Kennarar við Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild reka öflugt rannsóknastarf, bæði í einyrkjastarfi og í samstarfi við aðra aðila, innlenda sem erlenda. Í tengslum við rannsóknir sínar reka fjölmargir rannsóknasetur. Fastir kennarar deildarinnar eru virtir fræðimenn sem tekið hafa þátt í mótun þjóðfélagsumræðunnar bæði hér á landi og erlendis. Rannsóknarvirkni þeirra er með því besta sem gerist við Háskóla Íslands. Kennarar birta greinar í virtum tímaritum og gefa út bækur sem m.a. nýtast nemendum í námi sínu. Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands hefur verið starfrækt frá árinu 1986. Hlutverk hennar er m.a. að efla félags-, mannfræði- og þjóðfræðivísindi á Íslandi með hagnýtum og fræðilegum rannsóknum. Sem dæmi um rannsóknarsvið stofnunarinnar eru: kjarakannanirmenntarannsóknirvinnustaðaúttektirrannsóknir á kynbundnum launamunviðhorfakannanir Innan Félagsvísindastofnunar starfar fjöldi sjálfstæðra rannsóknastofa sem tengjast rannsóknarverkefnum kennara. Show Stofur og setur Fræðasetur þriðja geiransMannfræðistofnunMARK - Miðstöð margbreytileika og kynjarannsóknaMiðstöð rannsóknarblaðamennsku á ÍslandiRannsóknarsetur í fötlunarfræðumRannsóknarsetur um fólksflutninga og fjölmenninguRannsóknasetur um fjölmiðlun og boðskiptiRannsóknarstofa í afbrotafræðiRannsóknasetur í safnafræðumRannsóknamiðstöð í þjóðfræðiSérfræðisetur í ævilangri náms- og starfsráðgjöfSundstofan: Rannsóknarmiðstöð um sundlaugar og samfélagÞjóðmálastofnun Show Málstofur Reglulega eru haldnir fyrirlestrar og málstofur á vegum Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideildar þar sem innlendir og erlendir fræðimenn kynna rannsóknir sínar og verkefni. Einnig standa rannsóknarstofur sem tengjast deildinni fyrir fjölmörgum málstofum og fyrirlestrum. Upplýsingar um málstofur er að öllu jöfnu að finna á viðburðadagatali Háskóla Íslands og á vefsíðu Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideildar. Show Hlaðvörp Raddir margbreytileikans er mannfræðihlaðvarp þar sem rætt verður við íslenska mannfræðinga. Show Lokaverkefni Á hverju ári útskrifar deildin fjöldann allan af nemendum úr meistara- og grunnnámi. Lokaverkefni þessara nemenda er að finna á Þjóðarbókhlöðu, Landsbókasafni Íslands Háskólabókasafni og á Skemmunni, sem er rafrænt gagnasafn Háskóla Íslands og fleiri menntastofnana. Lokaverkefni nemenda deildarinnar eru fjölbreytt og áhugaverð og í þeim er velt upp hinum ýmsu hliðum félags-, mannfræði- og þjóðfræðivísindanna. Show Útgáfa Árlega er haldin ráðstefnan Þjóðarspegillinn. Jafnframt standa kennarar deildarinnar og stofnanir henni tengdar að margvíslegri útgáfu ár hvert. facebooklinkedintwitter