Skip to main content

Tannlæknaþjónusta

Tannlæknaþjónusta - á vefsíðu Háskóla Íslands

Tannlæknaþjónusta fyrir almenning hjá Tannlæknadeild Háskóla Íslands

Tannlæknadeild Háskóla Íslands býður upp á tannlæknaþjónustu fyrir almenning. Þjónustan er í boði á meðan kennsla við deildina fer fram, frá miðjum ágúst og út nóvember og frá byrjun janúar fram í miðjan apríl.

Meginmarkmið kennslu við Tannlæknadeild er að mennta tannlækna. Stór hluti af námi þeirra er meðhöndlun sjúklinga. Tannlæknanemar læra að veita sjúklingum meðferð af margvíslegum toga, til dæmis tannhreinsun, rótfyllingu, tannfyllingu og tanngervi.

Tannlæknanemar veita meðferð undir eftirliti kennara sinna á verklegum kennslustofum deildarinnar á 2. hæð í Læknagarði við Vatnsmýrarveg 16.

Við bjóðum börn velkomin!

Börnum á aldinum 0 - 17 ára er boðin ókeypis skoðun og greining á munnheilsu. Þegar við á er börnunum einnig boðið upp á ókeypis meðferð.

Börn með fötlun og sérþarfir eru boðin sérstaklega velkomin því deildin vill einnig veita nemendum sínum tækifæri til að þjálfast í umönnun þeirra.