Umsóknarfrestur í framhaldsnám við Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild er 15. apríl fyrir innritun á haustmisseri en 15. október fyrir innritun á vormisseri, þar sem við á. Tekið er við umsóknum um doktorsnám utan þessa tíma. Umsækjandi þarf að senda inn rafræna umsókn um framhaldsnám. Í sumum tilfellum þarf einnig að skila inn fylgigögnum með umsókn (.pdf skrá) og staðfestu afriti af frumgögnum. Öllum fylgiskjölum sem kunna að vera á pappír skal skilað til nemendaskrár, Háskólatorgi, 3. hæð. Sjá nánari upplýsingar um inntökuskilyrði og umsóknarferli hverrar námslínu fyrir sig hér fyrir neðan. Hjúkrunarfræði, MS-nám Umsóknarfrestur í meistaranám er á vorin til 15. apríl og á haustin til 15. október. Umsækjandi um meistaranám við Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild þarf að hafa lokið BS-prófi í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands eða öðru samsvarandi prófi og hafa gilt íslenskt hjúkrunarleyfi. Miðað er við að nemandi hafi að lágmarki 6,5 í aðaleinkunn úr BS prófi eða samsvarandi námi. Jafnframt þarf nemandi að búa yfir góðri íslensku og enskukunnáttu. Öll kennsla fer fram á íslensku. Nemendur sem lokið hafa BS-námi frá Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild Háskóla Íslands eða sambærilegu námi fá allt að 30 einingar metnar inn í MS-nám hafi þeir að lágmarki 6,5 í aðaleinkunn. Ef umsækjandi er með BS próf frá erlendum skóla fer fram samanburðarmat miðað við íslenska háskóla hjá Matsskrifstofu Háskóla Íslands. Út frá því er metið hvort umsækjandi þurfi að fara í forkröfunám til undirbúnings fyrir meistaranám. Koma má á framfæri óskum um tiltekna umsjónarkennara/leiðbeinendur um leið og sótt er um meistaranám (t.d. í greinargerð) þó deild sé ekki bundin af slíkum óskum. Athugið að þegar sótt er um meistaranám með áherslu á rannsóknaþjálfun verður að vera búið að semja við væntanlegan leiðbeinanda. Eftir að nám er hafið leggur nemandi fram rannsóknaráætlun í samvinnu við leiðbeinanda sem rannsóknanámsnefnd þarf að samþykkja áður en framkvæmd rannsóknar hefst. Umsækjandi þarf að senda inn rafræna umsókn um framhaldsnám. Viðbótargögn með rafrænni umsókn eru: Prófskírteini/einkunnir (gildir ekki um umsækjendur sem lokið hafa prófi frá HÍ). Þeir sem hafa lokið BS prófi frá öðrum háskóla verða að skila inn staðfestu afriti af prófskírteini (stimplað og á pappír). Ef umsækjandi er með BS próf frá erlendum háskóla fer fram samanburðarmat miðað við íslenska háskóla hjá Matsskrifstofu HÍ. Náms- og starfsferilsskrá (.pdf skrá) Nöfn tveggja umsagnaraðila (reitur á rafrænu umsóknareyðublaði). Áhugasvið og markmið með umsókn(vista formið á .pdf). Þetta gildir hvort sem áherslan er á klínískt starf, hjúkrunarstjórnun eða rannsóknaþjálfun. Hægt er að óska eftir tilteknum umsjónarkennara/leiðbeinanda í umsókn en er ekki nauðsynlegt þegar um er að ræða meistaranám með 30 eininga lokaverkefni. Fylgiskjölum á pappír skal komið til nemendaskrár, Háskólatorgi, 3. hæð. Við inntöku í meistaranámið fær nemandi úthlutað umsjónarkennara. Fyrir eða við upphaf náms ber nemandi ábyrgð á að mæla sér mót við umsjónarkennarann til að gera áætlun um námskeiðaval og áherslur í námi. Við inntöku í meistaranámið