Vísindasmiðja Háskóla Íslands býður upp á dagskrá fyrir skólahópa þeim að kostnaðarlausu. Smiðjan er opin þriðjudaga til föstudaga frá 9:15-10:45 og frá 11:00-12:30. Vísindasmiðjan er að hluta grundvölluð á veglegri gjöf frá Orkuveitu Reykjavíkur. Hún afhenti Háskóla Íslands allan þann búnað og tæki sem áður tilheyrðu Rafheimum í Elliðaárdal og notaður var til fræðslu skólabarna. Háskólinn tók við gjöf Orkuveitunnar með fyrirheit um að búnaður og tæki yrði notað áfram til fræðslu ungmenna og yrðu hvati að fjölbreyttum og lifandi kennsluaðferðum Nánari upplýsingar og skráning eru á vef Vísindasmiðjunnar. Markmið Markmið smiðjunnar er að efla áhuga ungmenna á vísindum og fræðum með gagnvirkum og lifandi hætti og styðja þannig við kennslu á sviði náttúru- og raunvísinda. Fyrir hvern er Vísindasmiðjan? Smiðjan er opin skólahópum og hentar best fyrir 6. - 10. bekk grunnskóla. Heimsóknir eru grunnskólum að kostnaðarlausu. Starfsmenn og leiðbeinendur í smiðjunni eru kennarar og nemendur Háskóla Íslands. Hvenær er opið fyrir almenning? Vísindasmiðjan er opin fyrir almenning við ýmis tækifæri, svo sem á Háskóladeginum, á Barnamenningarhátíð og á degi Legó keppninnar. Vísindasmiðjan leggur áherslu á að: efla áhuga ungmenna á vísindum með gagnvirkum og lifandi hætti styðja við kennslu á sviði náttúru- og raunvísinda miðla vísindalegri þekkingu til samfélagsins Tengt efni Ungir vísindamenn Nýsköpunarkeppni grunnskólanna Háskóli ungafólksins Háskólalestin FLL tækni-og hönnunarkeppni facebooklinkedintwitter