Samstarf opinberu háskólanna hófst með formlegum hætti í ágúst 2010, þegar mennta- og menningarmálaráðherra gaf út erindisbréf verkefnisstjórnar samstarfsins. Markmið verkefnisins eru í fyrsta lagi efling íslenskra háskóla, kennslu og rannsókna, í öðru lagi aukin hagkvæmni í rekstri háskóla og í þriðja lagi að tryggja háskólastarfsemi víða á landinu. Aðilar að verkefninu eru: Háskóli Íslands Háskólinn á Akureyri Landbúnaðarháskóli Íslands Hólaskóli - Háskólinn á Hólum Verkefnisstjórar samstarfsverkefnisins eru: Halldór Jónsson, sviðsstjóri Vísinda- og nýsköpunarsviðs Háskóla Íslands Sæunn Stefánsdóttir, sérfræðingur á skrifstofu rektors Háskóla Íslands og forstöðumaður Stofnunar rannsóknasetra Háskóla Íslands. Verkefnastjórn Samstarfsnets opinberu háskólanna skipar stjórn matskerfis. Stjórn matskerfis Stjórn matkerfis er skipuð til 31.júní 2024 og í henni sitja: Ingibjörg Gunnarsdóttir, aðstoðarrektor vísinda, formaður (HÍ) – varamaður Lárus Thorlacius, prófessor Grétar Þór Eyþórsson, prófessor (opinberir háskólar utan HÍ) – varamaður Sveinn Ragnarsson, prófessor Guðmundur Freyr Úlfarsson, prófessor (HÍ) – varamaður Snædís Huld Björnsdóttir, prófessor Guðmundur Hálfdánarson, prófessor (HÍ) – varamaður Ársæll Már Arnarsson, prófessor Ráðuneyti: NN Jens Guðmundur Hjörleifsson, varformaður Fh - varamaður Jóna Margrét Ólafsdóttir. Þau Jens Guðmundur og Jóna Margrét eru skipuð frá 1. janúar 2024. Til 31. desember 2023 er Hólmfríður Garðarsdóttir prófessor fulltrúi kjarafélaganna. Starfsmaður stjórnarinnar er Halldór Jónsson, sviðsstjóri vísinda- og nýsköpunarsviðs. facebooklinkedintwitter