Háskóli Íslands tekur fyrsta skrefið til að bæta umferð og umhverfi á háskólasvæðinu með því að innleiða gjaldtöku fyrir bílastæði. Þessi breyting tekur gildi 18. ágúst nk. Framkvæmd við uppsetningu á merkingum hefur tafist en starfsfólki og nemendum gefst tækifæri til að kynna sér nýtt fyrirkomulag á bílastæðum háskólans og skrá sig í áskrift án þess að eiga í hættu á að fá sekt á meðan unnið er að því koma upp viðeigandi merkingum um gjaldtöku. Vegna þessa verður fyrsta tímabil áskriftar lengt sem nemur þessum töfum. Bílastæðum verður skipt í tvo flokka: H1: Skammtímastæði. Þau verða merkt sérstaklega og eru næst helstu byggingum. Stæðin eru gjaldskyld fyrir alla samkvæmt gjaldskrá. H2: Langtímastæði. Starfsfólk og nemendur Háskóla Íslands geta gerst áskrifendur og nýtt þessi stæði sem langtímastæði með mánaðaráskrift. Aðrir greiða tímagjald samkvæmt gjaldskrá. Til að skrá sig í áskrift þarf að ná í Parka appið. Þegar áskriftin er virk skráir kerfið þig sjálfkrafa inn og út á H2 stæðum. Eftirlit fer fram með númeraplötulestri (LPR). Bílastæði eru gjaldfrjáls fyrstu 15 mínúturnar, en að þeim tíma liðnum greiðist fullt gjald. Handhöfum stæðiskorts fyrir hreyfihamlaða verður heimilt að leggja ökutæki í gjaldskyld stæði án sérstakrar greiðslu skv. gildandi umferðalögum. Samhliða þessum breytingum hefur Háskóli Íslands gert samning við Strætó um sérkjör á tímabilskortum í Strætó fyrir starfsfólk. Nánari upplýsingar um samgöngusamning (krefst innskráningar í Uglu) Leiðbeiningar fyrir áskrift í pdf Sækja Parka appið Á kortinu sjást gjaldskyld bílastæði á háskólasvæðinu. Rauðmerktu stæðin eru skammtímastæði (H1). Blámerktu stæðin eru langtímastæði (H2). Langtímastæði (H2) verða við Haga, Hofsvallagötu. Starfsfólk og nemendur við Læknagarð, Eirberg og Haga Bílastæði á lóð Landspítalans eru gjaldskyld og annast Green Parking alla þjónustu á þeim stæðum. Starfsfólk og nemendur Háskóla Íslands við Læknagarð, Eirberg og Haga þurfa einnig að skrá sig í áskrift í Parka appinu líkt og aðrir nemendur og starfsfólk HÍ. Skráning í áskrift fer fram á sama hátt og fyrir annað starfsfólk HÍ. Leiðbeiningar fyrir starfsfólk og nemendur við Læknagarð/Eirberg í áskrift Starfsfólk og nemendur Heilbrigðisvísindasviðs þurfa að skrá sig í áskrift hjá Parka, vilji þau greiða fast mánaðarlegt 1.500 kr gjald til að leggja við byggingar HÍ, þ.m.t. Læknagarð og Eirberg. Til viðbótar þarf starfsfólk og nemendur Heilbrigðisvísindasviðs sem leggja að staðaldri á Hringbrautarsvæðinu einnig að skrá bílnúmer sín í gagnagrunn Green Parking sem annast umsýslu vegna bílastæða á Hringbrautarsvæðinu. Sjá nánari upplýsingar hér. Athugið að þetta fyrirkomulag á aðeins við starfsfólk og nemendur Heilbrigðisvísindasviðs. Allir aðrir þurfa að greiða tímagjald á lóðum Landspítalans. Gjaldskrá á bílastæðum Bílastæði við Háskóla Íslands eru ætluð nemendum, starfsfólki og gestum. Stæðin eru annað hvort í áskrift fyrir starfsfólk og nemendur eða í boði fyrir alla gegn tímagjaldi. Tímagjald Verð: 230 kr/klst Gjaldskylda: Alla virka daga kl. 7:00-17:00 Gildir á svæðum H1 og H2 Ef ekki er greitt