Um setrið Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra hóf starfsemi á Skagaströnd í nóvember 2009 en opnaði formlega í apríl 2010. Það er eitt af setrum sem Stofnun rannsóknasetra Háskóla Íslands hefur sett upp víða um landið í þeim tilgangi að skapa aðstöðu til rannsókna á landsbyggðinni, auka möguleika almennings til menntunar og styrkja tengsl Háskóla Íslands við atvinnu- og þjóðlíf. Rannsóknarsvið setursins á Skagaströnd er sagnfræði. Dr. Vilhelm Vilhelmsson sagnfræðingur tók við starfi forstöðumanns við setrið í febrúar 2018. Við setrið eru stundaðar sagnfræðirannsóknir af ýmsu tagi auk þess sem starfsmenn setursins eru þátttakendur í innlendum og erlendum rannsóknaverkefnum. Frá ársbyrjun 2019 hefur rannsóknasetrið unnið að gerð gagnagrunns sáttanefndabóka í samstarfi við Þjóðskjalasafn Íslands og Héraðsskjalasafn Skagfirðinga. Setrið býður, í samvinnu við NES listamiðstöð á Skagaströnd, upp á aðstöðu fyrir gestafræðimenn sem geta dvalið þar við rannsóknir í allt að fjórar vikur í senn. Á Facebook-síða setursins eru birtar upplýsingar um starfsemi setursins og fregnir af útgáfum, málþingum, styrkjum og öðru sem viðkemur fræðastarfsemi á Norðurlandi vestra. Bókasafn Halldórs Bjarnasonar Í húsakynnum Rannsóknasetursins á Skagaströnd er að finna stórt og mikið bókasafn sem að stofni til er komið úr dánarbúi Halldórs Bjarnasonar (1959–2010) sagnfræðings. Erfingjar Halldórs færðu Háskóla Íslands safn hans að gjöf og var því fundinn staður hjá Rannsóknasetrinu. Það þjónar sem rannsóknarbókasafn sem er sérhæft á sviði Íslandssögu. Safnið er skráð á leitir.is undir Rannsóknasetur HÍ en er aðeins til afnota á staðnum. Rannsóknir Gagnagrunnur sáttanefnabóka Heimaslóðir Jóns Árnasonar Sáttanefndir og störf þeirra á 19. öld World of Related Coercions in Work (WORCK) Starfsfólk Forstöðumaður Vilhelm VilhelmssonForstöðumaður5255312vilhelmv [hjá] hi.is Annað starfsfólk Vefþjónusta fyrir símaskrá svarar ekki eða fyrirspurnin skilar engum niðurstöðum - (nafnalisti) Hér erum við Einbúastíg 2 545 Skagaströnd Sími: 525 5311 & 525 5312 Netfang: vilhelmv@hi.is Facebook Ensk vefsíða setursins Samstarfsaðilar Hérðaðsskjalasafn Skagfirðinga Þjóðskjalasafn Íslands facebooklinkedintwitter