Heilsa og vellíðan Stuðla að heilbrigðu líferni og vellíðan fyrir alla frá vöggu til grafar 3.1 Eigi síðar en árið 2030 verði dauðsföll af völdum barnsburðar í heiminum komin niður fyrir 70 af hverjum 100.000 börnum sem fæðast á lífi. 3.2 Eigi síðar en árið 2030 verði komið í veg fyrir nýburadauða og andlát barna undir fimm ára aldri, sem unnt er að afstýra, og stefnt að því að öll lönd nái tíðni nýburadauða niður í 12 af hverjum 1.000 börnum sem fæðast á lífi og dánartíðni barna undir fimm ára aldri að minnsta kosti niður í 25 af hverjum 1.000 börnum sem fæðast á lífi. 3.3 Eigi síðar en árið 2030 verði búið að útrýma farsóttum á borð við alnæmi, berkla, malaríu og hitabeltissjúkdóma, sem ekki hefur verið sinnt, og barist verði gegn lifrarbólgu, vatnsbornum faraldri og öðrum smitsjúkdómum. 3.4 Eigi síðar en árið 2030 hafi ótímabærum dauðsföllum af völdum annarra sjúkdóma en smitsjúkdóma verið fækkað um þriðjung með fyrirbyggjandi aðgerðum og meðferð og stuðlað að geðheilbrigði og vellíðan. 3.5 Efldar verði forvarnir og meðferð vegna misnotkunar vímuefna, þar á meðal fíkniefna og áfengis. 3.6 Eigi síðar en árið 2020 verði búið að ná fjölda dauðsfalla og alvarlega slasaðra vegna umferðarslysa niður um helming á heimsvísu. 3.7 Eigi síðar en árið 2030 verði tryggð almenn fræðsla um kynheilbrigði, meðal annars fyrir þá sem ætla að stofna fjölskyldu, til fróðleiks og menntunar, og tryggt verði að æxlunarheilbrigði verði fellt inn í landsáætlanir. 3.8 Komið verði á heilbrigðisþjónustu fyrir alla óháð fjárhagslegri stöðu, aðgengi veitt að góðri og nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu og að öruggum, virkum og nauðsynlegum lyfjum og bóluefni á viðráðanlegu verði fyrir alla. 3.9 Eigi síðar en árið 2030 verði komið í veg fyrir, svo um munar, dauðsföll og veikindi af völdum hættulegra efna og loft-, vatns- og jarðvegsmengunar. Vísindamenn tengdir markmiðinu Anna Sigríður ÓlafsdóttirPrófessor5255327annaso [hjá] hi.is Anna Lind G PétursdóttirPrófessor5255979annalind [hjá] hi.is Arna HauksdóttirPrófessor5254071arnah [hjá] hi.is Ársæll Már ArnarssonPrófessor5255924arsaell [hjá] hi.is Ásgeir HaraldssonPrófessor5431000asgeirh [hjá] hi.is Ásta SnorradóttirDósent5254288astasnorra [hjá] hi.is Bertrand Andre Marc LauthDósent5431000bertrand [hjá] hi.is Björn Viðar AðalbjörnssonDósent6962911bva [hjá] hi.is Bryndís Eva BirgisdóttirPrófessorbeb [hjá] hi.is Engilbert SigurðssonPrófessor8245345es [hjá] hi.is Eyrún María RúnarsdóttirDósent5255527emr [hjá] hi.is Geir GunnlaugssonPrófessor emeritus3545254369geirgunnlaugsson [hjá] hi.is Guðbjörg Linda RafnsdóttirPrófessor5254237glr [hjá] hi.is Guðrún Valgerður StefánsdóttirPrófessor emerita5255366gvs [hjá] hi.is Hanna RagnarsdóttirPrófessor5255377hannar [hjá] hi.is Helga GottfreðsdóttirPrófessor5254989helgagot [hjá] hi.is Helga Rut GuðmundsdóttirPrófessor5255385helgarut [hjá] hi.is Hjalti Már BjörnssonDósenthjaltimb [hjá] hi.is Hrund Ólöf AndradóttirPrófessor5254656hrund [hjá] hi.is Jóhanna KarlsdóttirFyrrverandi lektor5255503johannak [hjá] hi.is Jónína EinarsdóttirPrófessor emerita5254508je [hjá] hi.is Karl Gústaf KristinssonPrófessor emeritus5435665karlgk [hjá] hi.is Katrín ÓlafsdóttirLektor5255329katrino [hjá] hi.is Kristín Vala RagnarsdóttirPrófessor emerita5255886vala [hjá] hi.is Lára JóhannsdóttirPrófessor5255995laraj [hjá] hi.is Magnús HaraldssonDósent5434641magnuhar [hjá] hi.is Magnús Karl MagnússonPrófessormagnuskm [hjá] hi.is María GuðjónsdóttirPrófessormariagu [hjá] hi.is Rúnar UnnþórssonPrófessor5254954runson [hjá] hi.is Rögnvaldur Jóhann SæmundssonPrófessor5254623rjs [hjá] hi.is Sigurður Yngvi KristinssonPrófessorsigyngvi [hjá] hi.is Sóley Sesselja BenderPrófessor emerita5254980ssb [hjá] hi.is Stefán Hrafn JónssonForseti fræðasviðs5254093shj [hjá] hi.is Thor AspelundPrófessor7675151thor [hjá] hi.is Unnur Anna ValdimarsdóttirForseti fræðasviðs5254072unnurav [hjá] hi.is Þóra SteingrímsdóttirPrófessor emerita5433325thoraste [hjá] hi.is Þröstur ÞorsteinssonPrófessor5254940thorstur [hjá] hi.is Þróunarlönd 3.A Rammasamningi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um tóbaksvarnir verði hvarvetna hrundið í framkvæmd, eftir því sem við á. 3.B Stutt verði við rannsóknir og þróun bóluefna og lyfja gegn smitsjúkdómum og öðrum sjúkdómum sem herja einkum á fólk í þróunarlöndum, aðgengi verði veitt að nauðsynlegum lyfjum og bóluefnum á viðráðanlegu verði samkvæmt Doha-yfirlýsingunni um TRIPS-samninginn og lýðheilsu sem staðfestir rétt þróunarlanda til þess að nýta sér til fulls ákvæði samningsins um hugverkarétt í viðskiptum í því skyni að vernda lýðheilsu og einkum og sér í lagi aðgengi allra að lyfjum. 3.C Talsvert verði aukið við fjármagn til heilbrigðismála sem og til nýliðunar, þróunar og þjálfunar og til að halda í heilbrigðisstarfsfólk í þróunarlöndum, einkum þeim sem eru skemmst á veg komin og þeim sem eru smáeyríki. 3.D Öll lönd, einkum þróunarlönd, verði styrkt til að geta brugðist skjótt við og haft hemil á alvarlegri heilsuvá innan lands og á heimsvísu. Tengt efni Háskólinn og heimsmarkmiðin Viðburður 17. október 2019 Myndir frá viðburðinum Heimsmarkmið nr. 3: Heilsa og vellíðan Heilsa og vellíðan facebooklinkedintwitter