Við Sálfræðideild vinna kennarar og nemendur að fjölbreyttum og spennandi rannsóknum. Þær beinast meðal annars að mati á hæfileikum og persónueinkennum fólks, þroska barna, lífsgildum, áráttu og þráhyggju, námi og kennslu með atferlisgreiningu, alhæfingu náms, mótun hegðunar, eðli sögu sálfræðikenninga, spilafíkn, skynjun, athygli, minni og öðru hugar- og heilastarfi. Sérsvið kennara við Sálfræðideild Andri Steinþór Björnsson Andri Steinþór Björnsson: Sálmeinafræði félagsfælni (social anxiety disorder) og líkamsskynjunarröskunar (body dysmorphic disorder), þróun meðferðar við þessum geðröskunum og stöðlun mælitækja til að meta þær. Mat á árangri sálrænnar meðferðar. Saga klínískrar sálfræði. Árni Kristjánsson Árni Kristjánsson: Rannsóknir í skynjunar- og taugasálfræði með sérstakri áherslu á verkan sjónkerfisins, augnhreyfingar og sjónræna athygli. Dagmar Kr. Hannesdóttir Dagmar Kr. Hannesdóttir: Rannsóknir á sviði klínískrar barnasálfræði, einkum meðferð og eðli taugaþroskafrávika (ADHD, einhverfurófsraskanir) og kvíða hjá börnum og unglingum. Daníel Þór Ólason Daníel Þór Ólason: Rannsóknir á sviði heilsusálfræði og próffræði: Megináherslur eru spilafíkn, tölvuleikjavandi og streita (sérstaklega á sviði sállífeðlisfræði). Einar Guðmundsson Einar Guðmundsson: Mælingar í sálfræði og sálfræðilegt mat, þroski barna, skaplyndi barna, sálfræði og menning. Fanney Þórsdóttir Fanney Þórsdóttir: Rannsóknir á sviði aðferðafræði. Mæliskekkja og brottfall í kvíða-, þunglyndis- og persónuleikamælingum. Áhrif svarmöguleika og orðalags atriða á gæði mælinga. Eiginleikar svarenda og gæði mælinga. Freyja Birgisdóttir Freyja Birgisdóttir: Megin rannsóknarsvið snýr að þróun máls og læsis frá leikskóla allt til unglingsára og hvernig sú þróun tengist öðrum sviðum þroska, til dæmis áhugahvöt, stýrifærni og sjálfstjórnun. Flest rannsóknarverkefni Freyju byggja á langtímagögnum þar sem forspárgildi málþroska, bernskulæsis og sjálfstjórnar í námsþróun og öðrum hliðum jákvæðs þroska er kannað. Meðal annarra nýlegra viðfangsefna eru tengsl ADHD, sjálfstjórnar og náms, sem og áhrif snemmtækra áhættuþátta (fjölskylduaðstæður, áhættuþættir sem tengjast fæðingu og málþroski) á þróun náms og læsis. Guðmundur Bjarni Arnkelsson Guðmundur Bjarni Arnkelsson: Meðal nýlegra viðfangsefna er mat á eiginleikum og réttmæti sálfræðilegra mælitækja og kunnáttuprófa, skimun, gerð viðmiða, tengsl félagslegra þátta, menningarneyslu og tómstundaiðju og áhrif grunnskóla á framfarir nemenda. Meðal aðferða sem ég beiti eru þáttagreining, ROC-greining, margstigalíkön þ.m.t. tímalíkön og tilreikningur brottfallsgilda. Guðmundur Ágúst Skarphéðinsson Guðmundur Ágúst Skarphéðinsson: Rannsóknaráhugi minn beinist að klínískri barna- og unglingasálfræði og gagnreyndu mati og meðferð á því sviði. Þó sérstaklega að meta og bæta klínískt mat og meðhöndlun á áráttu- og þráhyggjuröskun, kvíðaröskunum og skyldum röskunum hjá börnum og unglingum. Harpa Lind Jónsdóttir Harpa Lind Jónsdóttir: Öldrunarrannsóknir, heilsusálfræði, lífsálfélagslegir þættir, sálfræði og klínísk sálfræði. Heiða María Sigurðardóttir Heiða María Sigurðardóttir: Taugavísindi, skynjunarsálfræði, hugfræði, æðri sjónskynjun, formskynjun, hlutaskynjun, andlitsskynjun, sjónræn athygli, skynræn sérfræðiþekking (perceptual expertise), sveigjanleiki heilans og skynjunar, áhrif reynslunnar, lesblinda. Nánar má lesa um rannsóknarsvið Heiðu Maríu