Á Heilbrigðisvísindasviði er mikið lagt upp úr því að veita nemendum góða þjónustu. Skrifstofur deilda og námsbrauta eru jafnan fyrsti viðkomustaður nemenda. Þær geta veitt upplýsingar varðandi nám og námsframvindu eða vísað nemendum áfram á viðeigandi tengilið innan háskólans. Heilbrigðisvísindasvið stendur fyrir sameiginlegri móttöku á haustin fyrir alla nýja nemendur við sviðið. Sviðið kemur að rekstri Heilbrigðisvísindabóksafns fyrir nemendur og kennara í samvinnu við Landspítala. Nemendur geta nýtt sér heilbrigðisþjónustu sem boðið er upp á við sviðið, svo sem tannlæknaþjónustu og sálfræðiráðgjöf. Nemendur Heilbrigðisvísindasviðs eru einnig hvattir til að kynna sér alla þá fjölbreyttu þjónustu sem Háskóli Íslands veitir. Skrifstofur deilda og námsbrauta Nemendur geta fengið margvíslega aðstoð og upplýsingar varðandi námið á skrifstofum sinna deilda og námsbrauta. Sjá nánar á heimasíðum þeirra: Hjúkrunarfræðideild Lyfjafræðideild Læknadeild Námsbraut í geislafræði Námsbraut í heilbrigðisgagnafræði Námsbraut í lífeindafræði Námsbraut í sjúkraþjálfun Matvæla- og næringarfræðideild Miðstöð í lýðheilsuvísindum Sálfræðideild Tannlæknadeild Gagna- og bókasöfn Heilbrigðisvísindabókasafn LSH og HÍ Heilbrigðisvísindabókasafnið þjónar starfsfólki Landspítala og kennurum og nemendum Heilbrigðisvísindasviðs. Safnið hefur áskrift að hundruðum rafrænna tímarita og gagnasafna, s.s. PsycInfo, Scopus, Cinahl og UpToDate, og er greiðandi í landsaðgangi. Safnið býr einnig yfir þó nokkrum rafbókakosti. Landsbókasafn-Háskólabókasafn Á Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni er boðið upp á fjölbreytta þjónustu fyrir nemendur. Safnið er rannsóknarbókasafn sem lánar út bækur gegn framvísun bókasafnsskírteinis. Safnkosturinn telur um 900 þúsund bækur, tímarit, handrit og önnur gögn. Að auki hefur safnið milligöngu um aðgang að 27 þúsund rafrænum tímaritum, gagnasöfnum og uppsláttarritum. Gögn sem ekki finnast í safninu er hægt að panta með millisafnaláni gegn vægri greiðslu. Safnið býður upp á góða aðstöðu til lestrar og rannsóknarstarfa: í hópvinnuherbergjum, einstaklingslesherbergjum, við notendatölvur, einstaklingsborð og stærri borð./p> Móttaka nýnema Við upphaf skólaársins eru nýnemar við Heilbrigðisvísindasvið boðnir velkomnir á sameiginlegri nýnemamóttöku. Þeir eru einnig boðaðir á kynningarfundi hjá sinni deild eða námsbraut. Nánari upplýsingar um móttöku nýnema. Heilbrigðisþjónusta Náms- og starfsráðgjöf - sálfræðingar Hjá Nemendaráðgjöf starfa sálfræðingar sem veita nemendum sálfræðilega greiningu, ráðgjöf og stuðning í einstaklingsviðtölum og með hópráðgjöf. Auk þess standa þeir fyrir örfyrirlestrum og námskeiðum um streitustjórnun, sjálfstyrkingu, svefn og svefnvenjur. Sálfræðiráðgjöf háskólanema Sálfræðiráðgjöf háskólanema býður háskólanemum og börnum þeirra sálfræðiþjónustu. Meistaranemar í hagnýtri sálfræði á kjörsviðinu Klínísk sálfræði veita ráðgjöfina undir faglegri handleiðslu löggiltra sálfræðinga. Tannlækningar Tannlæknadeild Háskóla Íslands býður upp á tannlæknaþjónustu fyrir almenning. Þjónustan er í boði frá miðjum ágúst og út nóvember og frá byrjun janúar fram í miðjan apríl. Tannlæknanemar veita meðferð undir eftirliti kennara sinna á verklegum kennslustofum deildarinnar á 2. hæð í Læknagarði við Vatnsmýrarveg 16. Þjónusta við framhaldsnema Á Heilbrigðisvísindasviði er lögð áhersla á gæði í framhaldsnámi, meðal annars með kennsluþróun, stuðningi við rafræna kennsluhætti og þjónustu framhaldsnámsstjóra. Eitt meginhlutverk framhaldsnámsstjóra er að efla framhaldsnám á sviðinu. Guðjón Ingi GuðjónssonFramhaldsnámsstjóri5255902gudjoni [hjá] hi.is Náms- og starfsráðgjöf Náms- og starfsráðgjöf Háskóla Íslands (NSHÍ) veitir nemendum Háskólans margs konar stuðning og þjónustu meðan á námi stendur, svo sem ráðgjöf um námsval og vinnubrögð og úrræði vegna fötlunar og sérþarfa. Nemendaskrá Nemendaskrá Háskóla Íslands er þjónustueining fyrir nemendur, kennara og aðra starfsmenn skólans og heldur skrá yfir alla nemendur skólans. Nemendaskrá sér meðal annars um að prenta brautskráningaryfirlit, skrá inn vottorð vegna veikinda í prófum og afgreiða beiðnir varðandi skráningu í Uglu. Ritver Í Ritveri Háskóla Íslands geta allir nemendur Háskólans pantað viðtal og fengið góð ráð um hvers kyns úrlausnarefni sem tengjast fræðilegum ritgerðum, skýrslum eða öðrum skriflegum verkefnum. facebooklinkedintwitter