Námskeiðum lýkur að jafnaði á tilsettum degi í lok hvers misseris með prófi eða verkefni. Til að stúdent fái að leysa lokaverkefni eða þreyta próf verður hann að vera skráður í námskeiðið og hafa uppfyllt skilyrði um viðvist eða ástundun ef um það er að ræða. Til að standast hvert einstakt námskeið þarf jafnan lágmarkseinkunnina 5. Almenn próf eru haldin 2. til 18. desember og 25. apríl til 10. maí. Sjúkrapróf eru haldin í fjóra til sex daga í kjölfar almennra próftímabila. Sjá nánar í reglum um fyrirkomulag prófa og endurtöku prófa. Show Námsmat Mat og einkunnir Námsmat getur byggst á skriflegum, munnlegum eða verklegum prófum, ritgerðum og verkefnum. Í námskeiðum sem skipulögð eru í sjálfstæðum þáttum er heimilt að fara fram á að stúdentar standist lágmarkskröfur í hverjum þætti fyrir sig. Einkunnir eru gefnar í heilum og hálfum tölum frá 0 til 10. Í einstökum tilvikum lýkur námskeiði með vitnisburðinum um að námskeiði sé lokið án þess að einkunn sé gefin í tölum. Líta ber á skiladag verkefnis á sama hátt og um prófdag væri að ræða. Kennara er ekki skylt að taka við verkefni sem berst eftir tilsettan skiladag. Kennari getur gefið stúdent frest í nokkra daga ef gildar ástæður eru fyrir hendi, þó aldrei lengur en svo að hann geti skilað einkunn stúdents fyrir námskeiðið í Uglu fyrir tilskilinn skiladag. Sé verkefni ekki skilað á réttum tíma skal litið á það á sama hátt og fall á prófi. Ströng viðurlög gilda ef stúdentar hafa rangt við á prófi eða fylgja ekki reglum um verkefnaskil. Viðurlög geta varðað endurtöku prófs eða verkefnis, brottvísun úr námskeiði eða jafnvel úr skóla. Sjá nánar í Kennsluskrá. Show Próf Öll próf skulu haldin á fyrirfram auglýstum stað og tíma. Almanak HÍ sýnir hvenær próftafla er birt. Prófaskrifstofa HÍ stjórna prófum en prófverðir sjá um framkvæmd í hverri stofu og framfylgja reglum og fyrirmælum um próf. Próftími skal vera 2–4 klukkustundir og er lengd ákveðin af umsjónarkennara námskeiðs meðal annars með tilliti til stærðar námskeiðs, efnisumfangs og hlutfalls prófs af heildarnámsmati. Ekki er heimilt að framlengja próftíma nema sérstakar ástæður komi til og skal tilkynna um slíkt a.m.k. hálftíma fyrir auglýst lok prófs að höfðu samráði við umsjónarkennara námskeiðs. Stúdentum er óheimilt að bera á sér farsíma meðan á prófi stendur. Ekki er heimilt að yfirgefa prófstofu um stundarsakir nema með leyfi og undir eftirliti prófvarðar. Kennari námskeiðs skal vera til taks meðan á prófi stendur. Komi upp óvissa um tiltekin atriði í prófi skal kennari veita öllum stúdentum sömu skýringu. Þurfi kennari að ræða við einstaka stúdent skal hann gæta þess að samtalið trufli ekki aðra próftaka. Skil á einkunnum Umsjónarkennarar námskeiða skila niðurstöðum námsmats inn á kennsluvef námskeiðsins og Uglu eigi síðar en tveimur vikum eftir að próf er haldið eða verkefnum skilað. Prófsýning og prófdómur Stúdentar eiga rétt á að skoða prófúrlausnir sínar og fá skýringar á mati hjá viðkomandi umsjónarmanni námskeiðs ef þeir æskja þess innan 15 daga frá því að einkunn hefur verið birt. Sama gildir ef verkefni eða verkleg frammistaða eru grundvöllur að lokamati í námskeiði. Uni stúdent ekki skýringum á mati getur hann farið fram á endurmat enda sendi hann rökstudda greinargerð innan tveggja vikna til námsbrautarstjóra eða deildarforseta, sem metur málið í samráði við viðkomandi umsjónarmann. Ef stúdent unir ekki þeim úrskurði getur hann innan tveggja vikna krafist þess að kallaður sé til utanaðkomandi prófdómari og gildir þá úrskurður hans. Fjarpróf Nemendur við HÍ geta sótt um að þreyta próf sín á öðrum stað en innan skólans, t.d. vegna dvalar erlendis, og verða þá sjálfir að útvega próftökustað og umsjónaraðila. Próftökustaður skal vera háskóli eða sendiráð/ræðismaður. Einnig geta nemendur, hvort heldur í stað- eða fjarnámi, sótt um að þreyta próf utan höfuðborgarsvæðisins á prófstöðum sem eru jafnframt símenntunarstöðvar. Sjá nánar: https://www.hi.is/nam/prof#fjarprof. Sjá nánar í Kennsluskrá. Gagnlegir tenglar Einingamat og einkunnir Próf við Háskóla Íslands Sértæk úrræði facebooklinkedintwitter