Í hönnunarstaðli Háskóla Íslands er að finna öll sniðskjöl sem Háskólinn notar í kynningarskyni. Hugmyndin með hönnunarstaðli Háskóla Íslands er sú að Háskólinn fái eina stílhreina ásýnd í kynningarefni sínu sem hefur um leið samhæfð, sterk og vel undirbyggð skilaboð.
Hér er m.a. að finna prentgripi og staðlað útlit á hartnær öllu kynningarefni Háskóla Íslands. Undir þetta flokkast allar auglýsingar, bæklingar, merki/ lógó háskólans, ritlingar, ritgerðir, litir fræðasviða, skyggnur, glærur, veggspjöld, bréfsefni, nafnspjöld og margt fleira.
Hönnunarstaðallinn er á sér vefsíðu, þar er einfalt að finna hvern einstakan lið eða hverja mynd, sem vísar á slóð inni á vefsvæðinu. Þar liggja viðkomandi sniðskjöl til niðurhals. Mjög einfalt er að hlaða skjölunum niður á einkatölvu og hefja vinnslu með viðkomandi sniðskjal.