Skip to main content

Skilyrði fyrir skiptinámi

Skilyrði fyrir skiptinámi - á vefsíðu Háskóla Íslands

Grunn- og framhaldsnemar á flestum námsleiðum hafa möguleika á að taka hluta námsins í skiptinámi. Misjafnt er eftir námsleið hvenær heppilegast er að fara í skiptinám og mikilvægt að hafa samráð við námsbrautarformann eða alþjóðafulltrúa viðkomandi deildar. Í skiptinámi er gert ráð fyrir að nemendur séu í fullu námi við gestaskólann, þ.e. 30 ECTS einingum á misseri eða samkvæmt viðmiðum gestaskólans.