reyna á hæfni sína undir handleiðslu leiðsagnarkennara.
![](https://hi.is/sites/default/files/styles/mynd___kassa/public/martagodadottir/kri_mvs_kynning_210507_012_0.jpg?itok=rQUGnGdO)
Persónuleg þjónusta og ánægðir nemendur
Menntavísindasvið hefur góð samskipti við ýmsar stofnanir þar sem flestir nemendur stunda vettvangsnám. Vinnustaðir brautskráðra nemenda hafa gefið þeim góða umsögn.
![Stakkahlíð](https://hi.is/sites/default/files/styles/mynd_hafdusamband/public/ingunney/Almennt/1920_kri_stakkahlid_170410_001.jpg?itok=MJUv5_pl)