Skip to main content

Skiptinám

Skiptinám

Háskóli Íslands er í samstarfi við yfir 400 háskóla út um allan heim. Í því felast einstök tækifæri fyrir nemendur til að stunda hluta af háskólanámi sínu við erlenda háskóla, öðlast alþjóðlega reynslu og skapa sér sérstöðu.

Nemendur geta fengið skiptinámið metið inn í námsferil sinn við Háskólann svo dvölin þarf ekki að hafa áhrif á námstímann.

Ef sótt er um skiptinám í gegnum Nordplus og Erasmus+ áætlanirnar eru ferða- og dvalarstyrkir í boði. Í sumum tilfellum bjóðast einnig styrkir til skiptináms utan Evrópu.

Hvers vegna skiptinám?

Sjáðu um hvað námið snýst

""

Skiptinám um víða veröld

Háskóli Íslands er í samstarfi við yfir 400 háskóla um allan heim. Nemendur geta farið í skiptinám til Norðurlanda, Evrópu, Bandaríkjanna, Kanada, Mið- og Suður-Ameríku, Ástralíu, Nýja-Sjálands og Asíu.

Í leitargrunni yfir samstarfsskóla HÍ geta nemendur kannað hvaða möguleikar standa þeim til boða.

Skoða möguleika

""

Umsóknir

Sótt er um allt skiptinám til Alþjóðasviðs. 

Almennur umsóknarfrestur:
1. febrúar ár hvert

Viðbótarumsóknarfrestur um skiptinám á vormisseri 2026:
10. september 2025 
 

Hvað segja nemendur?

Alexander Sigurðarson
Kolbrún Brynja Róbertsdóttir
Áróra Gunnarsdóttir
Kolbrún Sara Másdóttir
Alexander Sigurðarson
Heimspeki- og viðskiptafræðinemi og skiptinemi við Minnesota-háskóla í Bandaríkjunum

Það má í raun segja að ég hafi farið í nám við HÍ vegna möguleika á að taka hluta af náminu erlendis. Það hafði alltaf verið draumur að búa í útlöndum og ég sá þarna kjörið tækifæri til að gera það og mennta mig í leiðinni. Ég myndi hiklaust og eindregið ráðleggja öllum að fara í skiptinám. Þetta er einstök lífsreynsla og tækifæri sem maður fær ekki endilega svo auðveldlega aftur í lífinu. Ef þetta er ekki það sem lífið snýst um þá veit ég ekki hvað, þ.e. að skora á sjálfan sig, upplifa nýja hluti, sækjast eftir því að kynnast fólki frá öðrum menningarheimum og stíga út fyrir þægindarammann á heimaslóðunum og fyrir vikið verða heilsteyptari og víðsýnni einstaklingur.

Hafðu samband

Alþjóðasvið
Háskólatorgi, 3. hæð
Sími: 525-4311
Netfang: ask@hi.is
Starfsfólk Alþjóðasviðs

Opið alla virka daga, kl. 10.00-15.00