
Háskóli Íslands á Hallormsstað
Í hjarta Hallormsstaðaskógar sameinast náttúra, handverk og fræðileg þekking í námi í Skapandi sjálfbærni. Þetta er fyrsta staðbundna háskólanámið á Austurlandi, þar sem nemendur þróa færni í verklegri vinnu, sjálfbærni og nýsköpun. Námið er samstarfsverkefni Háskóla Íslands og Hallormsstaðaskóla og byggir á fyrstu skólanámskrá Hallormsstaðaskóla, sem á sér sterkan grunn og gildi sem eiga vel við í nútímanum.
Velkomin á Hallormsstað
Opið er fyrir síðbúnar umsóknir um nám í Skapandi sjálfbærni á Hallormsstað fyrir haust 2025. Senda skal tölvupóst á hallormsstadur@hi.is og tilgreina nafn og kennitölu til að fá tengil á umsóknargátt.
Fjölbreyttar opnar vinnustofur og námskeið eru reglulega í boði á Hallormsstað og eru þær auglýstar sérstaklega. Fyrirspurnir skal senda á hallormsstadur@hi.is.