Skip to main content

Kvikmyndun, ljósmyndun og streymi

Kvikmyndun, ljósmyndun og streymi - á vefsíðu Háskóla Íslands

Við markaðs- og samskiptasvið HÍ (marksam) er sérhæfð myndmiðlunardeild sem helgar sig kvimyndagerð, ljósmyndun og streymi. Við deildina starfar reynt fagfólk sem er vel tækjum búið auk þess sem deildin starfrækir framsækið myndver í Setbergi – húsi kennslunnar.

Myndveita marksam framleiðir alls kyns myndefni fyrir HÍ og sinnir streymisþjónustu.

Meðal efnis sem Myndveitan framleiðir, eftir skilgreindum forgangi, eru ljósmyndir og myndbönd sem eru helguð kjarnastarfsemi HÍ - fyrir HÍ í heild, fræðasvið, deildir og námsleiðir auk rannsóknastofnana skólans.

Myndveitan sér einnig um að streyma mikilvægum og stórum viðburðum á vegum HÍ eftir skilgreindum forgangi.

Forgangur verkefna er útlistaður á Uglu þar sem jafnframt er sótt um þjónustuna.

Myndver deildarinnar er m.a. hægt að nýta til að taka upp viðtöl, erindi fyrir ráðstefnur eða efni sem tengist námskeiðum og alls kyns kynningum. Innheimt er samkvæmt tímagjaldi fyrir alla notkun á myndveri HÍ.

Fyrir hverja er þjónustan?

Þjónustan er einungis fyrir starfsemi á vegum HÍ samkvæmt skilgreindum forgangi. Hægt er að óska eftir tilboði fá Myndveitunni með því að fylla út rafræna umsókn á Uglu. Þar er líka hægt að fylla út beiðni um ljósmyndatökur.

Öll verkefni í kvikmyndagerð og streymi eru unnin samkvæmt tilboði og tímagjaldi.

Ekki er tekið við óskum um vinnu deildarinnar nema rafræn umsókn fylgi.

Ljósmyndaverkefni eru unnin án sérstakrar þóknunar.

Tengt efni