er einkum tekið mið af: Einkunnum úr BS-námi í hjúkrunarfræði Greinargerð þar sem umsækjandi gerir grein fyrir markmiðum sínum með náminu með sérstakri áherslu á fyrirhugað rannsóknarverkefni Geðhjúkrun, MS-nám Umsóknarfrestur í meistaranám er á vorin til 15. apríl og á haustin til 15. október. Umsækjandi um meistaranám við Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild þarf að hafa lokið BS-prófi í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands eða öðru samsvarandi prófi og hafa gilt íslenskt hjúkrunarleyfi. Miðað er við að nemandi hafi að lágmarki 6,5 í aðaleinkunn úr BS prófi eða samsvarandi námi. Jafnframt þarf nemandi að búa yfir góðri íslensku og enskukunnáttu. Öll kennsla fer fram á íslensku. Nemendur sem lokið hafa BS-námi frá Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild Háskóla Íslands eða sambærilegu námi fá allt að 20 einingar metnar inn í MS-nám í geðhjúkrun hafi þeir að lágmarki 6,5 í aðaleinkunn. Ef umsækjandi er með BS próf frá erlendum skóla fer fram samanburðarmat miðað við íslenska háskóla hjá Matsskrifstofu Háskóla Íslands. Út frá því er metið hvort umsækjandi þurfi að fara í forkröfunám til undirbúnings fyrir meistaranám. Koma má á framfæri óskum um tiltekna umsjónarkennara/leiðbeinendur um leið og sótt er um meistaranám (t.d. í greinargerð) þó deild sé ekki bundin af slíkum óskum. Umsækjandi þarf að senda inn rafræna umsókn um framhaldsnám. Viðbótargögn með rafrænni umsókn eru: Prófskírteini/einkunnir (gildir ekki um umsækjendur sem lokið hafa prófi frá HÍ). Þeir sem hafa lokið BS prófi frá öðrum háskóla verða að skila inn staðfestu afriti af prófskírteini (stimplað og á pappír). Ef umsækjandi er með BS próf frá erlendum háskóla fer fram samanburðarmat miðað við íslenska háskóla hjá Matsskrifstofu HÍ. Náms- og starfsferilsskrá (.pdf skrá) Nöfn tveggja umsagnaraðila (reitur á rafrænu umsóknareyðublaði). Umsagnarbréf frá einum vinnuveitanda (vinnuveitandi sendir bréfið í tölvupósti á umsókn@hi.is). Lýsing á áhugasviði og markmiðum. Hægt er að óska eftir tilteknum umsjónarkennara/leiðbeinanda í umsókn en er ekki nauðsynlegt þegar um er að ræða meistaranám með 30 eininga lokaverkefni. Fylgiskjölum á pappír skal komið til nemendaskrár, Háskólatorgi, 3. hæð. Við inntöku í meistaranámið fær nemandi úthlutað umsjónarkennara. Fyrir eða við upphaf náms ber nemandi ábyrgð á að mæla sér mót við umsjónarkennarann til að gera áætlun um námskeiðaval og áherslur í námi. Fjöldatakmörkun er í námið, sbr. 5. gr. reglna um takmörkun á inntöku nemenda í tilteknar námsgreinar við Háskóla Íslands nr. 153/2010. Í kennsluskrá kemur fram að annað hvert ár eru 15 nemendur teknir inn í námið. Ef fleiri umsækjendur uppfylla inntökuskilyrði en unnt er að taka inn í námið, skal val á nemendum fara fram á grundvelli eftirfarandi þátta: Námsárangurs í fyrra háskólanámi eða viðbótarnámi og/eða þátttöku í rannsóknum sem styrkja umsókn að mati námsstjórnar. Starfsreynslu eftir BS-próf í hjúkrunarfræði. Kynningarbréfs. Lýsing á áhugasviðum og markmiðum. Umsagnarbréfs vinnuveitanda. Kynjahlutfalls í greininni. Byrjað er á að bjóða þeim námspláss sem raðast efst. Ef umsækjandi afþakkar námspláss er næsta umsækjanda í röðinni boðið