Það eru margar góðar ástæður fyrir því að taka hluta af náminu erlendis. Ef þú vilt eiga kost á fjölbreyttara námsframboði, læra nýtt tungumál eða kynnast fólki í nýju landi þá er skiptinám góður kostur fyrir þig. Nemendur eiga kost á að fara í lengri skiptinámsdvöl (eitt eða fleiri misseri), styttri skiptinámsdvöl (5-30 daga) eða í blandað skiptinám. Markmiðið með styttri og blönduðum dvölum er að gera fleiri nemendum kleift að fara í skiptinám og ná þannig til fjölbreyttari nemendahóps. Lengra skiptinám Nemendur fara í skiptinám í eitt eða tvö misseri. Gert er ráð fyrir að nemendur séu í fullu námi við gestaskólann, þ.e. 30 ECTS einingum á misseri. Styttra skiptinám Nemendur taka stök námskeið eða sumarnám við gestaskólann. Blandað skiptinám Nemendur geta farið í blandað skiptinám í bæði í lengri og skemmri tíma. Hluti námsins við gestaskóla fer fram á netinu. Grunn- og framhaldsnemar í flestum námsgreinum geta farið í skiptinám. Grunnnemar þurfa að hafa lokið a.m.k. einu ári (eða 60 ECTS einingum) af náminu við HÍ áður en skiptinám hefst. Hámarkstími skiptnámsdvalar er eitt skólaár á hverju námsstigi. Nemendur geta fengið skiptinám metið inn í námsferil sinn við Háskóla Íslands svo dvölin þarf ekki að hafa áhrif á lengd námsins. Rannsóknir sýna að námsdvöl erlendis hefur jákvæð áhrif á atvinnumöguleika ungs fólks þar sem atvinnulífið leitar í auknum mæli eftir fólki með alþjóðlega reynslu. Frestur til að sækja um skiptinám er til og með 1. febrúar ár hvert (eða næsta virka dag ef umsóknarfrestur er á almennum frídegi). Bæklingur um námsdvöl erlendis Fjölbreyttara námsframboð Nemendur geta valið úr fjölda námskeiða við erlenda háskóla sem ekki eru í boði við Háskóla Íslands og styrkt þannig stöðu sína. Þá er dýrmætt að kynnast nýjum kennsluaðferðum og annarri menningu innan erlends háskóla og fá þannig nýja sýn á námið. Möguleikar á ferða- og dvalarstyrkjum Ef farið er í skiptinám innan Evrópu eiga nemendur kost á ferða- og dvalarstyrkjum í gegnum Nordplus og Erasmus+ áætlanirnar. Þegar umsókn um skiptinám á vegum Nordplus og Erasmus+ er fyllt út þá er sjálfkrafa verið að sækja um styrkina. Í sumum tilfellum bjóðast styrkir til skiptináms utan Evrópu. Watanabe styrkir til náms í Japan Styrkir til náms við Minnesota-háskóla Upplýsingar um þá styrki veitir starfsmaður Alþjóðasviðs eftir því sem við á. Skiptinám getur einnig gert nemendum kleift að stunda nám við fremstu háskóla heims þar sem annars gæti verið afar erfitt að fá inngöngu og skólagjöld sem geta numið milljónum króna. Auk þess getur skiptinám opnað dyr fyrir nemendur sem hyggja á framhaldsnám erlendis. Í skiptinámi eru skólagjöld við gestaskólann felld niður en nemendur greiða árlegt skrásetningargjald við Háskóla Íslands. Skiptinámið er metið inn í námsferil við HÍ Nemendur velja námskeið í gestaskólanum í samráði við viðkomandi deild og skrifa undir námssamning þar sem deildin skuldbindur sig til að meta námskeiðin inn í námsferil nemandans við Háskóla Íslands. Þannig þarf námsdvölin ekki að hafa áhrif á námstímann ef nemandi er í fullu námi þ.e. 30 ECTS einingum á misseri. Alþjóðleg reynsla og öflugra tengslanet sem nýtist í frekara námi og á vinnumarkaði Niðurstöður rannsókna (m.a. The Erasmus Impact Study, 2019) sýna fram á jákvæð áhrif skiptináms á atvinnumöguleika ungs fólk. Í náminu öðlast nemendur fjölþætta færni sem atvinnurekendur sækjast eftir s.s. sveigjanleika, getu til að takast á við áskoranir og taka ákvarðanir, sjálfstæði og umburðarlyndi. Þeir sem farið hafa í skiptinám standa því oft betur að vígi þegar kemur að samkeppni á vinnumarkaði sem verður sífellt alþjóðlegri. Nánari upplýsingar um skiptinám veitir Alþjóðasvið, Háskólatorgi, 3. hæð. Sími: 525-4311 Netfang: ask@hi.is Nánari upplýsingar Skiptinám Alþjóðasvið facebooklinkedintwitter