Skip to main content

Stofnanir og setur innan Læknadeildar

Rannsóknarstofnanir, rannsóknastofur og -setur innan Læknadeildar eru:

Lífvísindasetur (BMC)
Staðsett í Læknagarði 4. hæð, Vatnsmýrarvegi 16
Sími: 525-5852
Netfang: bmc@hi.is
Lífvísindasetur Háskóla Íslands er formlegt samstarf þeirra rannsóknahópa á sviði lífvísinda sem óska eftir að vera aðilar að setrinu. Rannsóknahóparnir stunda rannsóknir á ýmsum sviðum lífvísinda svo sem sameindalíffræði krabbameins, starfsemi og sérhæfingu stofnfruma, taugalíffræði, stjórnun genatjáningar, erfðalækninga, næringar- og matvælafræði, ónæmisfræði auk ýmissa sviða lífeðlisfræði.

Rannsóknastofa í stofnfrumufræðum er hluti af Lífvísindasetrinu
Lífeðlisfræðistofnun
Staðsett í Læknagarður 5. hæð, Vatnsmýrarvegi 16
Sími: 525-4830
Netfang: physicel@hi.is
Megin hlutverk Lífeðlisfræðistofnunar Háskóla Íslands er tvíþætt. Annars vegar rannsóknir í lífeðlisfræði og hins vegar að veita aðstöðu til verklegrar kennslu í lífeðlisfræði.

Rannsóknastofa í lyfja- og eiturefnafræði (RLE)
Staðsett í Haga við Hofsvallagötu 53
Sími: 525-5130
Netfang: rle@hi.is
Í stofunni er unnið að grunn- og þjónusturannsóknum í líflyfjafræði, réttarefnafræði og eiturefnafræði.

 

Rannsóknarstofa í hreyfivísindum
Staðsett í Stapa við Hringbraut
Rannsóknastofa í hreyfivísindum við námsbraut í sjúkraþjálfun Háskóla Íslands er vísindaleg rannsóknastofnun. Með hreyfivísindum er átt við öll þau fræði sem tengjast hreyfingum mannslíkamans á einn eða annan hátt.

Rannsóknastofa í krabbameinsfræðum (CRL)
Staðsett í Læknagarði 4. hæð, Vatnsmýrarvegi 16
Sími: 525-5832
Netfang: jbth@hi.is
Rannsóknir sem auka þekkingu og skilning á eðli krabbameins.

Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum
Staðsett á Keldnavegi 3
Sími: 585-5100
Netfang: postur@keldur.is
Meginviðfangsefni eru rannsóknir og greining sjúkdóma í dýrum og framleiðsla bóluefna gegn sauðfjársjúkdómum.