plássið. Námsstjórn í geðhjúkrun fjallar um umsóknirnar og tekur ákvörðun um val stúdenta. Ljósmóðurfræði til starfsréttinda, MS Umsóknarfrestur í nám í ljósmóðurfræði til starfsréttinda er til 15. apríl ár hvert. Inntökuskilyrði í meistaranám í ljósmóðurfræði til starfsréttinda er BS-gráða í hjúkrunarfræði eða öðru samsvarandi námi og hafa gilt íslenskt hjúkrunarleyfi. Miðað er við að nemandi hafi að lágmarki 6,5 í aðaleinkunn úr BS prófi eða samsvarandi námi. Ef umsækjandi er með BS próf frá erlendum háskóla fer fram samanburðarmat, miðað við íslenska háskóla, hjá Matsskrifstofu HÍ. Jafnframt þarf nemandi að búa yfir góðri íslensku- og enskukunnáttu. Öll kennsla fer fram á íslensku. Forkrafa er einnig að hafa lokið tveimur námskeiðum sem flokkast undir valnámskeið á 4. ári í hjúkrunarfræði: Kynheilbrigði 6e (vor) og Konur, heilsa og samfélag 6e (vor) eða Heilbrigði kvenna (10e) við Háskólann á Akureyri Umsækjandi þarf að senda inn rafræna umsókn um framhaldsnám. Viðbótargögn með rafrænni umsókn eru: Prófskírteini/einkunnir (gildir ekki um umsækjendur sem lokið hafa prófi frá HÍ). Þeir sem hafa lokið BS prófi frá öðrum háskóla verða að skila inn staðfestu afriti af prófskírteini (stimplað og á pappír). Ef umsækjandi er með BS próf frá erlendum háskóla fer fram samanburðarmat miðað við íslenska háskóla hjá Matsskrifstofu HÍ. Greinargerð (meðal annars forsendur fyrir vali á námi og áhugasvið umsækjanda) 800 - 900 orð. Náms- og starfsferilsskrá CV Öllum gögnum skal skilað í síðasta lagi 15. apríl. Fylgiskjölum á pappír skal komið til nemendaskrár, Háskólatorgi, 3. hæð. Fjöldatakmörkun er í námið (sbr. br. 128. gr. reglugerðar fyrir Háskóla Íslands nr. 458/2000 með áorðnum breytingum). Árlega eru 14 nemendur teknir inn. Verði umsækjendur fleiri fjallar námsnefnd í ljósmóðurfræði um umsóknirnar og tekur viðtöl við umsækjendur. Nefndin tekur endanlega ákvörðun um val á nemendum og vinnur samkvæmt reglum sem samþykktar hafa verið af Háskólaráði. Verði skráðir nemendur færri en 6, er ekki gert ráð fyrir að hafin verði kennsla í ljósmóðurfræði. Við inntöku í meistaranám í ljósmóðurfræði til starfsréttinda er tekið er mið af: Einkunnum úr námi í hjúkrunarfræði Annarri menntun og/eða starfsreynslu Frammistöðu í viðtali / Greinargerð Ljósmóðurfræði, MS-nám Umsóknarfrestur í meistaranám er á vorin til 15. apríl og á haustin til 15. október. Til að innritast í meistaranám í ljósmóðurfræði við Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild þarf nemandi að hafa lokið kandídatsprófi í ljósmóðurfræði frá Háskóla Íslands eða öðru samsvarandi prófi, með að lágmarki 6,5 í aðaleinkunn. Heimilt er að víkja frá reglunni um lágmarkseinkunn hafi umsækjandi t.d. sýnt fram á námshæfni og/eða hæfni í sjálfstæðum rannsóknum. Hafi nemandi lokið ljósmóðurfræðiprófi annars staðar frá getur hann sótt um mat á námsferli til inngöngu í meistaranámið. Umsækjandi þarf að senda inn rafræna umsókn um framhaldsnám. Viðbótargögn með rafrænni umsókn eru: Prófskírteini/einkunnir (gildir ekki um umsækjendur sem lokið hafa prófi frá HÍ). Þeir sem hafa lokið BS og/eða kandídatsprófi frá öðrum háskóla verða að skila inn staðfestu afriti af prófskírteini (stimplað og á pappír). Ef umsækjandi