Nemendum HÍ gefst kostur á að sækja um Erasmus+ ferða- og dvalarstyrki skólaárið 2025-26 við valda samstarfsskóla í löndum utan Evrópusambandsins.
Styrkirnir eru ætlaðir nemendum sem sækja um skiptinám við eftirtalda háskóla:
- University of Sussex, Brighton,Bretland
- University of East Anglia, Norwich, Bretland
- University of Aberdeen, Aberdeen, Bretland
- University of British Columbia, Vancouver, Kanada
- University of Washington, Seattle, Bandaríkin
- National University of Singapore, Singapore
- Edith Cowan University, Perth, Ástralía
- University of Melbourne, Melbourne, Ástralía
Sótt er um Erasmus+ styrk samhliða umsókn um skiptinám með því að velja Erasmus+ úr fellilista þegar gestaskóli er tilgreindur í umsóknarforminu. Takmörkuð pláss eru í boði við hvern háskóla og farið verður eftir forgangsreglum við úthlutun plássa og styrkja.
Styrkupphæðir eru breytilegar eftir áfangastað en vakin er athygli á því að nemendur eiga kost á inngildingarstyrk á grundvelli færri tækifæra uppfylli þau sett viðmið.
Land | Dvalarstyrkur | Ferðastyrkur* |
Ástralía | 700 EUR / mánuði | 1735 EUR |
Bandaríkin | 700 EUR / mánuði | 1188 EUR |
Bretland | 606 EUR / mánuði | 309 EUR |
Kanada | 700 EUR / mánuði | 1188 EUR |
Singapore | 700 EUR / mánuði | 1735 EUR |
*Ferðastyrkur er föst upphæð óháð raunverði farmiða. Hægt er að sækja um viðbótarferðastyrk til Alþjóðasviðs ef sýnt þykir að ferðastyrkur nægi ekki fyrir 70% af ferðakostnaði, miðað við hagkvæmasta ferðamátann.