Umsóknarferlið fyrir framhaldsnám getur verið breytilegt á milli námsleiða.
Í mörgum deildum er tekið er við umsóknum doktorsnema utan hefðbundins umsóknarfrests í framhaldsnám.
- Frekari upplýsingar veita Miðstöð framhaldsnáms og deildarskrifstofur.
Yfirlit fyrir umsækjendur
-
1
Umsóknarfrestur
Umsóknarfrestur um meistaranám við Háskóla Íslands er frá byrjun mars til og með 15. apríl fyrir heilsársnám.
Umsóknarfrestur til að hefja nám á vormisseri er frá miðjum september til og með 15. október.
Hægt er að sækja um innritun í diplómanám á meistarastigi í deildum Félagsvísindasviðs, Mennavísindasviðs, Sagnfræði- og heimspekideild og í lýðheilsuvísindum til 15. júní. Einnig er hægt að sækja um tilteknar leiðir í diplómanámi á Félagsvísindasviði til 30. nóvember þegar hefja á nám á vormisseri.
Breytilegur umsóknarfrestur er fyrir doktorsnám.
-
2
Inntökuskilyrði í framhaldsnám
Inntökuskilyrði í framhaldsnám við HÍ eru mismunandi eftir námsgreinum.
Reglur deilda kveða á um nauðsynlegan undirbúning og prófgráður sem krafist er sem undanfara framhaldsnáms í hverju tilviki.
Upplýsingar um inntökuskilyrði (aðgangskröfur) er að finna í kennsluskrá og á vefsíðum fræðasviða og deilda.
-
3
Hvaða gögn þarftu að hafa tilbúin þegar sótt er um?
Kröfur deilda um fylgiskjöl með rafrænni umsókn eru mismunandi. Í umsókninni er mögulegt að þú þurfir að setja tiltekin skjöl inn á pdf formi. Hér getur þú kynnt þér hvaða gögn þurfa að fylgja þinni umsókn . Góð regla er að safna saman gögnum áður en sótt er um nám.
Athugið að senda þarf inn staðfest afrit af prófskírteini*/námsferli á pappír til: Nemendaskrá HÍ, Háskólatorgi, Sæmundargötu 4, 101 Reykjavík.
Doktorsnemar þurfa að skila öllum fylgigögnum til Nemendaskrár HÍ innan þeirra tímamarka sem viðkomandi deild setur.
Frekari upplýsingar um fylgigögn með umsóknum er hægt að fá hjá viðeigandi deildarskrifstofu.
Síðasti skiladagur fylgigagna er30. apríl vegna haustmisseris og 31. október vegna vormisseris.
*Umsækjendur sem lokið hafa grunnnámi frá HÍ eftir 1981 þurfa ekki að skila afriti af prófskírteini.
-
4
Sótt um
Einungis er hægt að sækja um nám með rafrænum hætti. Rafrænt umsóknareyðurblað er aðgengilegt á umsóknartíma.
Nánari upplýsingar um umsókn er hægt að fá hjá viðeigandi deildarskrifstofu, Nemendaskrá (opið: 9:00-12:00 og 12:30-15:00) eða á Þjónustuborði Háskólatorgi ( opið: mán-fim 8:30-17:00 og föst 8:30-16:00)
-
5
Veflykill til að fylgjast með umsókn
Við lok skráningu umsóknar þarf að staðfesta umsóknina. Að því loknu fá umsækjendur sendan veflykil í tölvupósti sem þarf að varðveita vel.
Á upplýsingasíðu fyrir umsækjendur þarf að fylgjast með framgangi umsóknarinnar. Þar slærðu inn kennitölu og veflykilinn. Veflykilinn er einungis notaður til þess að komast inn á þessa síðu.
Ef veflykill glatast getur þú haft sambandi við Nemendaskrá HÍ eða Þjónustuborðið á Háskólatorgi.
Athugið að svar við umsókn er einungis rafrænt inni á upplýsingasíðunni.
-
6
Skrásetningargjald
Ef umsókn er samþykkt birtist krafa um greiðslu skrásetningargjalds í heimabanka umsækjanda ásamt rafrænum reikningi.
Ef þú hefur sótt um í fleiri en eina námsleið og fær samþykki inn í nám í báðar eða fleiri námsleiðir þarf að hafa samband við Nemendaskrá og tilkynna hvaða nám umsækjandi hyggst stunda.
Skrásetningargjald HÍ er kr. 75.000 sjá nánar um skrásetningargjöld.
Skrásetningargjaldið er ekki endurgreitt, hætti stúdent námi.
-
7
Skrásetningargjald greitt, hvað svo?
Sólarhring eftir að skrásetningargjaldið hefur verið greitt geta nýir nemendur við HÍ farið inn á upplýsingasíðu fyrir umsækjendur og sótt notendanafn og lykilorð fyrir Uglu, innri vef Háskóla Íslands.
Nýja notandanafnið og lykilorðið virkjast á tveimur klukkustundum, að þeim tíma liðnum getur þú byrjað að nota Ugluna.
-
8
Hver er þessi Ugla ?
Ugla er innri vefur HÍ. Í Uglunni nálgast þú allar upplýsingar um námið þitt og námsframvindu. Þú getur haft samskipti við kennara, svið og deildir. Þú getur séð kennsluskrá, stundatöfluna, námsferil, námskeið og einkunnir.
Í Uglunni eru líka upplýsingar um þjónustu, tilkynningar og fræðslu. Þar er að finna smáauglýsingar, kerfi og verkfæri sem þú getur nýtt og margt fleira.
Hér færð þú upplýsingar um kerfi og forrit sem þú getur fengið aðgang að þegar aðgangur þinn í Uglu hefur verið virkjaður.