Við Hugvísindasvið er boðið upp á fyrsta flokks aðstöðu til kennslu og náms. Upplýsingar um byggingar og opnunartíma þeirra má finna hér. Show Kennslurými Kennsla fer að mestu fram í Aðalbyggingu, Árnagarði, Eddu, Háskólatorgi, Háskólabíói og Veröld. Show Lesrými Á Háskólatorgi er stórt lesrými með lesbásum. Auk þess er góð aðstaða til hópavinnu á torginu sjálfu.Á 1. hæð í Gimli eru lesstofur fyrir grunnnema og framhaldsnemaÁ 2. og 3. hæð í Odda er opið lesrými og aðstaða til hópavinnu.Á 2. hæð í Eddu er lesstofa. Show Tölvuver Upplýsingatæknisvið Háskóla Íslands rekur fjórtán tölvuver á háskólasvæðinu, þar á meðal í Árnagarði, Gimli, Háskólatorgi, Odda og Veröld. Í öllum tölvuverum er prentari og á tölvunum er margvíslegum hugbúnaður. Show Kaffistofur Veitingastaðurinn Háma er á torginu í Háskólatorgi. Þar geta nemendur fengið heitan mat í hádeginu en auk þess er alltaf boðið upp á heita súpu og margar gerðir af samlokum og köldum réttum. Kaffi, te og allskyns drykkir eru líka fáanlegir þar. Matseðil Hámu má nálgast á fs.is. Show Bókasafn Nemendur Hugvísindasviðs hafa aðgang að Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni. Þar er að finna fjölda bóka, tímarita, dagblaða og rafrænna gagna. Lestrar- og vinnuaðstaða er á fjórum hæðum safnsins. Nemendur Háskóla Íslands fá bókasafnsskírteini án endurgjalds. Það fæst við útlánaborð á 2. hæð safnsins gegn framvísun persónuskilríkja. Nauðsynlegt er að hafa bókasafnsskírteini til þess að fá rit að láni, taka frá rit sem er í láni, panta millisafnalán, endurnýja lán o.fl. Show Ljósritun og fjölföldun Fjöldi fyrirtækja býður nemendum og kennurum ljósritunarþjónustu. Háskólaprent er fyrirtæki á Háskólasvæðinu sem hefur sérhæft sig í að þjónusta háskólafólk. Það gefur út greinasöfn og frumsamdar kennslubækur fyrir námskeið við HÍ og vinnur lokaritgerðir fyrir nemendur Háskóla Íslands. Fyrirtækið tekur einnig að sér fjölda smærri verka fyrir nemendur, kennara og stofnanir, t.a.m. bæklinga, ritgerðir, bækur, OCR skönnun o.s.frv. Háskólaprent er staðsett að Fálkagötu 2, á horninu á Fálkagötu og Suðurgötu. Auk þess eru ljósritunarvélar fyrir nemendur Hugvísindasviðs í Þjóðarbókhlöðu og á 2. hæð í Odda. facebooklinkedintwitter