Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild er til húsa í Eirbergi, Eiríksgötu 34, 101 Reykjavík. Eirberg Gagnlegar upplýsingar um Eirberg og starfsemina þar: Eirberg er opið frá kl. 7:30-16:00 virka daga. Umsjónarmaður sér um að opna og loka húsinu og hefur umsjón með viðhaldi húsmuna og tækja. Afgreiðslutími deildarskrifstofu er kl. 8-16 alla virka daga. Móttakan er opin frá kl. 9-10 mánudag til fimmtudags. Skrifstofan er lokuð á föstudögum. Sími móttöku er 525-4960. Símtölum er svarað alla daga á milli 9:00 og 15:00 og netfang er hjukrun [hjá] hi.is. Kaffistofa rekin af Félagsstofnun stúdenta er á 1. hæð í Eirbergi og er hún opin á meðan kennslu stendur á milli kl. 9:00 og 15:00. Við skipulag á félagsstarfi stúdenta í Eirbergi skal hafa samráð við umsjónarmann í Eirbergi eða deildarstjóra Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideildar. Eirberg er reyklaus vinnustaður og neysla áfengis er ekki leyfð í húsinu. Lesstofur Í kjallara í B-álmu í Eirbergi er að finna lesstofur og aðstöðu fyrir nemendur. Í A-álmu á 3. hæð í Eirbergi eru lesstofur fyrir doktorsnema og 1. hæð fyrir ljósmóðurfræðinema og MS nema. Færnisetur Í Færnisetri á 2. hæð í stofu 205 og í kjallara í stofu 005 í Eirbergi fer fram þjálfun og undirbúningur fyrir klínískt nám á heilbrigðisstofnunum. Verkefnastjóri Færniseturs er: María Lena Sigurðardóttir Bílastæði Nemendum er bent á að erfitt er að leggja bílum á bílastæði við Eirberg vegna framkvæmda við nýjan spítala. Bílastæði fyrir nemendur má finna sunnan við gömlu Hringbraut (fyrir ofan Læknagarð). Tölvuver Upplýsingatæknisvið HÍ sér um rekstur tölvuvera. Nemendur deildarinnar hafa aðgang að tölvuverum Háskólans. Á heimasíðu Upplýsingatæknisviðs er að finna margvíslegar gagnlegar upplýsingar og leiðbeiningar sem nemendur þurfa að kynna sér, t.d. um notendanöfn, tölvupóst, innhringisamband, útprentun o.fl. Bókasafn Nemendur og kennarar Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideildar hafa aðgang að þjónustu Bókasafns Landspítala og hefur verið gerður sérstakur samstarfssamningur milli deildarinnar og bókasafnsins. Nemendur finna sjálfir greinar úr tímaritum sem eru á safninu og ljósrita á sinn kostnað. Nemendur deildarinnar hafa einnig aðgang að Landsbókasafni - Háskólabókasafni í Þjóðarbókhlöðu. Skrifstofa Á deildarskrifstofu starfa átta starfsmenn og er skrifstofan staðsett á 1. hæð í A-álmu í Eirbergi. Starfsmenn á skrifstofu sinna meðal annars umsýslu við grunn- og framhaldsnám, þjónustu við nemendur og kennara og almennri upplýsingagjöf. Vinnustöðvar kennara í Eirbergi eru á 2. og 3. hæð í B-álmu og eru viðtalstímar eftir samkomulagi. facebooklinkedintwitter