fær eigandi bíls rukkun í heimabanka skv. tímagjaldi auk 1.960 kr þjónustugjalds. Greiðsluleiðir: Parka appið Parka.is - greiðslusíða Greiðsluvél Áskrift Nemendur og starfsfólk Háskóla Íslands geta gerst áskrifendur að langtímastæðum H2. Verð: 1.500 kr. á mánuði. Hver einstaklingur getur skráð fleiri en eitt bílnúmer í áskrift. Ný númer eru skráð í Parka-appinu og í áskriftarhlutanum velur þú hvaða bíll á að vera virkur hverju sinni. Skráning fer fram í gengum Parka appið. Áskrift endurnýjast sjálfkrafa mánaðarlega frá skráningardegi. Þegar áskriftin er virk skráir kerfið þig sjálfkrafa inn og út á H2 stæðum. Athugið að áskrift tryggir ekki að laus bílastæði verði í boði heldur veitir rétt til að leggja á skilgreindum áskriftarsvæðum (H2) þegar stæði eru laus. Áskriftarleið mun gilda mánuð frá fyrsta degi gjaldskyldu. Áskrift þeirra sem nú þegar hafa skráð sig mun taka gildi sama dag. Leiðbeiningar fyrir áskrift í Parka-appinu Leiðbeiningar fyrir áskrift í pdf Svona tryggir þú þér áskrift að langtímastæðum HÍ í gegnum Parka-appið: Opnaðu Parka-appið í símanum þínum. Það eru tvær leiðir að skráningu í áskrift: Veldu Reykjavík – Ofanjarðar. Skrunaðu til vinstri þar til þú finnur Háskóli Íslands – H2. Veldu Stillingar efst í hægra horninu. Þar getur þú valið að skrá þig í áskrift. Ýttu á Skrá í áskrift til að hefja skráningu. (Ef áskriftaleið birtist ekki, þarf að uppfæra Parka appið.) Kerfið biður þig um að auðkenna þig sem starfsmann eða nemanda HÍ. Ýttu á Fara í Uglu og sláðu inn HÍ-netfangið þitt. Hakaðu við Já í flipanum „Gefur þú leyfi fyrir því að Parka geti fengið staðfestingu á virku námi eða starfi þínu við háskólann?“ Einnig er hægt að velja þessa stillingu með því að skrá sig inn á Uglu og velja Uglan mín → Stillingar → Aðgangsstillingar. Opnaðu Parka appið aftur. Nú þarft þú að setja inn HÍ-netfangið þitt. Þú færð staðfestingarpóst á HÍ-netfangið þitt. Smelltu á staðfestingartengilinn í póstinum til að ljúka auðkenningu. Ef skráning er samþykkt birtist listi yfir áskriftarvalkosti (í þessu tilfelli aðeins einn). Veldu áskriftina. Fylltu inn greiðsluupplýsingar og bílnúmer ef þú ert nýr notandi Parka. Þegar áskriftin er virk mun aðalskjárinn sýna skilaboð sem merkja að bílnúmeralesning sé virk á bílastæðum Háskóla Íslands. Þú ert tilbúin/n! Í þessum bílastæðum HÍ sér kerfið sjálft um að skrá þig inn og út – þú þarft ekkert að gera. Mundu bara að nota Parka-appið fyrir önnur bílastæði þar sem áskriftin gildir ekki. Parka lausnir ehf. mun annast þjónustu við rekstur og gjaldtöku fyrir bílastæðin. Tímagjald og áskrift rennur beint til Háskóla Íslands sem greiðir Parka fyrir þjónustuna. Bílastæðagjöld fara í viðhald og rekstur bílastæða skólans. Þjónustuvefur Þjónustuver, sími: 519 7888 Parka – Upplýsingasíða fyrir HÍ Öðrum erindum tengd bílastæðamálum HÍ má beina á bilastaedi@hi.is Algengar spurningar Hvernig sæki ég Parka appið? Náðu í appið á vef Parka. Það er til fyrir iPhone og Android-síma. Þarf ég að endurnýja áskrift í hverjum mánuði? Nei, áskrift endurnýjast sjálfkrafa mánaðarlega frá skráningardegi. Hvernig segi ég upp