Alþjóðasvið heldur utan um Nordlys-netið og geta nemendur og kennarar sótt um styrki til sviðsins. Hægt er að sækja um skiptinám í einhvern af samstarfsskólunum í flestum fögum. Auk hefðbundinna misserisdvala er geta nemendur sótt um styrki fyrir styttri námsdvölum, allt frá fimm dögum. Nemendur þurfa þá að finna námskeið við hæfi við einhvern af samstarfsskólunum í Nordlys-netinu. Námskeiðin verða að gefa ECTS einingar og vera samþykkt af deild nemenda í HÍ. Nemendur geta til dæmis tekið sumarnámskeið eða lotunámskeið og einnig er hægt að sækja um að taka námskeið við UNIS á Svalbarða. Kennurum gefst kostur á að sækja um styrk til kennslu við einhvern af skólunum í Nordlys netinu. Þetta hentar t.d. fyrir kennara sem vilja fara til Færeyja þar sem Erasmus+ styrkir ekki ferðir til Færeyja. Frekari upplýsingar má nálgast á Alþjóðasviði – outgoing.europe@hi.is. Heimasíða Nordlys-netsins Skólar í netinu eftir löndum: Show Danmörk Aalborg UniversityAarhus UniversityRoskilde UniversityUniversity of CopenhagenUniversity of Southern Denmark Show Finnland Åbo Akademi UniversityUniversity of Eastern FinlandUniversity of HelsinkiUniversity of JyväskyläUniversity of Lapland University of OuluUniversity of TampereUniveristy of TurkuUniversity of Vaasa Show Færeyjar University of the Faroe Island Show Grænland University of Greenland Show Noregur University of BergenNTNUThe Arctic University of NorwayUniversity of AgderUniversity of OsloUniversity of South-Eastern NorwayUniversity of Stavanger Show Svíþjóð Karlstad UniversityLinköping UniversityLinnaeus UniversityLuleå University of TechnologyLund UniversityMid Sweden UniversityStockholm UniversityUniversity of GothenburgUmeå UniversityUppsala UniversityÖrebro University facebooklinkedintwitter