Lykildagsetningar í lotunámi Lykildagsetningar í lotunámi Endurskoðun fer fram í fyrstu viku hverrar lotu þ.e. nemendur verða að skrá sig í og úr námskeiðum á þeim tíma. Nemendur þurfa að senda beiðni um skráningu í eða úr námskeiðum í lotu II og IV til Nemendaskrá. Senda þarf beiðni úr HÍ netfangi nemanda til nemskra@hi.is. Mjög mikilvægt að skrá sig úr námskeiðum á réttum tíma. Vegna prófatöflugerðar er ekki alltaf hægt að verða við því að bæta við námskeiðum í endurskoðunarvikum í lotu 2 og 4. Því er mikilvægt að fara vel yfir skráningu strax í upphaf. Hvernig virka skráningar í og úr lotubundnum námskeiðum? Nemendur velja sér námskeið fyrir allt námsárið við innritun eða á hefðbundnum skráningartíma ef um áframhaldandi nám er að ræða. Nemendur geta breytt skráningu sinni í 1. viku hverrar lotu og ekki eftir það. Þegar 2. vika lotunnar hefst er ekki mögulegt að gera fleiri breytingar á skráningu. Þetta á við bæði fyrir skráningar í ný námskeið og úrskráningar úr námskeiðum. Nemendur þurfa að senda beiðni um skráningu í eða úr námskeiðum í lotu II og IV til Nemendaskrá. Senda þarf beiðni úr HÍ netfangi nemanda til nemskra@hi.is. Er í lagi að vera skráður í námskeið sem kennd eru á 1. og 2. ári samtímis? Nemendur verða að gæta að því að ef þeir taka námskeið á öðru ári í lotunáminu þá getur orðið skörun í stundatöflu við námskeið sem kennd eru á fyrsta ári. Að öðru leiti gerir deildin ekki athugasemdir við að nemendur taki námskeið bæði af 1. og 2. kennsluári. Hvernig er lotukerfið skipulagt? Námsfyrirkomulagi í framhaldsnámi er þannig að kennt er í lotum, þannig er hvoru misseri skipt upp í tvær lotur og nemendur taka að jafnaði tvö námskeið í hvorri lotu (eða skila sambærilegri vinnu við lokaritgerð). Hver lota samanstendur af sjö kennsluvikum og einni viku fyrir námsmat og próf. Nemendur því að jafnaði að ljúka 12 námskeiðum. facebooklinkedintwitter