Vísindagarðar Háskóla Íslands ehf. er félag í 94,6% eigu Háskólans og 5,4% í eigu Reykjavíkurborgar. Félagið var stofnað til að efla samstarf fyrirtækja, rannsóknastofnana og háskóla um nýsköpun og skapa aðstöðu fyrir frumkvöðla Félagið hyggst reisa miðstöð frumkvöðla og nýsköpunar á lóð sem það hefur til umráða. Fyrirmyndin er sótt til Evrópu og Bandaríkjanna þar sem uppbygging vísindagarða hefur verið hröð. Rannsóknir sýna að samstarf atvinnulífs og háskóla á sviði tækni og vísinda með nýsköpun að markmiði skilar góðum árangri ef slík miðstöð nýsköpunar er fundin staður nálægt öflugum háskóla. Háskóli Íslands lagði félaginu til lóð sunnan Sturlugötu fyrir húsnæði sem tengist verkefninu með beinum eða óbeinum hætti. Sumarið 2012 var samþykkt nýtt deiliskipulag fyrir svæðið. Félagsstofnun stúdenta hefur hafið framkvæmdir og mun þeim ljúka 2013. Óvíst er hvenær aðrar framkvæmdir hefjast, en með nýju deiliskipulagi er hægt að hrinda verkefnum af stað með stuttum fyrirvara þegar aðstæður leyfa. Tilgangur, hlutverk og markmið Tilgangur félagsins, samkvæmt samþykktum, er að efla vísindarannsóknir og nýsköpun með því að skapa kjöraðstæður til slíks í vísindagörðum á lóð Háskóla Íslands. Hlutverk Vísindagarða er að vera alþjóðlega viðurkenndur vettvangur tækni- og þekkingarsamfélags á Íslandi. Markmiðið er að taka virkan þátt, hlúa að og tengja saman: Frumkvöðla Fyrirtæki Háskóla Stofnanir Aðra hagsmunaaðila Einnig er markmið að vinna að því að stórefla hagnýtingu rannsókna, nýsköpun og viðskiptaþróun til hagsældar og heilla fyrir land og þjóð. Samstarfsaðilar Vísindagarðar Háskóla Íslands er samfélag aðila sem hafa það sameiginlega markmið að stapa kjöraðstæður fyrir rannsóknir og nýsköpun á Íslandi. Meðal samstarfsaðila auk Háskóla Íslands eru: Íslensk erfðagreining Alvotech hf. Alvogen ehf. CCP hf. Lífvísindasetur Háskóla Íslands ArcticLAS ehf. Nánari upplýsingar Allar nánari upplýsingar veita Hrólfur Jónsson og Elísabet Sveinsdóttir hjá Vísindagörðum Háskóla Íslands Netföng hrolfurj@hi.is elisabets@hi.is Tenglar Vísindagarðar Háskóla Íslands Kynningarefni Deiliskipulag fyrir Vísindagarða facebooklinkedintwitter