Menntun fyrir alla Tryggja öllum jafnan aðgang að góðri menntun og tækifæri til náms alla ævi 4.1 Eigi síðar en árið 2030 verði tryggt að allar stúlkur og drengir ljúki góðri grunnskólamenntun á jafnréttisgrundvelli án endurgjalds til að öðlast viðeigandi og gagnlega menntun. 4.2 Eigi síðar en árið 2030 verði tryggt að allar stúlkur og drengir eigi þess kost að þroskast og dafna frá unga aldri, fá umönnun og leikskólamenntun til að búa þau undir grunnskóla. 4.3 Eigi síðar en árið 2030 verði öllum konum og körlum tryggður jafn aðgangur að góðu tækni-, starfs- og framhaldsnámi, þar á meðal á háskólastigi, á viðráðanlegu verði. 4.4 Eigi síðar en árið 2030 hafi ungmennum og fullorðnum með hagnýta kunnáttu fjölgað umtalsvert, þar á meðal á sviði tækni- og starfsmenntunar, til þess að geta gegnt viðeigandi störfum, fengið mannsæmandi vinnu og stundað frumkvöðlastarfsemi. 4.5 Eigi síðar en árið 2030 hafi kynjamismunun í menntakerfinu verið afnumin og jafn aðgangur að námi á öllum stigum tryggður og starfsþjálfun fyrir fólk í viðkvæmri stöðu, þar á meðal fyrir fatlað fólk, frumbyggja og börn sem búa við erfiðar aðstæður. 4.6 Eigi síðar en árið 2030 verði tryggt að öll ungmenni og stór hluti fullorðinna, bæði karlar og konur, hafi náð tökum á lestri og skrift og öðlast talnaskilning. 4.7 Eigi síðar en árið 2030 verði tryggt að allir nemendur öðlist nauðsynlega þekkingu og færni til þess að ýta undir sjálfbæra þróun, meðal annars með menntun sem er ætlað að efla sjálfbæra þróun og sjálfbæran lífsstíl, með því að hlúa að friðsamlegri menningu, með mannréttindum, kynjajafnrétti, alheimsvitund, viðurkenndri menningarlegri fjölbreytni og framlagi menningar til sjálfbærrar þróunar. Vísindamenn tengdir markmiðinu Anna Lind G PétursdóttirPrófessor5255979annalind [hjá] hi.is Auður PálsdóttirDósent5255332audurp [hjá] hi.is Baldur SigurðssonPrófessor emeritusbalsi [hjá] hi.is Berglind GísladóttirDósent5255338berglindg [hjá] hi.is Berglind Rós MagnúsdóttirPrófessor5255352brm [hjá] hi.is Björn Viðar AðalbjörnssonDósent6962911bva [hjá] hi.is Bryndís Eva BirgisdóttirPrófessorbeb [hjá] hi.is Edda ÓskarsdóttirDósenteddao [hjá] hi.is Elsa EiríksdóttirPrófessor5255926elsae [hjá] hi.is Eyrún María RúnarsdóttirDósent5255527emr [hjá] hi.is Guðrún Valgerður StefánsdóttirPrófessor emerita5255366gvs [hjá] hi.is Hanna RagnarsdóttirPrófessor5255377hannar [hjá] hi.is Helga Rut GuðmundsdóttirPrófessor5255385helgarut [hjá] hi.is Íris EllenbergerDósent5255998irisel [hjá] hi.is Jóhanna KarlsdóttirFyrrverandi lektor5255503johannak [hjá] hi.is Jónína EinarsdóttirPrófessor emerita5254508je [hjá] hi.is Kristín BjarnadóttirPrófessor emeritus5657647krisbj [hjá] hi.is Katrín ÓlafsdóttirLektor5255329katrino [hjá] hi.is Kristín NorðdahlDósent5255522knord [hjá] hi.is Kristín Vala RagnarsdóttirPrófessor emerita5255886vala [hjá] hi.is Matthias BookPrófessor5254930book [hjá] hi.is Michael DalFyrrverandi dósent5255538michael [hjá] hi.is Ólafur Páll JónssonPrófessor5255541opj [hjá] hi.is Renata Emilsson PeskováLektorrenata [hjá] hi.is Sara Margrét ÓlafsdóttirDósentsaraola [hjá] hi.is Þróunarlönd 4.A Byggð verði upp og endurbætt aðstaða til menntunar fyrir börn, óháð kyni, svo að allir geti lært í öruggu og friðsamlegu umhverfi án aðgreiningar, fatlaðir sem aðrir. 4.B Eigi síðar en árið 2020 hafi námsstyrkjum sem standa þróunarlöndum til boða verið fjölgað um heim allan, einkum í þeim löndum sem eru skemmst á veg komin, þ.e. smáeyríkjum og Afríkuríkjum, til að efla háskólamenntun í þróunarlöndum, þar á meðal starfsnám og upplýsinga- og samskiptatækni, tækninám, verkfræði og raunvísindi. 4.C Eigi síðar en árið 2030 verði framboð á menntuðum og hæfum kennurum aukið verulega, meðal annars með alþjóðlegri samvinnu um kennaramenntun í þróunarlöndum, einkum þeim sem eru skemmst á veg komin og smáeyríkjum. Tengt efni Háskólinn og heimsmarkmiðin facebooklinkedintwitter