áskrift? Til að segja upp áskrift þarftu að fara í Parka appið. Þegar starfstíma eða námi lýkur verður áskrift sjálfkrafa felld niður. Get ég skráð fleiri en einn bíl í áskrift? Já, aðeins eitt bílnúmer getur verið virkt í einu. Ný númer eru skráð í Parka-appinu og í áskriftarhlutanum velurðu hvaða bíll á að vera virkur hverju sinni. Get ég lagt í skammtímastæði ef ég er með áskrift? Nei, skammtímastæði (H1) eru á völdum stöðum við byggingar háskólans. Allir sem leggja á skammtímastæðum (H1) þurfa að greiða tímagjald, 230 kr/klst. Virkar Keyrt og kvitt á stæðum Háskóla Íslands? Keyrt og kvitt gildir ekki á þessum stæðum. Greiða þarf í greiðsluvél eða í gegnum appið. Myndavélarnar (LPR) eru aðeins til eftirlits, ekki sjálfvirk inn- eða útskráning úr stæði ef þú ert ekki í áskrift. Ef ég er með áskrift, á ég þá frátekið bílastæði? Nei. Áskrift tryggir ekki tiltekið bílastæði. Hún veitir þér rétt til að leggja á skilgreindum áskriftarsvæðum þegar stæði eru laus. Hefst gjaldskylda um leið og ég keyri inn á stæðið? Nei, gjaldskylda hefst ekki um leið og keyrt er inn á svæðið. Fyrstu 15 mínúturnar eru ókeypis. Þarf ég að gera eitthvað þegar ég legg og er í áskrift? Nei. Þegar áskriftin er virk skráir kerfið þig sjálfkrafa inn og út á H2 stæðum. Mundu þó að nota Parka-appið til að greiða á öðrum svæðum þar sem áskriftin gildir ekki. Getur hver sem er skráð sig í áskrift? Nei, áskrift stendur einungis starfsfólki og nemendum Háskóla Íslands til boða. Upplýsingar eru fengnar úr Uglunni þegar sótt er um áskrift til að sannreyna að þú sért nemandi eða starfmaður við skólann. Hvað gerist ef ég greiði ekki fyrir stæði? Ef ekki er greitt fær eigandi bíls rukkun í heimabanka skv. tímagjaldi auk 1.960 kr. þjónustugjalds. Engin gjöld eru rukkuð ef ekið er inn og út innan 15 mínútna. Hvar eru greiðsluvélar staðsettar? Greiðsluvélar verða staðsettar í eftirfarandi byggingum við innganga: Aðalbygging, 1. hæð Askja, 1. hæð Árnagarður, 2. hæð Endurmenntun, 1. hæð Gimli og Lögberg, 1. hæð á tengigangi Háskólatorg, 2. hæð Nýi Garður, 1. hæð í lyftuhúsi Oddi, 1. hæð Háskólabíó, 1. hæð Stapi, 1. hæð Tæknigarður, 1. hæð Veröld – hús Vigdísar, 1. hæð VR-II, 1. hæð Þjóðarbókhlaðan Athugið að einungis er hægt að skrá sig í áskrift í Parka appinu. Nánari upplýsingar um staðsetningu er að finna á hi.parka.is Hvernig virkar eftirlitskerfið á háskólasvæðinu? Myndavélar lesa númer ökutækja sem aka inn og út af bílastæðum. Eftirlitskerfið ber saman númer ökutækis við númer aðila sem eru með heimildir til að nýta sér stæði. Þegar svæðið er yfirgefið les myndavél númer ökutækis og ber saman við skráð númer og greiðslur. Fari ökumaður af svæðinu án þess að greiða er krafa stofnuð á eiganda eða umráðamann ökutækis eða honum tilkynnt um ógreidd þjónustugjöld. Eru upplýsingar í kerfinu persónugreinanlegar? Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar um ökutæki. Eigendum ökutækja er eingöngu flett upp ef svæðið er yfirgefið án þess að greitt sé fyrir viðveru bifreiðar. Tengt efni Þjónustusíða Parka Þjónustumiðja HÍ: Bílastæði Samgöngur til og frá HÍ facebooklinkedintwitter