Sigurðardóttur á Vísindavef Háskóla Íslands. Heiða María er einn þriggja stjórnenda Rannsóknamiðstöðvar um sjónskynjun (Icelandic Vision Lab). Þar eru eru gerðar rannsóknir á sjónskynjun og öðrum hugarferlum. Á meðal rannsóknarefna eru sjónræn athygli, augnhreyfingar, hluta- og andlitsskynjun, sjónrænt minni, sjónræn „mynsturgreining“ (visual statistics) og áhrif náms og reynslu á skynferli. Rannsóknirnar eru margar hverjar grunnrannsóknir á virkni sjónkerfisins í dæmigerðu fullorðnu fólki. Sumar rannsóknirnar snúa þó sérstaklega að tilteknum hópi fólks. Þar má nefna börn, fólk með samskynjun (synesthesia), atvinnumenn í íþróttum, fólk með kvíðaraskanir, blint eða sjónskert fólk og fólk með lesblindu eða lesröskun (dyslexia). Nánari upplýsingar má finna á www.visionlab.is. Ragna Benedikta Garðarsdóttir Ragna Benedikta Garðarsdóttir: Félagssálfræði neyslusamfélaga og efnahagslífsins; efnishyggja, umhverfishegðun og -viðhorf, líðan, sjálfsmynd og líkamsmynd, fortölur. Ragnar P. Ólafsson Ragnar P. Ólafsson: Sálmeinafræði kvíða- og lyndisraskana ásamt mælingum og mati á einkennum þeirra og árangri meðferðar. Rannsóknir á næmisþáttum og viðhaldandi þáttum í geðröskunum, svo sem hugsanastjórn í áráttu- og þráhyggjuröskun, hugnæmi (cognitive reactivity) og þunglyndisþönkum (rumination) í þunglyndi og árangri forvarnarmeðferðar á því sviði. Rannsóknir beinast einnig að próffræðilegum eiginleika matstækja fyrir kvíða- og lyndisraskanir. Sigurður J. Grétarsson Sigurður J. Grétarsson: Þroski barna og uppeldisskilyrði, saga og eðli sálfræðinnar, sálfræði í nútímasamfélagi. Sigurgrímur Skúlason Sigurgrímur Skúlason: Mælinga- og próffræði, bæði prófagerð og rannsóknir á eiginleikum prófa, til dæmis réttmæti og staðfestandi þáttalíkön. Í aðalstarfi Sigurgríms hjá Menntamálastofnun er megináhersla á kunnáttu, stöðu- og skimunarpróf fyrir skólakerfið, til dæmis samræmd könnunarpróf, inntökupróf á háskólastigi og fjölmörg próf tengd lestri. Einnig hefur Sigurgrímur komið að þróun og vinnu að greindarprófi (WISC-IV), málþroskaprófum (MUB, MELB, Hljóðfærni, TOLD), skimunarprófum fyrir heilsugæslu (BRIGANCE) og kvörðum af geðrænum toga. Steinunn Gestsdóttir Steinunn Gestsdóttir: Þróun sjálfstjórnar og hvernig hún tengist þroskaframvindu barna og ungmenna, sérstaklega aðlögun að grunnskóla og æskilegum þroska ungmenna. Urður Njarðvík Urður Njarðvík: Klínísk barnasálfræði, einkum mótþróaþrjóskuröskun, ADHD og kvillar á einhverfurófi. Rannsóknir Urðar beinast m.a. að tilfinningastjórnun barna og tengslum hennar við þróun hegðunarvanda, mælingum á árangri meðferða við hegðunarvanda barna og samslætti hegðunarraskana, kvíða og þunglyndis. Vaka Vésteinsdóttir Vaka Vésteinsdóttir: Rannsóknir á sviði spurningakannana og prófa með áherslu á gerð spurningalista og mat á gæðum spurninga, sérstaklega orðalag spurninga, samhengisáhrif og mælivillur, til dæmis jáhneigð og félagslega æskileg svör í persónuleika- og viðhorfsmælingum. Zuilma Gabríela Sigurðardóttir Zuilma Gabríela Sigurðardóttir: Atferlisgreining og atferlismeðferð, rannsóknir á áreitisjöfnun (stimulus equivalence) eins og þau tengjast máltöku, yfirfærsla og alhæfing náms, beiting gagnreyndra aðferða í skólum til lausnar á hegðunar- og námsvanda, öryggi barna í innkaupakerrum, öryggi á vinnustöðum og fyrirbyggjandi aðgerðir sem felast í hegðun fólks á víðu vettvangi. Tengt efni Styrkir og sjóðir við HÍ facebooklinkedintwitter