Skip to main content

Nýnemar Verkfræði- og náttúruvísindasviðs

Velkomnir nýnemar VoN

Okkur finnst mikilvægt að námið á sviðinu verði eftirminnilegt og góður undirbúningur fyrir frekara nám eða þátttöku í atvinnulífinu. Eftirspurn eftir fólki með menntun á sviði verkfræði, tæknifræði, raunvísinda og náttúruvísinda er mikil í öllum geirum samfélagsins og víða um heim. Tækifærin að loknu námi við VoN eru því mörg.

Á þessari síður finnur þú upplýsingar sem gagnast þeim sem eru að hefja nám á sviðinu. 

Dagskrá móttöku nýnema 2024

Verkfræði- og náttúruvísindasvið HÍ býður öllum nýnemum sviðsins til móttöku, fræðslu og skemmtunar föstudaginn 16. ágúst.
Dagskráin hefst kl.13:30 í sal 1 í Háskólabíói.
Við hvetjum nýnema eindregið til að mæta.

Dagskrá 

13:30 (fundarstjóri kennslustjóri VoN)

  • Ávarp rektors HÍ
  • Sviðsforseti býður nemendur velkomna 
  • Sviðsráð VoN 
  • Kynning frá Nemendaþjónustu VoN
     

14:00 – 15:00    Nýnemar hitta sínar námsbrautir og fá kynningu á nemendafélögum.

15:00    Nemendafélög leiða nýnema áfram í skemmtilegri dagskrá.

______________________________________________________________________________

Hér fyrir neðan er myndband frá Sigurði Magnúsi Garðarssyni, forseta sviðsins.

Velkomnir nýnemar til Verkfræði- og náttúruvísindasviðs

Við hvetjum ykkur eindregið til  að kíkja á það og einnig eftirtalin myndbönd um ýmsa þjónustu og starfsemi HÍ.

Velkomin í HÍ  -  Jafnrétti í HÍ  -  Alþjóðleg tengslAðstaðan í HÍ -  Net, tölvu og tæknimál í HÍ  -  Kynningarmyndband um Uglu - Canvas fyrstu skrefin 

Velkomin á Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands.

Sjáðu um hvað námið snýst

Undirbúningur fyrir komandi háskólanám

Við á Verkfræði- og náttúruvísindasviði viljum taka vel á móti nýnemum okkar og aðstoða ykkur við að takast á við nýjar áskoranir. Því verða ýmis úrræði í boði til að undirbúa ykkur sem best undir komandi nám.

  • Boðið verður upp á rafræn undirbúningsnámskeið í sumar fyrir nýnema í efnafræði, eðlisfræði og stærðfræði. Hægt verður að komast inn á kennsluvef námskeiðsins inni á Uglu og Canvas. 
     
  • Kennsluvefurinn tutor-web - æfingar í stærðfræði
  • Edbook, kennsluefni þar sem farið er í grunnhugtök stærðfræðinnar og eðlisfræðinnar (skriflegt og myndbönd) - edbook.hi.is

Mikilvægar dagsetningar fyrir haust 2024

  • 20. júní kl. 17:00, Askja, stofa 132 -  Kynningarfundur fyrir umsækjendur á Verkfræði- og náttúruvísindasviði
  • 16. ágúst: Upphaf skólaárs
    • Upphaf skólaárs fyrir nýnema þar sem farið verður yfir ýmis mikilvæg atriði fyrir komandi háskólanám. 
  • 19. ágúst: Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá. Stundaskrá birtist á Uglu innri vef skólans en hér verða drög birt.
  • 26. - 30. ágúst: Nýnemadagar HÍ
  • 5. september: Endurskoðun námskeiðaskráninga
    • Síðasti dagur til að endurskoða námskeiðaskráningu á haustmisseri.

Hafðu samband

Nemendaþjónusta VoN
s. 525 4466  - ​nemvon@hi.is
Opið virka daga frá 8:30-16:00

Tæknigarður - Dunhaga 5, 107 Reykjavík
Askja - Sturlugata 7, 101 Reykjavík

Skrifstofa 
s. 525 4700 

Fylgstu með Verkfræði- og náttúruvísindasviði

 Instagram  Twitter  Youtube

 Facebook