Skip to main content

Inntökupróf Læknadeildar og Tannlæknadeildar

Inntökupróf Læknadeildar og Tannlæknadeildar - á vefsíðu Háskóla Íslands

Inntökupróf 2025

(1. júlí 2025)

Niðurstöður inntökuprófs fyrir læknisfræði sjúkraþjálfunarfræði og tannlæknisfræði sem haldið var dagana 5. og 6. júní 2025 liggja nú fyrir

Svarbréf hafa verið send til allra próftaka með tölvupósti á umsóknarnetföng þeirra. 

  • Boð um nám samþykkt eða hafnað fyrir kl. 18 miðvikudaginn 9. júlí 2025
    Þeir próftakar sem öðlast rétt til náms þurfa að staðfesta í tölvupósti hvort þeir ætli að nýta þann rétt eða ekki, læknisfræði: tjonah@hi.is, sjúkraþjálfunarfræði: saa@hi.is og tannlæknisfræði: srv2@hi.is. ATH. Taka þarf fram nafn og kennitölu. 

  • Greiðslufrestur skrásetningargjalds rennur út 20. júlí 2025
    Fljótlega eftir að svarbréf hafa verið send út mun möguleiki til greiðslu á skrásetningargjaldinu, kr. 75.000,- birtast inn í samskiptagáttinni undir flipanum "Yfirlit umsókna". 

Mánudagurinn 11. ágúst - Kennsla hefst í læknisfræði (ath. skyldumæting fyrstu vikuna)

Mánudagurinn 19. ágúst - Kennsla hefst í sjúkraþjálfunarfræði og tannlæknisfræði

  • Frestur til að sækja um annað nám rennur út 20. júlí 2025
    Eftir að niðurstöður hafa verið birtar munu þeir próftakar sem ekki öðlast rétt til náms í Læknadeild eða Tannlæknadeild, eða afþakka hann, eiga þess kost að sækja um í annað nám í gegnum umsóknagátt HÍ og gegn greiðslu skrásetningargjalds skv. reglum Háskóla Íslands.

  • Greiðslufrestur skrásetningargjalds fyrir annað nám rennur út 12. ágúst 2025
    Fljótlega eftir að umsóknir í annað nám hafa verið afgreiddar mun möguleiki til greiðslu á skrásetningargjaldinu, kr. 75.000,- birtast inn í samskiptagáttinni undir flipanum "Yfirlit umsókna".


Vinsamlegast hafðu samband við skrifstofu Læknadeildar í síma 525 4899 eða á netfang medicine@hi.is hafir þú fyrirspurnir eða athugasemdir.

Tengt efni:
Inntökupróf í læknisfræði og sjúkraþjálfun við Háskóla Íslands