Skip to main content

Vísindagarðar

Vísindagarðar - á vefsíðu Háskóla Íslands

Vísindagarðar Háskóla Íslands ehf. er félag í 94,6% eigu Háskólans og 5,4% í eigu Reykjavíkurborgar. Félagið var stofnað til að efla samstarf fyrirtækja, rannsóknastofnana og háskóla um nýsköpun og skapa aðstöðu fyrir frumkvöðla
Félagið hyggst reisa miðstöð frumkvöðla og nýsköpunar á lóð sem það hefur til umráða. Fyrirmyndin er sótt til Evrópu og Bandaríkjanna þar sem uppbygging vísindagarða hefur verið hröð. Rannsóknir sýna að samstarf atvinnulífs og háskóla á sviði tækni og vísinda með nýsköpun að markmiði skilar góðum árangri ef slík miðstöð nýsköpunar er fundin staður nálægt öflugum háskóla.

Háskóli Íslands lagði félaginu til lóð sunnan Sturlugötu fyrir húsnæði sem tengist verkefninu með beinum eða óbeinum hætti. Sumarið 2012 var samþykkt nýtt deiliskipulag fyrir svæðið. Félagsstofnun stúdenta hefur hafið framkvæmdir og mun þeim ljúka 2013. Óvíst er hvenær aðrar framkvæmdir hefjast, en með nýju deiliskipulagi er hægt að hrinda verkefnum af stað með stuttum fyrirvara þegar aðstæður leyfa.

Tenglar
Kynningarefni
""