er með BS próf frá erlendum háskóla fer fram samanburðarmat miðað við íslenska háskóla hjá Matsskrifstofu HÍ. Náms- og starfsferilsskrá (.pdf skjal) Nöfn tveggja umsagnaraðila (reitur á rafrænu umsóknareyðublaði) Stutt lýsing á áhugasviði og námsmarkmiðum (vista formið á .pdf). Fylgiskjölum á pappír skal komið til nemendaskrár, Háskólatorgi, 3. hæð. Haustið 2019 tók gildi breytt námsskrá í ljósmóðurfræði. Kantídatsnám í ljósmóðurfræði féll niður. Í staðinn mun námi í ljósmóðurfræði ljúka með meistaragráðu til starfsréttinda. Til að geta sótt um nám í ljósmóðurfræði samkvæmt breyttri námsskrá þurfa umsækjendur að hafa lokið tveimur námskeiðum í hjúkrunarfræði sem flokkast undir valnámskeið á fjórða ári. Viðbótardiplómanám Gerð er krafa um að umsækjandur hafi lokið BS-prófi í hjúkrunarfræði (með að lágmarki 6,5 í aðaleinkunn) eða samsvarandi prófi og sé handhafi hjúkrunarleyfis á Íslandi. Umsækjendur um diplómanám þurfa að búa yfir góðri enskukunnáttu. Öll kennsla fer fram á íslensku. Heimilt er að gera forkröfu um að umsækjandi hafi allt að tveggja ára starfsreynslu í hjúkrun. Heimilt að víkja frá reglunni um BS-próf hafi umsækjandi aflað sér sérstakra starfsréttinda eða lokið ákveðnu formlegu námi á því sviði, sem tilgreint er í auglýsingu um viðkomandi diplómanám. Umsækjandi þarf að senda inn rafræna umsókn um framhaldsnám. Viðbótargögn með rafrænni umsókn eru: Prófskírteini/einkunnir (gildir ekki um umsækjendur sem lokið hafa prófi frá HÍ). Þeir sem hafa lokið BS prófi frá öðrum háskóla verða að skila inn staðfestu afriti af prófskírteini (stimplað og á pappír). Ef umsækjandi er með BS próf frá erlendum háskóla fer fram samanburðarmat miðað við íslenska háskóla hjá Matsskrifstofu HÍ. Náms- og starfsferilsskrá (.pdf format) Nöfn tveggja umsagnaraðila (reitur á rafrænu umsóknareyðublaði) Eingöngu fyrir 90 e diplómanám: Stutt greinargerð (200-300 orð) um forsendur fyrir vali á námi, áhugasvið og markmið. Fylgiskjölum á pappír skal komið til nemendaskrár, Háskólatorgi, 3. hæð. Kynfræði, þverfræðilegt viðbótardiplóma Umsóknarfrestur í diplómanám í kynfræði er til og með 15. apríl. Til að innritast í diplómanám í kynfræði þarf að hafa lokið BS-, BA-, B.Ed.- prófi eða öðru háskólanámi sem metið er jafngilt fyrsta háskólaprófi. Lágmarkseinkunn skal vera 6,5. Námsstjórnin metur próf frá öðrum skólum en Háskóla Íslands. Námið er ætlað fagfólki innan heilbrigðis-, uppeldis- og félagsvísinda, s.s. félagsfræðingum, félagsráðgjöfum, guðfræðingum, hjúkrunarfræðingum, kennurum, kynjafræðingum, læknum, mannfræðingum, sálfræðingum og lögfræðingum. Viðbótargögn með rafrænni umsókn eru: Prófskírteini/einkunnir (gildir ekki um umsækjendur sem lokið hafa prófi frá HÍ). Þeir sem hafa lokið BS prófi frá öðrum háskóla verða að skila inn staðfestu afriti af prófskírteini (stimplað og á pappír) Náms- og starfsferilsskrá CV Greinargerð um markmið með náminu (1/2 - 1 bls.) - (ekki er um sérstakt form að ræða). Doktorsnám Umsækjendur þurfa að hafa lokið MS-próf í hjúkrunarfræði eða ljósmóðurfræði eða sambærilegu MS/MA-prófi frá viðurkenndum rannsóknarháskóla. Nánari upplýsingar um inntökuskilyrði og umsóknarferlið í doktorsnám við Heilbrigðisvísindasvið. facebooklinkedintwitter