- Andmælendur skulu vera viðurkenndir sérfræðingar í viðfangsefni doktorsritgerðarinnar. Þeir skulu hafa birt ritsmíðar er tengjast verkefni stúdents á vettvangi sem gerir strangar fræðilegar kröfur og geta tekið þátt í vísindalegri rökræðu um efnisatriði doktorsrannsóknarinnar.
- Andmælendur skulu hafa doktorspróf eða jafngildi þess. Hæfnisdómur fyrir starf prófessors getur komið í stað doktorsprófs.
- Andmælendur mega ekki hafa setið í doktorsnefnd viðkomandi verkefnis og mega ekki tilheyra sama rannsóknarteymi.
- Þegar þess er kostur skal a.m.k. annar andmælenda vera kennari eða sérfræðingur við annan háskóla eða rannsóknastofnun.
- Andmælendur mega ekki hafa þau faglegu tengsl við doktorsnema, leiðbeinanda eða doktorsnefnd sem valda því að hægt sé að draga hæfi þeirra í efa. Að jafnaði er miðað við að andmælendur hafi ekki birt vísindagreinar með leiðbeinanda eða doktorsnefndarmönnum undanfarin fimm ár. Að starfa í sömu deild og leiðbeinandi þykir almennt bera vott um of mikla nálægð.
- Ef tilnefndur andmælandi starfar innan þess skóla sem doktorsneminn stundar nám sitt eða hefur önnur tengsl við doktorsnema, leiðbeinanda eða doktorsnefnd (t.d. átt í samstarfi við eða birt vísindagreinar með) skal greina frá þeim tengslum. Rökstyðja þarf valið á tilnefndum andmælanda og hvers vegna áðurnefnd tengsl valda ekki vanhæfi. Stjórn MF metur hvort hægt er að draga hæfi andmælenda í efa og kallar eftir nýrri tilnefningu ef hún telur að svo sé.
- Um önnur tengsl sem kunna að leiða til vanhæfis gilda vanhæfisákvæði Stjórnsýslulaga (nr. 37/1993).
- Umsóknarkennari fyllir út beiðni um skipan andmælenda í Doktorsnámunni og sendir til deildar. Fastanefnd deildar tilnefnir þá andmælendur sem hún metur að uppfylli ofangreind skilyrði.
MF skilar áliti innan tveggja vikna frá því að tillögur um andmælendur berast.