Skip to main content

Skapandi sjálfbærni á Hallormsstað - Grunndiplóma

Skapandi sjálfbærni á Hallormsstað - Grunndiplóma

Menntavísindasvið

Skapandi sjálfbærni á Hallormsstað

Grunndiplóma – 60 einingar

Nám í Skapandi sjálfbærni á Hallormsstað sameinar fræðilega þekkingu og verklega færni með áherslu á sjálfbærni, nýsköpun og tengingu við samfélag og umhverfi.  Kennsla fer fram á Hallormsstað þar sem saga staðarins og náttúran mynda lifandi vettvang námsins. Í hæglæti skógarins skapast tækifæri, andrými og aðstaða til að rannsaka og rækta eigin sköpunarkraft og koma hugmyndum í framkvæmd.

Kennsla fer fram í staðnámi á Hallormsstað í einstöku námsumhverfi og náttúru Austurlands. Á Hallormsstað eru stúdentagarðar í boði.

Skipulag náms

X

Lifað af landinu (SKS101G)

Námskeiðið gefur nemendum tækifæri til að vinna með auðlindir og hráefni úr íslenskri náttúru með áherslu á sjálfbærni og siðfræði náttúrunýtingar. Nemendur læra hefðir og aðferðir nytjasöfnunar, ásamt ferlinu frá uppruna hráefnis til endurvinnslu eða eyðingar. Kenndar eru viðurkenndar aðferðir í meðhöndlun hráefna, með áherslu á nýsköpun og skapandi hugsun. Nemendur öðlast innsýn í nýtingu staðbundinna hráefna og efnisþekkingu sem gefur ríkari vistkerfisvitund.

Nemendur öðlast einnig innsýn í mismunandi vistkerfi og líffræðilegan fjölbreytileika. Nemendur safna hráefnum úr náttúrunni og vinna þau áfram. Áhersla er lögð á ábyrga nýtingu og verklega færni sem stuðlar að sjálfbærni og seiglu samfélaga, með samfélag og lífríki að leiðarljósi.

Námskeiðið er kennt í staðnámi á Hallormsstað á Austurlandi.

Kennslan fer fram í formi fyrirlestra, vettvangsferða, verklegrar vinnu og umræðu. Nemendur munu fá tækifæri til að taka þátt í nytjasöfnun og varðveislu hráefna úr náttúrunni.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hafðu samband

Kennsluskrifstofa Menntavísindasviðs
1. hæð, Stakkahlíð – Enni
Opið kl. 8.15 – 15.00 alla virka daga
Sími 525 5950
mvs@hi.is

Upplýsingar um aðstöðu á Hallormsstað

""

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.