Velkomin í Nemendaráðgjöf Háskóla Íslands. Hlutverk starfsfólks NHÍ er að veita nemendum skólans stuðning og þjónustu meðan á námi stendur, þ.e. námsráðgjöf, starfsráðgjöf, ráðgjöf um úrræði í námi og prófum og sálfræðiþjónustu. Við framkvæmd og mótun þjónustunnar er tekið mið af stefnu Háskóla Íslands 2021-2026 (HÍ26). Við hlökkum til að sjá ykkur. Stefna HÍ26 og þjónusta NHÍ Hér eru leiðarljós HÍ26, Gæði - Traust - Snerpa, mátuð við þjónustu NHÍ. Gæði Starfsfólk NHÍ hefur gæði að leiðarljósi í allri þjónustu við nemendur. Það vinnur eftir skýrum verkferlum, reglum HÍ, jafnréttisáætlun HÍ og samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Fagaðilar á ýmsum sviðum veita fjölbreytta þjónustu og ráðgjöf í húsnæði NHÍ og stafrænt. Starfsfólk fylgist með nýjungum og breytingum á eigin sérsviðum, sinnir þróunarvinnu og er í samstarfi við annað starfsfólk og sérfræðinga innan sem utan HÍ. Traust Starfsfólk NHÍ er meðvitað um samfélagslegt mikilvægi skólans og þjónustar nemendur með fjölbreyttan bakgrunn. Lögð er áhersla á að tryggja að þjónustan sé samræmd og að sömu verkferlar séu viðhafðir hverju sinni. Haldnir eru teymisfundir þar sem krefjandi viðfangsefni eru rædd og sameiginlegar ákvarðanir eru teknar. Samkvæmt reglum NHÍ og viðkomandi fagfélaga þá er starfsfólk bundið þagnarskyldu og fylgir persónuverndarstefnu HÍ. Snerpa Starfsfólk NHÍ bregst almennt hratt við þegar óvænt mál, atvik eða aðstæður koma upp. Nýlegt dæmi um viðbragðshraða er þegar öll þjónusta við nemendur var gerð stafræn við upphaf Covid faraldursins. Þá reyndi á frumkvæði starfsfólks til að mæta breytingum í samfélaginu og áskorunum innan skólans. Starfsfólk var lausnamiðað og ruddi ýmsum hindrunum úr vegi til að unnt væri að sinna margvíslegum erindum nemenda. Innlent og erlent samstarf NHÍ NHÍ tekur þátt í vettvangsnámi meistaranema í náms- og starfsráðgjöf. Fyrsta árs nemar fá kynningar á starfsemi NHÍ í styttri heimsóknum og annars árs nemar eru í vettvangsnámi og handleiðslu í eitt misseri. Ávinningur er gagnkvæmur. Nemar taka þátt í fjölbreyttu starfi NHÍ og fá reynslu í faglegum vinnubrögðum. Á sama tíma tekur NHÍ þátt í mótun fagstéttar náms- og starfsráðgjafa og fylgist með nýjungum í faginu sem auka gæði þjónustunnar. NHÍ sinnir erlendu samstarfi og á meðal annars fulltrúa í NUAS þar sem fram fer formegt samstarf háskóla á Norðurlöndunum. Til skamms tíma tók NHÍ einnig þátt í tveimur Norrænum netverkum, annars vegar um starfsráðgjöf og hins vegar um sértæk úrræði í námi á háskólastigi. Þá hefur NHÍ nokkrum sinnum boðið upp á skipulagða dagskrá fyrir evrópska náms- og starfsráðgjafa og starfsfólk NHÍ hefur farið í starfsmannaskipti til háskóla í Evrópu. Starfsfólk NHÍ Almennar fyrirspurnir skal senda á radgjof@hi.is Aðalbjörg Guðmundsdóttir - orlof Náms- og starfsráðgjafi Ástríður Margrét Eymundsdóttir Náms- og starfsráðgjafi Hrafnhildur Vilborg Kjartansdóttir Náms- og starfsráðgjafi Hrafnkatla Agnarsdóttir Sálfræðingur Inga Birna Albertsdóttir Verkefnisstjóri Jónína Ólafsdóttir Kárdal Verkefnisstjóri Tengslatorgs Háskóla Íslands Katrín Sverrisdóttir Sálfræðingur Kristjana Mjöll Sigurðardóttir Náms- og starfsráðgjafi Kristjana Þrastardóttir Náms- og starfsráðgjafi Lýdía Kristín Sigurðardóttir Náms- og starfsráðgjafi Magnús M Stephensen Skrifstofustjóri Sigríður Margrét Einarsdóttir Náms- og starfsráðgjafi Sigríður Sigurðardóttir Náms- og starfsráðgjafi Sigrún Arnardóttir Sálfræðingur Steinar Sigurjónsson Náms- og starfsráðgjafi Svandís Sturludóttir Deildarstjóri Uros Rudinac Verkefnisstjóri Þrúður Kristjánsdóttir Félagsráðgjafi facebooklinkedintwitter