Skip to main content

Stefnu- og gæðamál

Gæðamál - á vefsíðu Háskóla Íslands

Gæðakerfi Háskóla Íslands

Formlegt gæðakerfi háskóla Íslands (gæðakerfi HÍ) snýr að kjarnastarfsemi háskólans og stoðþjónustu. Í gæðakerfinu er kveðið á um gæðastefnu, ábyrgð, framkvæmd, eftirlit og eftirfylgni með innra gæðamati háskólans. Gæðakerfi HÍ byggist á gæðastefnu Háskóla Íslands og er verkfæri til innleiðingar á henni.

Rektor og háskólaráð bera ábyrgð á gæðakerfi HÍ og sviðsforsetar, deildarforsetar, sviðsstjórar og forstöðumenn stjórnsýslu bera ábyrgð á gæðum starfsemi þeirra rekstrareininga sem þeir stýra.

Stefnu- og gæðaráð háskólaráðs hefur það hlutverk að tryggja og efla gæði náms, kennslu, rannsókna og stjórnunar við Háskóla Íslands. Í því felst m.a. að styrkja gæðakerfi HÍ og efla gæðamenningu innan háskólans. Stefnu- og gæðastjóri HÍ fylgir eftir ákvörðunum stefnu- og gæðaráðs.

Ytra gæðamat á skilvirkni gæðakerfis HÍ er falið Gæðamati háskóla, en matið fer fram með stofnunarúttekt í hverri lotu rammaáætlunar um eflingu gæða í íslenskum háskólum og árlegri eftirfylgni með viðbrögðum háskólans við úttektinni.

Tengt efni
Prentvæn útgáfa