Vefur Listasafns Háskóla Íslands
Listasafn Háskóla Íslands var stofnað árið 1980 með listaverkagjöf hjónanna Sverris Sigurðssonar (1909-2002) og Ingibjargar Guðmundsdóttur (1911-1994).
Listasafnið er eina listasafn landsins í eigu háskóla og varðveitir stærsta safn verka Þorvaldar Skúlasonar. Safnið gegnir jafnframt mikilvægu hlutverki við söfnun íslenskrar samtímalistar og sinnir margþættri listmiðlun innan og utan háskólasamfélagsins.
Safneign Listasafns Háskóla Íslands prýðir byggingar skólans og gerir þannig verk helstu listamanna þjóðarinnar sýnileg starfsfólki, nemendum og almenningi.