Skip to main content

Háskólahlaupið

Háskólahlaupið - á vefsíðu Háskóla Íslands

Háskólahlaupið 2025 fer fram miðvikudaginn 2. apríl kl. 15. Hlaupið er opið bæði starfsmönnum og stúdentum og hægt er að velja á milli tveggja vegalengda, 3 km og 7 km. 

Skrá mig í hlaupið

Hlaupið er ræst í skeifunni fyrir framan Aðalbyggingu HÍ.

  • Þriggja kílómetra hlaupaleiðin liggur m.a. með fram Suðurgötu, út að Reykjavíkurflugvelli og með fram friðlandinu í Vatnsmýri.
    Götur sem hlaupið er með fram: Sæmundargata - Sturlugata - Suðurgata - Þorragata - Njarðargata - Hringbraut.
  • Boðið verður upp á nýja sjö kílómetra hlaupaleið í ár. Hún liggur með fram Suðurgötu, út á Ægisíðu og til baka með fram sjónum og umhverfis Skerjafjörð, út að Reykjavíkurflugvelli og með fram friðlandinu í Vatnsmýri. 
    Götur sem hlaupið er með fram: Sæmundargata - Sturlugata - Suðurgata - Einarsnes yfir á göngustíg á Ægissíðu - göngustígur á Ægissíðu c.a. að fiskihjöllum þar sem snúið er við - göngustígur á Ægissíðu út í Skerjafjörð - Skeljanes - Einarsnes - Þorragata - Njarðargata - Hringbraut.

Kort af 3 km leið

3 km

Kort af 7 km leið

7 km

Skráningargjaldið er 3.500 kr. en þátttakendur fá bol merktan Háskólahlaupinu auk þess sem boðið er upp á tímatöku.

Skráning hefur verið opnuð en henni lýkur 2. apríl kl. 13.

Ertu með fyrirspurn um hlaupið? Sendu okkur línu á haskolahlaupid@hi.is

Við hlökkum til að sjá þig í Háskólahlaupinu!

Um Háskólahlaupið

Háskólahlaupið á sér langa sögu en var fyrst haldið með núverandi fyrirkomulagi árið 2007. Það fer nú fram í fjórtánda sinn með því fyrirkomulagi en ekki var hlaupið árin 2020, 2021, 2022 og 2023.  Markmiðið með hlaupinu er að sameina stúdenta og starfsfólk í skemmtilegum viðburði og hvetja þau til hollrar hreyfingar.

Myndir frá fyrri Háskólahlaupum

+41