Skapandi sjálfbærni á Hallormsstað - Grunndiplóma


Skapandi sjálfbærni á Hallormsstað
Grunndiplóma – 60 einingar
Nám í Skapandi sjálfbærni á Hallormsstað sameinar fræðilega þekkingu og verklega færni með áherslu á sjálfbærni, nýsköpun og tengingu við samfélag og umhverfi. Kennsla fer fram á Hallormsstað þar sem saga staðarins og náttúran mynda lifandi vettvang námsins. Í hæglæti skógarins skapast tækifæri, andrými og aðstaða til að rannsaka og rækta eigin sköpunarkraft og koma hugmyndum í framkvæmd.
Kennsla fer fram í staðnámi á Hallormsstað í einstöku námsumhverfi og náttúru Austurlands. Á Hallormsstað eru stúdentagarðar í boði.
Skipulag náms
Hafðu samband
Kennsluskrifstofa Menntavísindasviðs
1. hæð, Stakkahlíð – Enni
Opið kl. 8.15 – 15.00 alla virka daga
Sími 525 5950
mvs@hi.is

Hjálplegt efni
Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.